Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er meiósa og mítósa?

Jón Már Halldórsson

Við mítósu (einnig kölluð jafnskipting) skiptir tvílitna fruma sér í tvær frumur sem eru erfðafræðilega nákvæmlega eins og upphaflega fruman. Frumurnar tvær hafa nákvæmlega sömu gen og fruman sem skipti sér.

Í meiósu-skiptingu (einnig kölluð rýriskipting) skiptir tvílitna fruma sér tvisvar og útkoman verður fjórar einlitna frumur sem hafa hver um sig eitt litningapar og eru því erfðafræðilega ólíkar upprunalegu frumunni.



Meiósu-frumuskipti verða við myndun kynfruma en mítósuskipting við eðlilega nýmyndun líkamsfruma. Kynfrumur (sæðis- og eggfrumur) okkar eru einlitna og hafa 23 litninga. Við frjóvgun eggs verður samruni litninga. Allar aðrar frumur hafa 46 litninga.

Myndin er fengin af vefsetrinu Meiosis Primer. Þeir sem vilja fræðast nánar um frumuskiptingar geta skoðað vefsetur Estrella Mountain Community College.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.10.2002

Spyrjandi

Sylvía Sigurðardóttir, f. 1984

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er meiósa og mítósa?“ Vísindavefurinn, 2. október 2002. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2749.

Jón Már Halldórsson. (2002, 2. október). Hvað er meiósa og mítósa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2749

Jón Már Halldórsson. „Hvað er meiósa og mítósa?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2002. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2749>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er meiósa og mítósa?
Við mítósu (einnig kölluð jafnskipting) skiptir tvílitna fruma sér í tvær frumur sem eru erfðafræðilega nákvæmlega eins og upphaflega fruman. Frumurnar tvær hafa nákvæmlega sömu gen og fruman sem skipti sér.

Í meiósu-skiptingu (einnig kölluð rýriskipting) skiptir tvílitna fruma sér tvisvar og útkoman verður fjórar einlitna frumur sem hafa hver um sig eitt litningapar og eru því erfðafræðilega ólíkar upprunalegu frumunni.



Meiósu-frumuskipti verða við myndun kynfruma en mítósuskipting við eðlilega nýmyndun líkamsfruma. Kynfrumur (sæðis- og eggfrumur) okkar eru einlitna og hafa 23 litninga. Við frjóvgun eggs verður samruni litninga. Allar aðrar frumur hafa 46 litninga.

Myndin er fengin af vefsetrinu Meiosis Primer. Þeir sem vilja fræðast nánar um frumuskiptingar geta skoðað vefsetur Estrella Mountain Community College....