Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju byrjar ekkert orð á bókstafnum ð og af hverju er sagt að þ megi ekki koma fyrir inni í orði?

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson

Hljóðkerfi tungumála eru mismunandi. Til dæmis eru sum hljóð til í einu máli en ekki öðru og sama gildir um hljóðasambönd. Við Íslendingar tökum oft eftir þessu þegar grannþjóðir okkar tala ensku og reyna að segja hljóðin sem við táknum með þ og ð og berum fram vandræðalaust. Þessi hljóð eru þessum þjóðum framandi og þurfa menn oft langa þjálfun til að geta sagt þau. Hið sama gildir um okkur, við eigum í vandræðum með mörg hljóð sem aðrar þjóðir tákna með bókstafnum r.

Munur á hljóðkerfum milli tungumála kemur einnig sérlega skýrt fram í hljóðinu sem við táknum með h. Þetta hljóð er einfaldlega ekki til í sumum Evrópumálum svo sem frönsku. Í öðrum Norðurlandamálum hefur h á undan öðrum samhljóða fallið niður: Þegar við segjum 'hlýða' segja þessar þjóðir 'lyde', þær sleppa h-inu í 'hring' og bera ekki fram h-ið í algengum orðum eins og 'hvað', 'hver'.

Ástæðurnar fyrir svona breytingum á hljóðkerfum í tungumálum eða mun milli þeirra eru svipaðs eðlis og fyrir öðrum atriðum sem greina milli tungumála. Þær eru ekki endilega fullkomlega ljósar en að minnsta kosti stundum felast þær í því að framburður sem er á einhvern hátt erfiður fellur niður.

Bókstafurinn ð er raddað tann- eða tannbergsmælt önghljóð sem stendur aldrei fremst í orði í íslensku hljóðkerfi. Hljóðkerfi mála eru mismunandi og í ensku er th, til dæmis í this og that, oft borið fram með slíku önghljóði. Þetta önghljóð getur í íslensku staðið inni í orði milli sérhljóða, til dæmis laða, raða, vaða, á eftir rödduðu samhljóði, til dæmis hafði, sagði, ferðast, eða í enda orðs, til dæmis hlað, stöð, segð, ferð.

Bókstafurinn þ er óraddað tann- eða tannbergsmælt önghljóð. Samkvæmt íslensku hljóðkerfi stendur hann aðeins fremst í orði, þagna, þiggja, þurrka, þæfa, aldrei í enda orðs og þá aðeins inni í orði að um samsett orð sé að ræða og síðari samsetningarliður hefjist á þ-, til dæmis beltisþang, diskaþurrka, grafarþögn, hundaþúfa.

Höfundar

Guðrún Kvaran

prófessor

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.8.2009

Spyrjandi

Ægir Freyr Birgisson

Tilvísun

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju byrjar ekkert orð á bókstafnum ð og af hverju er sagt að þ megi ekki koma fyrir inni í orði? “ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=24347.

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2009, 11. ágúst). Af hverju byrjar ekkert orð á bókstafnum ð og af hverju er sagt að þ megi ekki koma fyrir inni í orði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=24347

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju byrjar ekkert orð á bókstafnum ð og af hverju er sagt að þ megi ekki koma fyrir inni í orði? “ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=24347>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju byrjar ekkert orð á bókstafnum ð og af hverju er sagt að þ megi ekki koma fyrir inni í orði?
Hljóðkerfi tungumála eru mismunandi. Til dæmis eru sum hljóð til í einu máli en ekki öðru og sama gildir um hljóðasambönd. Við Íslendingar tökum oft eftir þessu þegar grannþjóðir okkar tala ensku og reyna að segja hljóðin sem við táknum með þ og ð og berum fram vandræðalaust. Þessi hljóð eru þessum þjóðum framandi og þurfa menn oft langa þjálfun til að geta sagt þau. Hið sama gildir um okkur, við eigum í vandræðum með mörg hljóð sem aðrar þjóðir tákna með bókstafnum r.

Munur á hljóðkerfum milli tungumála kemur einnig sérlega skýrt fram í hljóðinu sem við táknum með h. Þetta hljóð er einfaldlega ekki til í sumum Evrópumálum svo sem frönsku. Í öðrum Norðurlandamálum hefur h á undan öðrum samhljóða fallið niður: Þegar við segjum 'hlýða' segja þessar þjóðir 'lyde', þær sleppa h-inu í 'hring' og bera ekki fram h-ið í algengum orðum eins og 'hvað', 'hver'.

Ástæðurnar fyrir svona breytingum á hljóðkerfum í tungumálum eða mun milli þeirra eru svipaðs eðlis og fyrir öðrum atriðum sem greina milli tungumála. Þær eru ekki endilega fullkomlega ljósar en að minnsta kosti stundum felast þær í því að framburður sem er á einhvern hátt erfiður fellur niður.

Bókstafurinn ð er raddað tann- eða tannbergsmælt önghljóð sem stendur aldrei fremst í orði í íslensku hljóðkerfi. Hljóðkerfi mála eru mismunandi og í ensku er th, til dæmis í this og that, oft borið fram með slíku önghljóði. Þetta önghljóð getur í íslensku staðið inni í orði milli sérhljóða, til dæmis laða, raða, vaða, á eftir rödduðu samhljóði, til dæmis hafði, sagði, ferðast, eða í enda orðs, til dæmis hlað, stöð, segð, ferð.

Bókstafurinn þ er óraddað tann- eða tannbergsmælt önghljóð. Samkvæmt íslensku hljóðkerfi stendur hann aðeins fremst í orði, þagna, þiggja, þurrka, þæfa, aldrei í enda orðs og þá aðeins inni í orði að um samsett orð sé að ræða og síðari samsetningarliður hefjist á þ-, til dæmis beltisþang, diskaþurrka, grafarþögn, hundaþúfa....