Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?

Sverrir Jakobsson

Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa verið meðal áhrifamanna á Íslandi. Hans er getið meðal þeirra sem stóðu að lögtöku tíundar á Íslandi 1096/1097 og hann er einn ritbeiðenda að Íslendingabók Ara fróða.

Um menntun Sæmundar eru fáar heimildir. Í Íslendingabók segir að hann hafi komið sunnan frá Frakklandi og tekið vígslu á ofanverðum dögum Ísleifs biskups Gissurarsonar (í annálum segir að þetta hafi verið 1076). Sagnfræðingar hafa sett fyrirvara við þessar upplýsingar og meðal annars hefur verið bent á að landið sunnan við Saxland og ofan við Rín í Þýskalandi hafi verið nefnt Franconia eða Franken á þessum tíma. Hugsanlegt sé að Sæmundur hafi lært þar, fremur en í París eða annars staðar í Frakklandi. Eiginlegur háskóli var ekki til í París á þessum tíma, né annars staðar í Evrópu, svo að Sæmundur hefur ekki stundað nám í háskóla.

Í Jóns sögu helga er ítarlegri og ævintýralegri frásögn af utanlandsdvöl Sæmundar. Þar kemur fram að Sæmundur
... hafði lengi verið í útlöndum svo að ekki spurðist til hans. En hinn heilagi Jón gat hann upp spurðan, að hann var með nokkrum ágætum meistara, nemandi þar ókunnuga fræði svo að hann týndi allri þeirri er hann hafði í æsku sinni numið og jafnvel skírnarnafni sínu. En er hinn heilagi Jón kom þar er hann var fyrir spurði hvor annan að nafni. Hinn heilagi Jón sagði sitt nafn en Sæmundur nefndist Kollur.
Ekki gekk þrautalaust að fá Sæmund lausan úr námsvistinni, þar sem meistari sá er hann nam hjá kunni
svo algerla astronomiam, það er stjörnuíþrótt [stjörnufræði], að hann kennir hvers manns stjörnu, þess er hann sér og hyggur um sinn.
Þó tekst þeim Jóni að blekkja stjörnumeistarann og fá Sæmund lausan. Ekki kemur meira fram um þennan ágæta meistara og ekki er heldur hægt að ráða af þessari frásögn að hann hafi kennt svartagaldur af neinu tagi.

Síðar mynduðust hins vegar þjóðsögur af ýmsu tagi um háskólanám Sæmundar. Í munnmælasögum sem skrifaðar voru niður á 17. öld segir að það sé
mál manna að Sæmundur fróði hafi numið fjölkynngi eður svartra rúna list utanlands, þar sem almennilega er nafnkenndur Svartiskóli.
Var hald manna að djöfullinn væri skólameistari þar og hirti hann sál þess nemanda sem síðastur gengi út. Kom það í hlut Sæmundar, en hann var með skikkjuna lausa á öxlunum og greip fjandinn hana, en Sæmundur slapp.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar kemur fram að Svartiskóli sé í Þýskalandi og sé einnig kallaður Juppítersskóli eða Jovisskóli. Er aðbúnaði þar lýst svo:
Ei er þar alltíð illt að læra, heldur má þar hver læra það hann vill bæði andlegt og veraldlegt, illt og gott. Ei er þeim hent þangað að fara sem ekkert hafa áður lært. Ei er þaðan hlaupið þá hver vill, heldur er maður þar árið út og viti hann þá sömu stund er hann inn gekk, þá má hann út ganga en endranær ekki, til þess að líður annað árið og þriðja. Þangað ganga flestir um dægramót og á sá að ganga fyrstur út sem fyrst gekk inn en hlutfall er gjört, fyrst um inngöngu þeirra því sá er fyrstur gengur inn eður síðast út, þeim er hætt að hverfa. Ei er þar hent glámskyggnum því þar er ei bjartara en lesljós um daginn. Kvöld og nætur, ef menn vaka, loga þar vaxljós og er þar þó dimmt. Þar fá menn vel tilreiddan mat og drykk tvisvar á dag og einu sinni á nóttu ef menn vaka en engin skepna sést þar. Svo og hafa þeir þar góðar sængur á manntal og hvað þeir þurfa og hver liggur þar einn í rúmi. Þeir hafa bækur að lesa er þeir æskja en ekkert má þaðan burtu bera nema hvað þeir sjálfir upp skrifa og fá þeir hvorki blek né pappír en flest þó annað er þeir æskja. Sker [skeður, gerist] það að þeir kaupa þá einn hlut hversu lítilsverðan fyrir hundraðfalt og er þá lagt á borðið nær fullvirði er komið. Þeir læra þar flestir arithmeticam [reikning] og stundatal. Tímaglas má þar hafa en ei stundaklukku né sigurverk því svoddan er þar ekki liðið. Allir fara þangað vopnlausir og enginn hefur þar byssu. Þar eru luktar dyr meðan aðrir eru inni. Þar eru í senn fimm, sjö, níu, ellefu og ei fleiri. Það pláss er í norðurskógi nokkrum en enginn gluggi á sem utan sést, dyr horfa í norður, þriggja daga ferð frá höfuðborginni, það hús stendur í jörð.
Viðbót ritstjóra:

Nýlega birtist á prenti grein um þessa spurningu og eru þar meðal annars nefndar flestar aðrar ritsmíðar um þessi mál:

Garðar Gíslason, „Hvar nam Sæmundur fróði?“. Líndæla, bls. 135-153. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001.

Hægt er að lesa meira um galdur og fjölkynngi á Vísindavefnum í svörum Ólínu Þorvarðardóttur við spurningunum:

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

18.2.2002

Spyrjandi

Bergur Ingólfsson

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2122.

Sverrir Jakobsson. (2002, 18. febrúar). Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2122

Sverrir Jakobsson. „Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2122>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?
Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa verið meðal áhrifamanna á Íslandi. Hans er getið meðal þeirra sem stóðu að lögtöku tíundar á Íslandi 1096/1097 og hann er einn ritbeiðenda að Íslendingabók Ara fróða.

Um menntun Sæmundar eru fáar heimildir. Í Íslendingabók segir að hann hafi komið sunnan frá Frakklandi og tekið vígslu á ofanverðum dögum Ísleifs biskups Gissurarsonar (í annálum segir að þetta hafi verið 1076). Sagnfræðingar hafa sett fyrirvara við þessar upplýsingar og meðal annars hefur verið bent á að landið sunnan við Saxland og ofan við Rín í Þýskalandi hafi verið nefnt Franconia eða Franken á þessum tíma. Hugsanlegt sé að Sæmundur hafi lært þar, fremur en í París eða annars staðar í Frakklandi. Eiginlegur háskóli var ekki til í París á þessum tíma, né annars staðar í Evrópu, svo að Sæmundur hefur ekki stundað nám í háskóla.

Í Jóns sögu helga er ítarlegri og ævintýralegri frásögn af utanlandsdvöl Sæmundar. Þar kemur fram að Sæmundur
... hafði lengi verið í útlöndum svo að ekki spurðist til hans. En hinn heilagi Jón gat hann upp spurðan, að hann var með nokkrum ágætum meistara, nemandi þar ókunnuga fræði svo að hann týndi allri þeirri er hann hafði í æsku sinni numið og jafnvel skírnarnafni sínu. En er hinn heilagi Jón kom þar er hann var fyrir spurði hvor annan að nafni. Hinn heilagi Jón sagði sitt nafn en Sæmundur nefndist Kollur.
Ekki gekk þrautalaust að fá Sæmund lausan úr námsvistinni, þar sem meistari sá er hann nam hjá kunni
svo algerla astronomiam, það er stjörnuíþrótt [stjörnufræði], að hann kennir hvers manns stjörnu, þess er hann sér og hyggur um sinn.
Þó tekst þeim Jóni að blekkja stjörnumeistarann og fá Sæmund lausan. Ekki kemur meira fram um þennan ágæta meistara og ekki er heldur hægt að ráða af þessari frásögn að hann hafi kennt svartagaldur af neinu tagi.

Síðar mynduðust hins vegar þjóðsögur af ýmsu tagi um háskólanám Sæmundar. Í munnmælasögum sem skrifaðar voru niður á 17. öld segir að það sé
mál manna að Sæmundur fróði hafi numið fjölkynngi eður svartra rúna list utanlands, þar sem almennilega er nafnkenndur Svartiskóli.
Var hald manna að djöfullinn væri skólameistari þar og hirti hann sál þess nemanda sem síðastur gengi út. Kom það í hlut Sæmundar, en hann var með skikkjuna lausa á öxlunum og greip fjandinn hana, en Sæmundur slapp.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar kemur fram að Svartiskóli sé í Þýskalandi og sé einnig kallaður Juppítersskóli eða Jovisskóli. Er aðbúnaði þar lýst svo:
Ei er þar alltíð illt að læra, heldur má þar hver læra það hann vill bæði andlegt og veraldlegt, illt og gott. Ei er þeim hent þangað að fara sem ekkert hafa áður lært. Ei er þaðan hlaupið þá hver vill, heldur er maður þar árið út og viti hann þá sömu stund er hann inn gekk, þá má hann út ganga en endranær ekki, til þess að líður annað árið og þriðja. Þangað ganga flestir um dægramót og á sá að ganga fyrstur út sem fyrst gekk inn en hlutfall er gjört, fyrst um inngöngu þeirra því sá er fyrstur gengur inn eður síðast út, þeim er hætt að hverfa. Ei er þar hent glámskyggnum því þar er ei bjartara en lesljós um daginn. Kvöld og nætur, ef menn vaka, loga þar vaxljós og er þar þó dimmt. Þar fá menn vel tilreiddan mat og drykk tvisvar á dag og einu sinni á nóttu ef menn vaka en engin skepna sést þar. Svo og hafa þeir þar góðar sængur á manntal og hvað þeir þurfa og hver liggur þar einn í rúmi. Þeir hafa bækur að lesa er þeir æskja en ekkert má þaðan burtu bera nema hvað þeir sjálfir upp skrifa og fá þeir hvorki blek né pappír en flest þó annað er þeir æskja. Sker [skeður, gerist] það að þeir kaupa þá einn hlut hversu lítilsverðan fyrir hundraðfalt og er þá lagt á borðið nær fullvirði er komið. Þeir læra þar flestir arithmeticam [reikning] og stundatal. Tímaglas má þar hafa en ei stundaklukku né sigurverk því svoddan er þar ekki liðið. Allir fara þangað vopnlausir og enginn hefur þar byssu. Þar eru luktar dyr meðan aðrir eru inni. Þar eru í senn fimm, sjö, níu, ellefu og ei fleiri. Það pláss er í norðurskógi nokkrum en enginn gluggi á sem utan sést, dyr horfa í norður, þriggja daga ferð frá höfuðborginni, það hús stendur í jörð.
Viðbót ritstjóra:

Nýlega birtist á prenti grein um þessa spurningu og eru þar meðal annars nefndar flestar aðrar ritsmíðar um þessi mál:

Garðar Gíslason, „Hvar nam Sæmundur fróði?“. Líndæla, bls. 135-153. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001.

Hægt er að lesa meira um galdur og fjölkynngi á Vísindavefnum í svörum Ólínu Þorvarðardóttur við spurningunum:...