Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvor er fjölmennari, hvítasunnukirkjan eða lútersku kirkjurnar?

EMB

1,75% jarðarbúa, eða 105 milljónir, tilheyra hvítasunnusöfnuðum (Pentecostal) af einhverju tagi en um 1,1%, 64 milljónir, tilheyra lúterskum söfnuðum. Þegar á heildina er litið eru hvítasunnukirkjur því talsvert fjölmennari en lúterskar. Munurinn fer vaxandi þar sem fjölgun í hvítasunnusöfnuðum er meiri en í lúterskum.

Þessi stærðarhlutföll eiga ekki við hér á Íslandi svo sem kunnugt er. Hér er lútersk þjóðkirkja og í henni eru 87,83% landsmanna. Í svokölluðum fríkirkjum, sem eru lútersk trúfélög utan þjóðkirkjunnar, eru 3,92%. Samtals tilheyra því 91,75% Íslendinga lúterskri kirkju sem verður að teljast öllu hærra hlutfall en hlutfall lúterskra á heimsvísu. Meðlimir í Hvítasunnukirkjunni á Íslandi eru tæplega 1500, eða 0,53% Íslendinga. Að auki má telja fleiri trúfélög sem kennd eru við hvítasunnuhreyfinguna; Veginn, Krossinn og Betaníu. Samanlagt hlutfall hvítasunnufólks á Íslandi er um 1%.

Segja má því að íslenskt trúarlíf sé langt frá því að vera dæmigert fyrir jörðina í heild, jafnvel þegar eingöngu er litið til kristinna safnaða. Enn eitt dæmið, og kannski hið skýrasta er að rómversk-kaþólskir telja um helming kristinna, eða um 17% jarðarbúa í heild. Hins vegar eru aðeins 1,52% íslensku þjóðarinnar rómversk-kaþólsk.

Heimildir:

Adherents.com

Religioustolerance.org

Hagstofa Íslands

Sjá einnig svar við Hvaða trúarbrögð eru útbreiddust í heiminum?



Mynd: HB

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

11.7.2001

Spyrjandi

Kjartan Davíð Sigurðsson

Tilvísun

EMB. „Hvor er fjölmennari, hvítasunnukirkjan eða lútersku kirkjurnar?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2001. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1779.

EMB. (2001, 11. júlí). Hvor er fjölmennari, hvítasunnukirkjan eða lútersku kirkjurnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1779

EMB. „Hvor er fjölmennari, hvítasunnukirkjan eða lútersku kirkjurnar?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2001. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1779>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvor er fjölmennari, hvítasunnukirkjan eða lútersku kirkjurnar?
1,75% jarðarbúa, eða 105 milljónir, tilheyra hvítasunnusöfnuðum (Pentecostal) af einhverju tagi en um 1,1%, 64 milljónir, tilheyra lúterskum söfnuðum. Þegar á heildina er litið eru hvítasunnukirkjur því talsvert fjölmennari en lúterskar. Munurinn fer vaxandi þar sem fjölgun í hvítasunnusöfnuðum er meiri en í lúterskum.

Þessi stærðarhlutföll eiga ekki við hér á Íslandi svo sem kunnugt er. Hér er lútersk þjóðkirkja og í henni eru 87,83% landsmanna. Í svokölluðum fríkirkjum, sem eru lútersk trúfélög utan þjóðkirkjunnar, eru 3,92%. Samtals tilheyra því 91,75% Íslendinga lúterskri kirkju sem verður að teljast öllu hærra hlutfall en hlutfall lúterskra á heimsvísu. Meðlimir í Hvítasunnukirkjunni á Íslandi eru tæplega 1500, eða 0,53% Íslendinga. Að auki má telja fleiri trúfélög sem kennd eru við hvítasunnuhreyfinguna; Veginn, Krossinn og Betaníu. Samanlagt hlutfall hvítasunnufólks á Íslandi er um 1%.

Segja má því að íslenskt trúarlíf sé langt frá því að vera dæmigert fyrir jörðina í heild, jafnvel þegar eingöngu er litið til kristinna safnaða. Enn eitt dæmið, og kannski hið skýrasta er að rómversk-kaþólskir telja um helming kristinna, eða um 17% jarðarbúa í heild. Hins vegar eru aðeins 1,52% íslensku þjóðarinnar rómversk-kaþólsk.

Heimildir:

Adherents.com

Religioustolerance.org

Hagstofa Íslands

Sjá einnig svar við Hvaða trúarbrögð eru útbreiddust í heiminum?



Mynd: HB

...