Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað eru til margar hundategundir í heiminum?

Auður Hreiðarsdóttir

Það er bara til ein hundategund í heiminum svo að þessi spurning er frekar ruglandi. Þegar talað er um tegund er það dýrategund, til dæmis köttur, gíraffi eða api. Íslenskur fjárhundur og dalmatíuhundur eru til dæmis ekki hundategundir heldur mismunandi afbrigði. Hundar eru mjög stór tegund og mismunandi afbrigði lifa oft við mismunandi hita og hafa mismunandi þarfir. Útlit hunda getur líka verið mjög mismunandi og geta þeir verið algjörar andstæður.

Tegund er skilgreind meðal annars út frá því að dýr af sömu tegund geta átt frjó afkvæmi saman.

Dalmatíuhundur er eitt af afbrigðum tegundarinnar hunds.

Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um það bil 35 tegundir í um 10 ættkvíslum. Menn eru ekki alveg sammála um flokkun tegunda í ættkvíslir eða hversu margar ættkvíslirnar skuli teljast.

Í heiminum eru um það bil 400 ræktunarafbrigði af hundum samkvæmt svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hver er árásargjarnastur hunda?


Á þessari síðu
er hægt að finna nöfn á 226 afbrigðum og síðan upplýsingar um hvert þeirra um sig með því að smella á heitið.

Heimildir: Yahoo.

Mynd: Wikimedia Commons.

Sjá einnig:

Svar Páls Hersteinssonar við spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?

Sömuleiðis fleiri svör um hunda sem finna má með leitarvél Vísindavefsins.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

Útgáfudagur

31.3.2001

Spyrjandi

Gestur Fannar, f. 1987
Melkorka Kristinsdóttir, f. 1990
Unnur Aníta Pálsdóttir, f. 1991

Efnisorð

Tilvísun

Auður Hreiðarsdóttir. „Hvað eru til margar hundategundir í heiminum?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1446.

Auður Hreiðarsdóttir. (2001, 31. mars). Hvað eru til margar hundategundir í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1446

Auður Hreiðarsdóttir. „Hvað eru til margar hundategundir í heiminum?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1446>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar hundategundir í heiminum?
Það er bara til ein hundategund í heiminum svo að þessi spurning er frekar ruglandi. Þegar talað er um tegund er það dýrategund, til dæmis köttur, gíraffi eða api. Íslenskur fjárhundur og dalmatíuhundur eru til dæmis ekki hundategundir heldur mismunandi afbrigði. Hundar eru mjög stór tegund og mismunandi afbrigði lifa oft við mismunandi hita og hafa mismunandi þarfir. Útlit hunda getur líka verið mjög mismunandi og geta þeir verið algjörar andstæður.

Tegund er skilgreind meðal annars út frá því að dýr af sömu tegund geta átt frjó afkvæmi saman.

Dalmatíuhundur er eitt af afbrigðum tegundarinnar hunds.

Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um það bil 35 tegundir í um 10 ættkvíslum. Menn eru ekki alveg sammála um flokkun tegunda í ættkvíslir eða hversu margar ættkvíslirnar skuli teljast.

Í heiminum eru um það bil 400 ræktunarafbrigði af hundum samkvæmt svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hver er árásargjarnastur hunda?


Á þessari síðu
er hægt að finna nöfn á 226 afbrigðum og síðan upplýsingar um hvert þeirra um sig með því að smella á heitið.

Heimildir: Yahoo.

Mynd: Wikimedia Commons.

Sjá einnig:

Svar Páls Hersteinssonar við spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?

Sömuleiðis fleiri svör um hunda sem finna má með leitarvél Vísindavefsins.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....