Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað er glópagull og hvernig verður það til?

Sigurður Steinþórsson

Glópagull hefur verið notað um steindina járnkís, FeS2, vegna þess að það „glóir eins og gull.“ Á íslensku eru önnur nöfn steindarinnar brennisteinskís (þ. Schwefelkies) og pýrít (e. pyrite). Nafnið pýrít er úr grísku, πυριτησ – pyritis, eldsteinn – sem vísar til þess að neisti vaknar sé járnkís slegið saman við tinnu (eldtinnu). Í skáldsögunni Dalur hestanna eftir Jean M. Auel er því lýst hvernig stúlkan Aila fann upp þessa aðferð til að kveikja eld fyrir 40 þúsund árum.

Járnkís er algengasta súlfíðsteind jarðar, enda er mikið járn (Fe) í flestu bergi, en séu önnur efni til staðar geta myndast með því steindir eins og koparkís (CuFeS2), blýglans (PbS) eða sinkblendi (ZnS), svo dæmi séu tekin. Járnkís finnst einkum með kvarsi í æðum, einnig í setbergi, steinkolum og myndbreyttu bergi, en sjaldnar í storkubergi, enda bráðnar járnkís við 742°C.



Járnkís hefur verið kallað glópagull þar sem það glóir eins og gull.

Brennisteinninn sem myndar járnkísið er upphaflega af tvennum toga, beint úr eldfjallagasi eða úr veðrun storkubergs. Í basalti er oft um 0,1% af brennisteini (S) sem grunnvatn getur skolað úr berginu og síðan fellt út sem járnkís í jarðhitakerfum. Í Kröflu mældist allt að 6% brennisteinn í borsvarfi af 500 til 1100 m dýpi í sumum borholum, sennilega að einhverju eða verulegu leyti frá kvikuhólfinu undir, en einnig skolað með vatni út bergi. Í slíkum jarðhitakerfum er járnkís helsta súlfíðið, stundum einnig með segulkís, FeS. Í slíkum jarðhitakerfum leysist járnoxíð (til dæmis magnetít) upp í brennisteinssúrum vökvanum og í staðinn fellur út járnsúlfíð.

Járnkísið fræga í Gljúfurá í Húnavatnssýslu tengist sennilega hinni fornu Vatnsdals-megineldstöð og djúpbergi undir henni. Þegar bergkvika storknar djúpt í jörðu safnast ýmis efni í vatnsríka síðustu bráð sem síðan myndar málmríkar æðar í innskotinu sjálfu og grannberginu í kring. Af því tagi eru til dæmis málmmyndanirnar kringum graníthleifana í Cornwall á Englandi, sem Rómverjar námu fyrir 2000 árum – og sennilega kvarsæðarnar við Miðdal sem þýskum jarðfræðingum á vegum Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns, virtust vænlegastar til gullvinnslu hér á landi.

Járnkís er sérlega „hrein“ steind, en þó hafa menn greint í því ýmis efni önnur en járn og brennistein, svosem sink, blý og gull. Líklegast er þó að þessi aukaefni séu ekki hluti af grindbyggingu kristalsins, heldur örsmáar innlyksur í honum (sinkblendi, blýglans, gull). Þess má að lokum geta að í kolum er oft talsvert af járnkís sem veldur mengun (súru regni) þegar kolunum er brennt. Á síðustu árum hefur verið tekið á þessu og brennisteinninn hreinsaður burt fyrir brennslu. Járnkís er enda ein meginuppspretta brennisteins í efnaiðnaði.

Í stuttu máli: Glópagull er járnkís, sem oftast myndar teningslaga kristalla. Það fellur út úr brennisteinsríkum vökvum í jarðhitakerfum og kringum kólnandi innskot, en myndast einnig við myndbreytingu bergs og sets þar sem brennisteinn flakkar (oft með vatni sem einhvers konar klór-samsett efnasamband) um bergið uns hann binst járni í vaxandi kristöllum.

Mynd: R.Weller/Cochise College

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

23.11.2009

Spyrjandi

Magnús Guðmundsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er glópagull og hvernig verður það til?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2009. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=24500.

Sigurður Steinþórsson. (2009, 23. nóvember). Hvað er glópagull og hvernig verður það til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=24500

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er glópagull og hvernig verður það til?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2009. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=24500>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er glópagull og hvernig verður það til?
Glópagull hefur verið notað um steindina járnkís, FeS2, vegna þess að það „glóir eins og gull.“ Á íslensku eru önnur nöfn steindarinnar brennisteinskís (þ. Schwefelkies) og pýrít (e. pyrite). Nafnið pýrít er úr grísku, πυριτησ – pyritis, eldsteinn – sem vísar til þess að neisti vaknar sé járnkís slegið saman við tinnu (eldtinnu). Í skáldsögunni Dalur hestanna eftir Jean M. Auel er því lýst hvernig stúlkan Aila fann upp þessa aðferð til að kveikja eld fyrir 40 þúsund árum.

Járnkís er algengasta súlfíðsteind jarðar, enda er mikið járn (Fe) í flestu bergi, en séu önnur efni til staðar geta myndast með því steindir eins og koparkís (CuFeS2), blýglans (PbS) eða sinkblendi (ZnS), svo dæmi séu tekin. Járnkís finnst einkum með kvarsi í æðum, einnig í setbergi, steinkolum og myndbreyttu bergi, en sjaldnar í storkubergi, enda bráðnar járnkís við 742°C.



Járnkís hefur verið kallað glópagull þar sem það glóir eins og gull.

Brennisteinninn sem myndar járnkísið er upphaflega af tvennum toga, beint úr eldfjallagasi eða úr veðrun storkubergs. Í basalti er oft um 0,1% af brennisteini (S) sem grunnvatn getur skolað úr berginu og síðan fellt út sem járnkís í jarðhitakerfum. Í Kröflu mældist allt að 6% brennisteinn í borsvarfi af 500 til 1100 m dýpi í sumum borholum, sennilega að einhverju eða verulegu leyti frá kvikuhólfinu undir, en einnig skolað með vatni út bergi. Í slíkum jarðhitakerfum er járnkís helsta súlfíðið, stundum einnig með segulkís, FeS. Í slíkum jarðhitakerfum leysist járnoxíð (til dæmis magnetít) upp í brennisteinssúrum vökvanum og í staðinn fellur út járnsúlfíð.

Járnkísið fræga í Gljúfurá í Húnavatnssýslu tengist sennilega hinni fornu Vatnsdals-megineldstöð og djúpbergi undir henni. Þegar bergkvika storknar djúpt í jörðu safnast ýmis efni í vatnsríka síðustu bráð sem síðan myndar málmríkar æðar í innskotinu sjálfu og grannberginu í kring. Af því tagi eru til dæmis málmmyndanirnar kringum graníthleifana í Cornwall á Englandi, sem Rómverjar námu fyrir 2000 árum – og sennilega kvarsæðarnar við Miðdal sem þýskum jarðfræðingum á vegum Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns, virtust vænlegastar til gullvinnslu hér á landi.

Járnkís er sérlega „hrein“ steind, en þó hafa menn greint í því ýmis efni önnur en járn og brennistein, svosem sink, blý og gull. Líklegast er þó að þessi aukaefni séu ekki hluti af grindbyggingu kristalsins, heldur örsmáar innlyksur í honum (sinkblendi, blýglans, gull). Þess má að lokum geta að í kolum er oft talsvert af járnkís sem veldur mengun (súru regni) þegar kolunum er brennt. Á síðustu árum hefur verið tekið á þessu og brennisteinninn hreinsaður burt fyrir brennslu. Járnkís er enda ein meginuppspretta brennisteins í efnaiðnaði.

Í stuttu máli: Glópagull er járnkís, sem oftast myndar teningslaga kristalla. Það fellur út úr brennisteinsríkum vökvum í jarðhitakerfum og kringum kólnandi innskot, en myndast einnig við myndbreytingu bergs og sets þar sem brennisteinn flakkar (oft með vatni sem einhvers konar klór-samsett efnasamband) um bergið uns hann binst járni í vaxandi kristöllum.

Mynd: R.Weller/Cochise College...