Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað eru margar hýenur í Afríku?

Jón Már Halldórsson

Alls finnast 4 tegundir hýena í Afríku (tegundir innan ættarinnar Hyenadea), þær eru brúnhýenan (Hyena brunnea), blettahýenan (Crocuta crocuta), jarðúlfurinn (Proteles cristatus) og rákahýenan (Hyena hyena).

Brúnhýena (Hyena brunnea)

Stofnstærð þessarar tegundar er ekki nákvæmlega kunn þar sem ekki hafa farið fram nákvæmar stofnstærðarmælingar á henni. Tegundinni virðist farnast ágætlega innan verndarsvæða en er mjög ofsótt utan þeirra. Heildarstofnstærð tegundarinnar er talin vera á bilinu 5.070-8.020 dýr í eftirtöldum löndum: Botsvana, Mósambík, Namibíu, Sambíu and Zimbabwe. Í Angólu, Lesótó og Mósambík eru á að mati vísindamanna um 220 dýr.

Blettahýena (Crocuta crocuta)

Blettahýenan er einnig í góðu ásigkomulagi. Stofnstærð hennar innan nokkurra þjóðgarða bendir til þess að stofninn sé enn sem komið er ekki í neinni hættu. Til dæmis er stofnstærðin á Serengeti verndarsvæðinu í Tansaníu 5.161 dýr (1987) og í Ngorongoro gígnum eru 35-80 dýr. Blettahýenunni hefur fækkað nokkuð undanfarna áratugi en er ekki enn í hættu. Heildarstofnstærðarmat tegundarinnar er mjög á reiki en vísindamenn telja sennilegt að á milli 15-25 þúsund dýr séu til villt.



Jarðúlfurinn (Proteles cristatus)

Útbreiðsla jarðúlfsins skiptist í grófum dráttum í tvennt, í sunnanverðri Afríku og í Austur-Afríku, norðan Tansaníu, á svæðum sem tilheyra Eþíópíu og Sómalíu meðal annara. Jarðúlfurinn er talinn vera algengastur hýenutegunda í Afríku en hann sést sjaldnast þar sem hann er að mestu á ferli á næturna. Jarðúlfurinn er sérhæfð termítaæta. Stofnstærð jarðúlfsins er talin vera eitthvað undir 50 þúsund dýrum og hann telst ekki í útrýmingarhættu.

Rákahýenan (Hyena hyena)

Rákahýenan er eina hýenutegundin sem finnst utan Afríku en útbreiðsla hennar nær einnig til nyrsta hluta Afríku. Ekki er að fullu ljóst hver stofnstærð þessarar tegundar er í Afríku, en þær eru ekki taldar algengar þar sem þær leggjast á búfénað og eru ofsóttar fyrir vikið.

Myndin er fengin af vefsetrinu Serengeti.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.11.2002

Spyrjandi

Pétur Finnbogason, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar hýenur í Afríku?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2002. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2907.

Jón Már Halldórsson. (2002, 26. nóvember). Hvað eru margar hýenur í Afríku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2907

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar hýenur í Afríku?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2002. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2907>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar hýenur í Afríku?
Alls finnast 4 tegundir hýena í Afríku (tegundir innan ættarinnar Hyenadea), þær eru brúnhýenan (Hyena brunnea), blettahýenan (Crocuta crocuta), jarðúlfurinn (Proteles cristatus) og rákahýenan (Hyena hyena).

Brúnhýena (Hyena brunnea)

Stofnstærð þessarar tegundar er ekki nákvæmlega kunn þar sem ekki hafa farið fram nákvæmar stofnstærðarmælingar á henni. Tegundinni virðist farnast ágætlega innan verndarsvæða en er mjög ofsótt utan þeirra. Heildarstofnstærð tegundarinnar er talin vera á bilinu 5.070-8.020 dýr í eftirtöldum löndum: Botsvana, Mósambík, Namibíu, Sambíu and Zimbabwe. Í Angólu, Lesótó og Mósambík eru á að mati vísindamanna um 220 dýr.

Blettahýena (Crocuta crocuta)

Blettahýenan er einnig í góðu ásigkomulagi. Stofnstærð hennar innan nokkurra þjóðgarða bendir til þess að stofninn sé enn sem komið er ekki í neinni hættu. Til dæmis er stofnstærðin á Serengeti verndarsvæðinu í Tansaníu 5.161 dýr (1987) og í Ngorongoro gígnum eru 35-80 dýr. Blettahýenunni hefur fækkað nokkuð undanfarna áratugi en er ekki enn í hættu. Heildarstofnstærðarmat tegundarinnar er mjög á reiki en vísindamenn telja sennilegt að á milli 15-25 þúsund dýr séu til villt.



Jarðúlfurinn (Proteles cristatus)

Útbreiðsla jarðúlfsins skiptist í grófum dráttum í tvennt, í sunnanverðri Afríku og í Austur-Afríku, norðan Tansaníu, á svæðum sem tilheyra Eþíópíu og Sómalíu meðal annara. Jarðúlfurinn er talinn vera algengastur hýenutegunda í Afríku en hann sést sjaldnast þar sem hann er að mestu á ferli á næturna. Jarðúlfurinn er sérhæfð termítaæta. Stofnstærð jarðúlfsins er talin vera eitthvað undir 50 þúsund dýrum og hann telst ekki í útrýmingarhættu.

Rákahýenan (Hyena hyena)

Rákahýenan er eina hýenutegundin sem finnst utan Afríku en útbreiðsla hennar nær einnig til nyrsta hluta Afríku. Ekki er að fullu ljóst hver stofnstærð þessarar tegundar er í Afríku, en þær eru ekki taldar algengar þar sem þær leggjast á búfénað og eru ofsóttar fyrir vikið.

Myndin er fengin af vefsetrinu Serengeti....