Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð.

Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hóf Bandaríska veðurstofan að gefa fellibyljum kvenmannsnöfn og síðar tók Alþjóða veðurfræðistofnunin við útgáfu nafnalista fyrir fellibylji. Á 8. áratugnum þótti ekki lengur viðeigandi að nefna fellibylji einungis eftir konum og 1978-1979 voru karlmannsnöfn tekin upp til jafns við kvenmannsnöfn.



Fellibylurinn Floyd nálgast strönd Flórída 14. september 1999. Að minnsta kosti 56 dauðsföll eru rakin til hans auk þess sem hann olli miklu eignartjórn. Nafnið Floyd er ekki lengur notað á fellibylji.

Í gangi eru 6 listar með nöfnum yfir fellibylji á Atlantshafinu sem notaðir eru til skiptis. Þannig er listinn sem notaður er árið 2005 sá sami og notaður var árið 1999 og verður notaður aftur 2011. Nöfnum á þessum listum er aðeins breytt ef fellibylur hefur valdið stórfeldu eignartjóni eða mannskaða þannig að ekki þyki við hæfi að nota það aftur. Dæmi um nöfn sem lögð hafa verið af eru „Andrew“ en hann gekk yfir Bahamaeyjar, Suður-Flórída og Louisíana árið 1992, og „Mitch“ sem gekk yfir Mið-Ameríku árið 1998. Ólíklegt verður að telja að nafnið „Katrina“ verði haft áfram á listanum eftir það mikla tjón sem hún olli í lok ágúst 2005. Á heimasíðu Bandarísku fellibyljastofnunarinnar er hægt að skoða þessa lista.

Vísir er að nafngift á óveðrum á Íslandi. Jafnan er talað um „Halaveðrið“ þegar átt er við mannskaðaveðrið á Halamiðum út af Vestfjörðum í febrúar 1925. „Engihjallaveðrið“ hefur verið notað um óveður 16.-17. febrúar 1981 en það olli meðal annars töluverðu tjóni á bílum við Engihjalla í Kópavogi. Í „Flóðaveðrinu“ þann 9. janúar 1990 gekk sjór á land við suðvesturströndina og olli miklu tjóni. Ein krappasta lægð síðustu aldar fór norður með vestanverðu landinu 3. febrúar 1991 og olli geysilegu tjóni, meðal annars á gróðurhúsum í Hveragerði. Hefur sú lægð stundum verið nefnd „Gróðurhúsalægðin“.

Mynd: Visible Earth - A catalog of NASA images and animations of our home planet

Höfundur

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.3.2000

Spyrjandi

Helga Sólveig Gunnell, f. 1987

Tilvísun

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=228.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. (2000, 13. mars). Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=228

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=228>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?
Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð.

Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hóf Bandaríska veðurstofan að gefa fellibyljum kvenmannsnöfn og síðar tók Alþjóða veðurfræðistofnunin við útgáfu nafnalista fyrir fellibylji. Á 8. áratugnum þótti ekki lengur viðeigandi að nefna fellibylji einungis eftir konum og 1978-1979 voru karlmannsnöfn tekin upp til jafns við kvenmannsnöfn.



Fellibylurinn Floyd nálgast strönd Flórída 14. september 1999. Að minnsta kosti 56 dauðsföll eru rakin til hans auk þess sem hann olli miklu eignartjórn. Nafnið Floyd er ekki lengur notað á fellibylji.

Í gangi eru 6 listar með nöfnum yfir fellibylji á Atlantshafinu sem notaðir eru til skiptis. Þannig er listinn sem notaður er árið 2005 sá sami og notaður var árið 1999 og verður notaður aftur 2011. Nöfnum á þessum listum er aðeins breytt ef fellibylur hefur valdið stórfeldu eignartjóni eða mannskaða þannig að ekki þyki við hæfi að nota það aftur. Dæmi um nöfn sem lögð hafa verið af eru „Andrew“ en hann gekk yfir Bahamaeyjar, Suður-Flórída og Louisíana árið 1992, og „Mitch“ sem gekk yfir Mið-Ameríku árið 1998. Ólíklegt verður að telja að nafnið „Katrina“ verði haft áfram á listanum eftir það mikla tjón sem hún olli í lok ágúst 2005. Á heimasíðu Bandarísku fellibyljastofnunarinnar er hægt að skoða þessa lista.

Vísir er að nafngift á óveðrum á Íslandi. Jafnan er talað um „Halaveðrið“ þegar átt er við mannskaðaveðrið á Halamiðum út af Vestfjörðum í febrúar 1925. „Engihjallaveðrið“ hefur verið notað um óveður 16.-17. febrúar 1981 en það olli meðal annars töluverðu tjóni á bílum við Engihjalla í Kópavogi. Í „Flóðaveðrinu“ þann 9. janúar 1990 gekk sjór á land við suðvesturströndina og olli miklu tjóni. Ein krappasta lægð síðustu aldar fór norður með vestanverðu landinu 3. febrúar 1991 og olli geysilegu tjóni, meðal annars á gróðurhúsum í Hveragerði. Hefur sú lægð stundum verið nefnd „Gróðurhúsalægðin“.

Mynd: Visible Earth - A catalog of NASA images and animations of our home planet

...