Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig er sönnun Pascals á því að betra sé að trúa á Guð?

Atli Harðarson

Í riti sínu Pensées (grein 418) segir Blaise Pascal (1623-1662):

Annað hvort er Guð til eða hann er ekki til. En hvort eigum við að halda? Skynsemin getur ekki skorið úr. Á milli þessara tveggja kosta er ginnungagap og úti í óendanleikanum er hlutkesti varpað. Hvor hliðin kemur upp? Á hvað ætlar þú að veðja?

Svo koma rök hans fyrir því að veðja á að Guð sé til. Hann segir tvo möguleika vera fyrir hendi; annað hvort er Guð til eða ekki. Ég get brugðist við á tvo vegu, ég get trúað eða verið trúlaus. Hann stillir kostunum upp einhvern veginn svona:
Kjósi ég að trúa er ávinningur minn óendanlega mikill ef Guð er til því þá uppsker ég eilífa sælu í himnaríki. Sé trú mín röng þá er tap mitt að vísu dálítið (ég hef rangt fyrir mér) en þó smámunir einir hjá því sem ég græði á að trúa ef guð er til. Trúin gefur mér því 50% líkur á óendanlegum ávinningi og 50% líkur á óverulegu tapi. Hins vegar er ekkert á trúleysinu að græða. Af þessu ályktar Pascal að þótt menn viti ekkert um hvort Guð er til eða ekki þá sé samt skynsamlegra að trúa á hann.
Þessi rök eru gölluð því að þau gera aðeins ráð fyrir tveim möguleikum, annars vegar að Guð sé til og veiti þeim sem á hann trúa eilífa sæluvist að jarðlífinu loknu og hins vegar að enginn guð sé til. En ef óvissa okkar um æðri máttarvöld er alger þá eru kostirnir ekki tveir heldur óteljandi og engin leið að sýna fram á að einn sé öðrum hagkvæmari. Hvað ef ásatrú er til dæmis rétt og æsirnir senda alla fylgismenn Krists til Heljar en hleypa trúleysingjunum inn í Valhöll? Hvað ef Guð gefur mönnum eilíft líf hvort sem þeir trúa á hann eða ekki? Hvað ef æðri máttarvöld refsa mönnum fyrir að láta skoðanir sínar ráðast af hagkvæmnisástæðum fremur en vísindalegum rökum?

Höfundur

heimspekingur og kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands

Útgáfudagur

7.5.2001

Spyrjandi

Elmar Torfason

Tilvísun

Atli Harðarson. „Hvernig er sönnun Pascals á því að betra sé að trúa á Guð?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1570.

Atli Harðarson. (2001, 7. maí). Hvernig er sönnun Pascals á því að betra sé að trúa á Guð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1570

Atli Harðarson. „Hvernig er sönnun Pascals á því að betra sé að trúa á Guð?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1570>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er sönnun Pascals á því að betra sé að trúa á Guð?
Í riti sínu Pensées (grein 418) segir Blaise Pascal (1623-1662):

Annað hvort er Guð til eða hann er ekki til. En hvort eigum við að halda? Skynsemin getur ekki skorið úr. Á milli þessara tveggja kosta er ginnungagap og úti í óendanleikanum er hlutkesti varpað. Hvor hliðin kemur upp? Á hvað ætlar þú að veðja?

Svo koma rök hans fyrir því að veðja á að Guð sé til. Hann segir tvo möguleika vera fyrir hendi; annað hvort er Guð til eða ekki. Ég get brugðist við á tvo vegu, ég get trúað eða verið trúlaus. Hann stillir kostunum upp einhvern veginn svona:
Kjósi ég að trúa er ávinningur minn óendanlega mikill ef Guð er til því þá uppsker ég eilífa sælu í himnaríki. Sé trú mín röng þá er tap mitt að vísu dálítið (ég hef rangt fyrir mér) en þó smámunir einir hjá því sem ég græði á að trúa ef guð er til. Trúin gefur mér því 50% líkur á óendanlegum ávinningi og 50% líkur á óverulegu tapi. Hins vegar er ekkert á trúleysinu að græða. Af þessu ályktar Pascal að þótt menn viti ekkert um hvort Guð er til eða ekki þá sé samt skynsamlegra að trúa á hann.
Þessi rök eru gölluð því að þau gera aðeins ráð fyrir tveim möguleikum, annars vegar að Guð sé til og veiti þeim sem á hann trúa eilífa sæluvist að jarðlífinu loknu og hins vegar að enginn guð sé til. En ef óvissa okkar um æðri máttarvöld er alger þá eru kostirnir ekki tveir heldur óteljandi og engin leið að sýna fram á að einn sé öðrum hagkvæmari. Hvað ef ásatrú er til dæmis rétt og æsirnir senda alla fylgismenn Krists til Heljar en hleypa trúleysingjunum inn í Valhöll? Hvað ef Guð gefur mönnum eilíft líf hvort sem þeir trúa á hann eða ekki? Hvað ef æðri máttarvöld refsa mönnum fyrir að láta skoðanir sínar ráðast af hagkvæmnisástæðum fremur en vísindalegum rökum?

...