Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er dalai lama?

EMB

Dalai lama er heiti á andlegum leiðtoga tíbeskra búddista, svipað og 'páfi' er heiti á leiðtoga rómversk-katólskra manna.

Meirihluti íbúa í Tíbet aðhyllist svokallaðan gelu- eða Dge-lugs-pa-búddisma. Í þessari útgáfu af búddisma kallast prestarnir lama. Álitið er að sumir þessara presta, svokallaðir „sprul-sku lamar” endurholdgist og því séu sumir núlifandi lamar endurholdganir fyrirrennara þeirra sem voru uppi fyrir mörgum öldum síðan. Æðstur prestanna er dalai lama sem þýðir á mongólsku „haf viskunnar”.

Frá því á 15. öld hefur sá háttur verið hafður á þegar dalai lama deyr að þá hefst leit að eftirmanni hans. Samkvæmt trú tíbeskra búddista endurholdgast dalai lama fljótlega eftir dauða sinn sem lítill drengur. Leitað er að barni sem fætt er skömmu eftir andlát hans og sem fullnægir jafnframt ákveðnum skilyrðum sem sett eru og stenst próf sem lögð eru fyrir hann. Þegar drengurinn er fundinn og þeir sem leitinni stjórna orðnir sannfærðir að um hinn endurfædda dalai lama sé að ræða bíður hans löng og mikil þjálfun í klaustri og líf sem dalai lama.

Sá dalai lama sem nú er uppi heitir Tenzin Gyatso og er sá fjórtándi í röðinni. Hann er fæddur 1935 í litlu þorpi í Norðaustur-Tíbet, sonur bænda. Tveggja ára gamall var hann uppgötvaður sem endurholdgun hins þrettánda dalai lama. Meðal annars er hann sagður hafa þekkt talnaband sem hafði verið í eigu 13. dalai lama og hafa getað sagt rétt til um nafn og stöðu prestsins sem heimsótti hann þrátt fyrir að hann væri dulbúinn.

Fram á miðja 20. öld var dalai lama veraldlegur leiðtogi Tíbet, ásamt því að vera andlegur leiðtogi. Árið 1950 hertóku Kínverjar Tíbet og 1959 neyddist dalai lama til að flýja til Indlands í útlegð. Kínverjar líta nú á Tíbet sem hluta af Kína. Fjöldi Tíbeta lítur hins vegar enn á dalai lama sem leiðtoga sinn og í Dharamsala á Indlandi starfar tíbesk útlegðarstjórn af fullum krafti.

Hinn 14. dalai lama, Tenzin Gyatso, fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1989 fyrir baráttu sína fyrir friðsamlegri lausn á deilu þjóðar sinnar við Kínverja.

Heimildir:

Britannica.com

Vefsetur tíbesku útlegðarstjórnarinnar

Vefsetur tileinkað dalai lama

Nobel e-Museum

Mynd af Tenzin Gyatso frá Nobel e-Museum

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

15.6.2001

Spyrjandi

Pétur Örn Gíslason, f. 1987

Tilvísun

EMB. „Hver er dalai lama? “ Vísindavefurinn, 15. júní 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1712.

EMB. (2001, 15. júní). Hver er dalai lama? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1712

EMB. „Hver er dalai lama? “ Vísindavefurinn. 15. jún. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1712>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er dalai lama?
Dalai lama er heiti á andlegum leiðtoga tíbeskra búddista, svipað og 'páfi' er heiti á leiðtoga rómversk-katólskra manna.

Meirihluti íbúa í Tíbet aðhyllist svokallaðan gelu- eða Dge-lugs-pa-búddisma. Í þessari útgáfu af búddisma kallast prestarnir lama. Álitið er að sumir þessara presta, svokallaðir „sprul-sku lamar” endurholdgist og því séu sumir núlifandi lamar endurholdganir fyrirrennara þeirra sem voru uppi fyrir mörgum öldum síðan. Æðstur prestanna er dalai lama sem þýðir á mongólsku „haf viskunnar”.

Frá því á 15. öld hefur sá háttur verið hafður á þegar dalai lama deyr að þá hefst leit að eftirmanni hans. Samkvæmt trú tíbeskra búddista endurholdgast dalai lama fljótlega eftir dauða sinn sem lítill drengur. Leitað er að barni sem fætt er skömmu eftir andlát hans og sem fullnægir jafnframt ákveðnum skilyrðum sem sett eru og stenst próf sem lögð eru fyrir hann. Þegar drengurinn er fundinn og þeir sem leitinni stjórna orðnir sannfærðir að um hinn endurfædda dalai lama sé að ræða bíður hans löng og mikil þjálfun í klaustri og líf sem dalai lama.

Sá dalai lama sem nú er uppi heitir Tenzin Gyatso og er sá fjórtándi í röðinni. Hann er fæddur 1935 í litlu þorpi í Norðaustur-Tíbet, sonur bænda. Tveggja ára gamall var hann uppgötvaður sem endurholdgun hins þrettánda dalai lama. Meðal annars er hann sagður hafa þekkt talnaband sem hafði verið í eigu 13. dalai lama og hafa getað sagt rétt til um nafn og stöðu prestsins sem heimsótti hann þrátt fyrir að hann væri dulbúinn.

Fram á miðja 20. öld var dalai lama veraldlegur leiðtogi Tíbet, ásamt því að vera andlegur leiðtogi. Árið 1950 hertóku Kínverjar Tíbet og 1959 neyddist dalai lama til að flýja til Indlands í útlegð. Kínverjar líta nú á Tíbet sem hluta af Kína. Fjöldi Tíbeta lítur hins vegar enn á dalai lama sem leiðtoga sinn og í Dharamsala á Indlandi starfar tíbesk útlegðarstjórn af fullum krafti.

Hinn 14. dalai lama, Tenzin Gyatso, fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1989 fyrir baráttu sína fyrir friðsamlegri lausn á deilu þjóðar sinnar við Kínverja.

Heimildir:

Britannica.com

Vefsetur tíbesku útlegðarstjórnarinnar

Vefsetur tileinkað dalai lama

Nobel e-Museum

Mynd af Tenzin Gyatso frá Nobel e-Museum

...