Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvert er það tungumál í heimi sem fæstir tala?

Guðrún Kvaran

Þessari spurningu er nánast ómögulegt að svara. Mörg tungumál eru lítið eða nánast ekkert rannsökuð og oft er ekki vitað hve málhafarnir eru margir, það er að segja hve margir nota tungumálið. Þetta á til dæmis við um ýmis indíánamál í Mið- og Suður-Ameríku. Vitað er til þess að inflúensa lagði nær alla íbúa þorps í Venesúela að velli fyrir um 40 árum. Eftir lifði um tugur manna sem talaði málið trumai.

Inflúensa í þorpi í Venesúela gerði það að verkum að einungis var um tugur manna eftir sem talaði tungumálið trumai. Myndin er af úthverfi í Caracas, höfuðborg Venesúela.

Því hefur verið haldið fram að daglega líði eitt tungumál undir lok í heiminum. Þetta er ef til vill orðum aukið en víst er að fámennistungumál eiga víða erfitt uppdráttar og verða að láta í minni pokann fyrir áhrif mála sem standa sterkar.

Sjá einnig:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.4.2001

Spyrjandi

Sunna S., fædd 1987

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvert er það tungumál í heimi sem fæstir tala?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2001. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1524.

Guðrún Kvaran. (2001, 24. apríl). Hvert er það tungumál í heimi sem fæstir tala? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1524

Guðrún Kvaran. „Hvert er það tungumál í heimi sem fæstir tala?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2001. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1524>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er það tungumál í heimi sem fæstir tala?
Þessari spurningu er nánast ómögulegt að svara. Mörg tungumál eru lítið eða nánast ekkert rannsökuð og oft er ekki vitað hve málhafarnir eru margir, það er að segja hve margir nota tungumálið. Þetta á til dæmis við um ýmis indíánamál í Mið- og Suður-Ameríku. Vitað er til þess að inflúensa lagði nær alla íbúa þorps í Venesúela að velli fyrir um 40 árum. Eftir lifði um tugur manna sem talaði málið trumai.

Inflúensa í þorpi í Venesúela gerði það að verkum að einungis var um tugur manna eftir sem talaði tungumálið trumai. Myndin er af úthverfi í Caracas, höfuðborg Venesúela.

Því hefur verið haldið fram að daglega líði eitt tungumál undir lok í heiminum. Þetta er ef til vill orðum aukið en víst er að fámennistungumál eiga víða erfitt uppdráttar og verða að láta í minni pokann fyrir áhrif mála sem standa sterkar.

Sjá einnig:

Mynd:...