Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?

Sigrún Júlíusdóttir

Til þess að geta svarað þessu er nauðsynlegt að reyna að skilgreina fyrst hvað átt er við með sönn ást, en það er heimspekileg spurning þótt hver og einn eigi trúlega sitt svar við henni. Almennt má gefa sér að sönn ást sé sterk óeigingjörn tilfinning til annarrar manneskju sem manni er annt um. Þessi tilfinning getur verið af líffræðilegum toga eða kviknað af ákveðnum áreitum. Hún er yfirleitt ekki eitthvað sem fólk "finnur" eins og hlut á vegi sínum, heldur ræðst hún af mörgum atriðum eins og af hrifnæmi, hljómgrunni og gagnkvæmri svörun. Foreldraástin og sömuleiðis áralöng tryggð, heilindi og umhyggja í parsambandi eru stundum tekin sem dæmi um sanna ást.

Í báðum tilvikum er um að ræða sterk og djúp tilfinningatengsl sem verða til á löngum tíma. Ef hægt er að rækta sanna ást í raunveruleikanum en hún er svo ekki endurgoldin eða virt á gagnkvæman hátt, þá koma yfirleitt í hana sprungur, hún dofnar eða glatast. Þá er ekki lengur um að ræða sanna ást því forsendurnar eru brostnar. Stundum getur djúpur kærleikur lifað án gagnkvæmni en þá getur það verið táknrænt eða líkara hugmynd en veruleika, eða þá að um er að ræða bjögun (e. pathology) af einhverju tagi.

Lauslæti í merkingunni að vera laus í rásinni tengist hins vegar fremur persónuleikagerð og bendir til þess að viðkomandi sé óáreiðanlegur og óstöðugur og eigi þar með erfitt með að sýna tryggð og heilindi. Þannig má segja að hinn lausláti búi ekki yfir sérlega góðum forsendum til að rækta með sér eða geta notið sannrar ástar, hvað þá að varðveita hana. Lauslæti tengist þannig líka hvatvísi eða skorti á sjálfstjórn (e.impulse control) en þetta er eitt af einkennum heilkennisins jaðarpersónuleikaröskun(e. borderline personality disorder). Í slíku tilviki á lauslætið sér marga aðra fylgifiska sem vinna gegn möguleikanum á því að tengjast annarrri manneskju á heilsteyptan og varanlegan hátt.

Lauslæti getur líka verið tímabundið fyrirbæri sem tengist þroskakreppum í lífi fólks. Til dæmis eru unglingar sem eru að átta sig á hvötum sínum og sjálfsímynd oft lausir í rásinni. Þeir hafa þá ekki nógu trausta stjórn á tilfinningum sínum heldur veita þeim óhefta útrás (e. acting out) bæði í orðum og athöfnum.

Fullorðnir sem glíma við lífsskeiðaátök, til dæmis vegna miðaldrakreppu, eða hafa orðið fyrir skyndilegri röskun á högum, eins og til dæmis skilnaði, geta orðið tímabundið lausir í rásinni og farið að haga sér eins og þeir væru á lægra þroskastigi, eða sýnt það sem á fræðimáli er kallað afturhvarf (e. regression). Í slíkum átökum getur margt glatast en með innsæi og úrvinnslu, sem meðal annars er hægt að ná með faglegri aðstoð, má oft endurbæta og styrkja sambönd svo þau verði sannari en fyrr.

Ekki er hægt að fjalla um lauslæti og ást öðruvísi en að tengja það menningu og samfélagi. Í flestum samfélögum ríkja ákveðnar hugmyndir og gildi varðandi mannleg samskipti og náin tengsl. Á 21. öld ríkja líka almennt aðrar hugmyndir um trúnað, gildi varanleikans og um lauslæti en á fyrri öldum. Rannsóknum og klínískri reynslu ber saman um að framhjáhald virðist almennara en áður var, bæði meðal karla og kvenna. Nýir lífs- og starfshættir eiga sinn þátt í því að fólk lifir fjölbreytilegra lífi og verður stöðugt fyrir nýjum áreitum og áhrifum. Við þannig aðstæður reynir á stöðugleika og trúnað á annan hátt en áður.

Sjá einnig svar höfundar við spurningunni Hvað er ást?

Heimildir

Giddens, A., 1993. Transformation of Intimacy. Sexuality, Love/Eroticism in Modern Societies.Cambridge: University Press.

Lusterman, D, 1998. Infidelity: A Survival Guide. Oakland: New Harbinger Publications.

Sigrún Júlíusdóttir, 2001. Fjölskyldur við aldahvörf. Reykjavík: Háskólaútgáfan. (Kafli V: ?Lífsgildi og samfélagsstraumar?).

Höfundur

Sigrún Júlíusdóttir

prófessor í félagsráðgjöf við HÍ

Útgáfudagur

20.2.2002

Spyrjandi

Viðar Helgason, fæddur 1981

Tilvísun

Sigrún Júlíusdóttir. „Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2127.

Sigrún Júlíusdóttir. (2002, 20. febrúar). Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2127

Sigrún Júlíusdóttir. „Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2127>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?
Til þess að geta svarað þessu er nauðsynlegt að reyna að skilgreina fyrst hvað átt er við með sönn ást, en það er heimspekileg spurning þótt hver og einn eigi trúlega sitt svar við henni. Almennt má gefa sér að sönn ást sé sterk óeigingjörn tilfinning til annarrar manneskju sem manni er annt um. Þessi tilfinning getur verið af líffræðilegum toga eða kviknað af ákveðnum áreitum. Hún er yfirleitt ekki eitthvað sem fólk "finnur" eins og hlut á vegi sínum, heldur ræðst hún af mörgum atriðum eins og af hrifnæmi, hljómgrunni og gagnkvæmri svörun. Foreldraástin og sömuleiðis áralöng tryggð, heilindi og umhyggja í parsambandi eru stundum tekin sem dæmi um sanna ást.

Í báðum tilvikum er um að ræða sterk og djúp tilfinningatengsl sem verða til á löngum tíma. Ef hægt er að rækta sanna ást í raunveruleikanum en hún er svo ekki endurgoldin eða virt á gagnkvæman hátt, þá koma yfirleitt í hana sprungur, hún dofnar eða glatast. Þá er ekki lengur um að ræða sanna ást því forsendurnar eru brostnar. Stundum getur djúpur kærleikur lifað án gagnkvæmni en þá getur það verið táknrænt eða líkara hugmynd en veruleika, eða þá að um er að ræða bjögun (e. pathology) af einhverju tagi.

Lauslæti í merkingunni að vera laus í rásinni tengist hins vegar fremur persónuleikagerð og bendir til þess að viðkomandi sé óáreiðanlegur og óstöðugur og eigi þar með erfitt með að sýna tryggð og heilindi. Þannig má segja að hinn lausláti búi ekki yfir sérlega góðum forsendum til að rækta með sér eða geta notið sannrar ástar, hvað þá að varðveita hana. Lauslæti tengist þannig líka hvatvísi eða skorti á sjálfstjórn (e.impulse control) en þetta er eitt af einkennum heilkennisins jaðarpersónuleikaröskun(e. borderline personality disorder). Í slíku tilviki á lauslætið sér marga aðra fylgifiska sem vinna gegn möguleikanum á því að tengjast annarrri manneskju á heilsteyptan og varanlegan hátt.

Lauslæti getur líka verið tímabundið fyrirbæri sem tengist þroskakreppum í lífi fólks. Til dæmis eru unglingar sem eru að átta sig á hvötum sínum og sjálfsímynd oft lausir í rásinni. Þeir hafa þá ekki nógu trausta stjórn á tilfinningum sínum heldur veita þeim óhefta útrás (e. acting out) bæði í orðum og athöfnum.

Fullorðnir sem glíma við lífsskeiðaátök, til dæmis vegna miðaldrakreppu, eða hafa orðið fyrir skyndilegri röskun á högum, eins og til dæmis skilnaði, geta orðið tímabundið lausir í rásinni og farið að haga sér eins og þeir væru á lægra þroskastigi, eða sýnt það sem á fræðimáli er kallað afturhvarf (e. regression). Í slíkum átökum getur margt glatast en með innsæi og úrvinnslu, sem meðal annars er hægt að ná með faglegri aðstoð, má oft endurbæta og styrkja sambönd svo þau verði sannari en fyrr.

Ekki er hægt að fjalla um lauslæti og ást öðruvísi en að tengja það menningu og samfélagi. Í flestum samfélögum ríkja ákveðnar hugmyndir og gildi varðandi mannleg samskipti og náin tengsl. Á 21. öld ríkja líka almennt aðrar hugmyndir um trúnað, gildi varanleikans og um lauslæti en á fyrri öldum. Rannsóknum og klínískri reynslu ber saman um að framhjáhald virðist almennara en áður var, bæði meðal karla og kvenna. Nýir lífs- og starfshættir eiga sinn þátt í því að fólk lifir fjölbreytilegra lífi og verður stöðugt fyrir nýjum áreitum og áhrifum. Við þannig aðstæður reynir á stöðugleika og trúnað á annan hátt en áður.

Sjá einnig svar höfundar við spurningunni Hvað er ást?

Heimildir

Giddens, A., 1993. Transformation of Intimacy. Sexuality, Love/Eroticism in Modern Societies.Cambridge: University Press.

Lusterman, D, 1998. Infidelity: A Survival Guide. Oakland: New Harbinger Publications.

Sigrún Júlíusdóttir, 2001. Fjölskyldur við aldahvörf. Reykjavík: Háskólaútgáfan. (Kafli V: ?Lífsgildi og samfélagsstraumar?)....