Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvort er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í stuttu máli þá er töluvert lengra til norðurpólsins frá Íslandi heldur en til Evrópu.

Það eru fleiri en ein leið til þess að finna fjarlægðina á milli tveggja staða. Á Netinu eru til dæmis síður þar sem hægt er að setja inn lengdar- og breiddargráður þeirra staða sem finna á fjarlægðina á milli og fá vegalengdina reiknaða út.

Með því að smella hér má til dæmis komast inn á slíka síðu. Þar getum við sett inn staðsetningu Rifstanga sem er nyrsti oddi Íslands en hann er á 66°32´N (les: 66 gráðum og 32 mínútum norður eða norðlægrar breiddar) og 16°12'V. Síðan setjum við inn norðurpólinn sem er 90°00´N. Út frá þessum upplýsingum sjáum við að það eru rétt rúmlega 2600 km á milli Rifstanga og norðurpólsins.

Ef við þekkjum ekki lengd og breidd staðanna sem mæla á vegalengdina á milli er til dæmis hægt að nota forrit eins og Google Earth til að hjálpa okkur. Þar er hægt að draga línu á milli staða á korti og fá vegalengdina þannig gefna upp. Reyndar verður þetta ekki alveg hárnákvæmt ef kortið er í litlum skala (sýnir stórt svæði) en í flestum tilfellum nógu nákvæmt.

Þessari aðferð var beitt á kortinu hér til hliðar til þess að finna fjarlægðina á milli Íslands og Evrópu. Í spurningunni var spurt um meginland Evrópu. Það kann að vera misjafnt hvaða skilning fólk leggur í hugtakið “meginland” í þessu samhengi, stundum á “meginland Evrópu” við um heimsálfuna alla að eyjum undanskildum, en aðrir vilja undanskilja Skandinavíuskagann eða jafnvel Norðurlöndin öll, þar með talda Danmörku, þegar talað er um meginlandið. Því eru hér kannaðir þrír möguleikar.

Ef meginland Evrópu er öll álfan að eyjum undanskildum þá er Noregur það land Evrópu sem er næst Íslandi en stysta leið þangað er um það bil 970 km. Ef Skandinavíuskaganum er sleppt, þá er styst að fara til Danmerkur en þangað eru eitthvað um 1480 km. Ef Danmörk á hins vegar ekki að teljast með þá væri fyrst komið að landi í Hollandi ef fara ætti stystu leið frá Íslandi til Evrópu og er sú veglengd um það bil 1680 km. Ísland er því mun nær Evrópu en norðurpólnum.

Að lokum má geta þess að það er mun styttra til Skotlands frá Íslandi en til Noregs, en Skotland telst vitanlega ekki til meginlands Evrópu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:


Í heild sinni hljóðaðið spurningin svona:
Er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu (að undanskildu Stóra-Bretlandi)? Stysta mögulega vegalengd.

Hér er einnig svarað spurninunni:
Hvað er langt frá Íslandi á Norðurpólinn?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.6.2008

Spyrjandi

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Bjarni Benediktsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvort er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=26390.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 26. júní). Hvort er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26390

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvort er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26390>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu?
Í stuttu máli þá er töluvert lengra til norðurpólsins frá Íslandi heldur en til Evrópu.

Það eru fleiri en ein leið til þess að finna fjarlægðina á milli tveggja staða. Á Netinu eru til dæmis síður þar sem hægt er að setja inn lengdar- og breiddargráður þeirra staða sem finna á fjarlægðina á milli og fá vegalengdina reiknaða út.

Með því að smella hér má til dæmis komast inn á slíka síðu. Þar getum við sett inn staðsetningu Rifstanga sem er nyrsti oddi Íslands en hann er á 66°32´N (les: 66 gráðum og 32 mínútum norður eða norðlægrar breiddar) og 16°12'V. Síðan setjum við inn norðurpólinn sem er 90°00´N. Út frá þessum upplýsingum sjáum við að það eru rétt rúmlega 2600 km á milli Rifstanga og norðurpólsins.

Ef við þekkjum ekki lengd og breidd staðanna sem mæla á vegalengdina á milli er til dæmis hægt að nota forrit eins og Google Earth til að hjálpa okkur. Þar er hægt að draga línu á milli staða á korti og fá vegalengdina þannig gefna upp. Reyndar verður þetta ekki alveg hárnákvæmt ef kortið er í litlum skala (sýnir stórt svæði) en í flestum tilfellum nógu nákvæmt.

Þessari aðferð var beitt á kortinu hér til hliðar til þess að finna fjarlægðina á milli Íslands og Evrópu. Í spurningunni var spurt um meginland Evrópu. Það kann að vera misjafnt hvaða skilning fólk leggur í hugtakið “meginland” í þessu samhengi, stundum á “meginland Evrópu” við um heimsálfuna alla að eyjum undanskildum, en aðrir vilja undanskilja Skandinavíuskagann eða jafnvel Norðurlöndin öll, þar með talda Danmörku, þegar talað er um meginlandið. Því eru hér kannaðir þrír möguleikar.

Ef meginland Evrópu er öll álfan að eyjum undanskildum þá er Noregur það land Evrópu sem er næst Íslandi en stysta leið þangað er um það bil 970 km. Ef Skandinavíuskaganum er sleppt, þá er styst að fara til Danmerkur en þangað eru eitthvað um 1480 km. Ef Danmörk á hins vegar ekki að teljast með þá væri fyrst komið að landi í Hollandi ef fara ætti stystu leið frá Íslandi til Evrópu og er sú veglengd um það bil 1680 km. Ísland er því mun nær Evrópu en norðurpólnum.

Að lokum má geta þess að það er mun styttra til Skotlands frá Íslandi en til Noregs, en Skotland telst vitanlega ekki til meginlands Evrópu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:


Í heild sinni hljóðaðið spurningin svona:
Er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu (að undanskildu Stóra-Bretlandi)? Stysta mögulega vegalengd.

Hér er einnig svarað spurninunni:
Hvað er langt frá Íslandi á Norðurpólinn?
...