Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hér á Íslandi er alltaf talað um geitunga en aldrei um vespur eins og í Danmörku. Eru geitungar ekki vespur?

Rósa Björk Þórólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir



Geitungur er líka kallaður vespa. Geitungar eru félagsskordýr eins og býflugur, maurar, termítar og fleiri tegundir. Ein drottning stjórnar búi og í því eru margir geitungar.



Geitungar byggja bú úr pappír. Þeir naga timbur og búa til pappírskvoðu sem þeir nota í búið. Í einu búi geta verið mörg hundruð vinnugeitungar sem annast lirfurnar og viðhalda búinu.



Ein drottning er í hverju geitungabúi og verpir hún eggjum í sérstök hólf. Úr eggjunum þroskast lirfur sem síðan verða að púpum. Úr púpunum skríða aðeins vinnugeitungar yfir sumartímann. Á haustin verða til nýjar drottningar sem lifa af veturinn.

Þetta svar er eftir grunnskólanemendur á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Útgáfudagur

13.2.2001

Spyrjandi

Inga Þóra Kristinsdóttir

Tilvísun

Rósa Björk Þórólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. „Hér á Íslandi er alltaf talað um geitunga en aldrei um vespur eins og í Danmörku. Eru geitungar ekki vespur? “ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2001. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1334.

Rósa Björk Þórólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. (2001, 13. febrúar). Hér á Íslandi er alltaf talað um geitunga en aldrei um vespur eins og í Danmörku. Eru geitungar ekki vespur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1334

Rósa Björk Þórólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. „Hér á Íslandi er alltaf talað um geitunga en aldrei um vespur eins og í Danmörku. Eru geitungar ekki vespur? “ Vísindavefurinn. 13. feb. 2001. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1334>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hér á Íslandi er alltaf talað um geitunga en aldrei um vespur eins og í Danmörku. Eru geitungar ekki vespur?


Geitungur er líka kallaður vespa. Geitungar eru félagsskordýr eins og býflugur, maurar, termítar og fleiri tegundir. Ein drottning stjórnar búi og í því eru margir geitungar.



Geitungar byggja bú úr pappír. Þeir naga timbur og búa til pappírskvoðu sem þeir nota í búið. Í einu búi geta verið mörg hundruð vinnugeitungar sem annast lirfurnar og viðhalda búinu.



Ein drottning er í hverju geitungabúi og verpir hún eggjum í sérstök hólf. Úr eggjunum þroskast lirfur sem síðan verða að púpum. Úr púpunum skríða aðeins vinnugeitungar yfir sumartímann. Á haustin verða til nýjar drottningar sem lifa af veturinn.

Þetta svar er eftir grunnskólanemendur á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....