Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig dó Arkímedes?

Ægir Eyþórsson

Arkímedes dó annað hvort árið 211 eða 212 f. Kr. Þá var hann 75 eða 76 ára gamall. Hann var drepinn í umsátrinu um borgina Sýrakúsu af rómverskum hermanni.

Til eru nokkrar frásagnir af dauða Arkímedesar. Ein er á þá leið að þegar Rómverjar réðust inn í Sýrakúsu hafi Arkímedes verið niðursokkinn í stærðfræðileg vandamál sem hann leysti með því að teikna í sandinn. Hermaður reyndi að taka hann til fanga en Arkímedes sinnti því ekki enda var hann að reikna. Þá reiddist hermaðurinn og drap hann. Sumir segja að síðustu orð Arkímedesar hafi verið: "Snertu ekki hringana mína."

Arkímedes var grískur stærð- og eðlisfræðingur. Hann reiknaði út rúmmál og yfirborð kúlu, fann nálgunargildi fyrir pí og hlutfall ummáls og þvermáls hrings.

Sumir telja hann vera einn af mestu stærðfræðingum allra tíma ásamt Isaac Newton og Carl Friedrich Gauss. Ekki er vitað hvort hann hafi verið giftur eða hvort hann hafi átt einhver börn.

Heimildir og mynd



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Ölduselsskóla

Útgáfudagur

6.11.2002

Spyrjandi

Ívar Daði, f. 1990

Tilvísun

Ægir Eyþórsson. „Hvernig dó Arkímedes?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2839.

Ægir Eyþórsson. (2002, 6. nóvember). Hvernig dó Arkímedes? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2839

Ægir Eyþórsson. „Hvernig dó Arkímedes?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2839>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig dó Arkímedes?
Arkímedes dó annað hvort árið 211 eða 212 f. Kr. Þá var hann 75 eða 76 ára gamall. Hann var drepinn í umsátrinu um borgina Sýrakúsu af rómverskum hermanni.

Til eru nokkrar frásagnir af dauða Arkímedesar. Ein er á þá leið að þegar Rómverjar réðust inn í Sýrakúsu hafi Arkímedes verið niðursokkinn í stærðfræðileg vandamál sem hann leysti með því að teikna í sandinn. Hermaður reyndi að taka hann til fanga en Arkímedes sinnti því ekki enda var hann að reikna. Þá reiddist hermaðurinn og drap hann. Sumir segja að síðustu orð Arkímedesar hafi verið: "Snertu ekki hringana mína."

Arkímedes var grískur stærð- og eðlisfræðingur. Hann reiknaði út rúmmál og yfirborð kúlu, fann nálgunargildi fyrir pí og hlutfall ummáls og þvermáls hrings.

Sumir telja hann vera einn af mestu stærðfræðingum allra tíma ásamt Isaac Newton og Carl Friedrich Gauss. Ekki er vitað hvort hann hafi verið giftur eða hvort hann hafi átt einhver börn.

Heimildir og mynd



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...