Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eru stóru brandajól?

EMB

Talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Nákvæm skilgreining á stóru og litlu brandajólum hefur lengi verið á reiki og var það þegar á 18. öld. Elsta heimild sem til er um brandajól er rituð af Árna Magnússyni um 1700:

Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi þá jóladag ber á mánadag, áttadag á mánadag og þrettánda á laugardag. Segja þeir þá, eftir jólaskrá, hætt við húsbruna, aðrir halda það so kallað af miklum ljósabrennslum. Aðrir segja brandajól heita ei nema þegar jóladagurinn var fyrra árið á laugardegi og stökkur vegna hlaupárs á mánadag. Sed alterum communius (AM 732 a XII 4to).
Samkvæmt öðrum heimildum var einnig stundum talað um brandajól þegar sunnudagur lenti á eftir jólahelginni, það er á þriðja í jólum. Jón frá Grunnavík (AM 433 fol.) kallar það brandajól hin minni en kallar það brandajól hin meiri þegar jóladagur lendir á mánudegi.

Aðrar heimildir eru til þar sem annar skilningur er lagður í brandajól og einnig breyttist þetta eftir að laugardagurinn var gerður að almennum frídegi á 20. öld. Þó hljóta jólin í ár (árið 2000) að teljast til brandajóla þar sem fjórir frídagar fást í röð. Rétt er að benda á að þau uppfylla bæði skilyrðin sem Árni Magnússon nefnir; jóladag ber upp á mánudag og þetta ár er hlaupár. Einnig uppfylla þau skilyrði Jóns frá Grunnavík um brandajól hin meiri sem einnig mætti kalla stóru brandajól.

Sjá meira um brandajól hér á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands.

Heimildir:

Almanak Háskóla Íslands

Árni Björnsson (1993), Saga daganna, Reykjavík: Mál og menning.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

23.12.2000

Spyrjandi

Ari Bragason

Tilvísun

EMB. „Hvað eru stóru brandajól?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1248.

EMB. (2000, 23. desember). Hvað eru stóru brandajól? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1248

EMB. „Hvað eru stóru brandajól?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1248>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru stóru brandajól?
Talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Nákvæm skilgreining á stóru og litlu brandajólum hefur lengi verið á reiki og var það þegar á 18. öld. Elsta heimild sem til er um brandajól er rituð af Árna Magnússyni um 1700:

Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi þá jóladag ber á mánadag, áttadag á mánadag og þrettánda á laugardag. Segja þeir þá, eftir jólaskrá, hætt við húsbruna, aðrir halda það so kallað af miklum ljósabrennslum. Aðrir segja brandajól heita ei nema þegar jóladagurinn var fyrra árið á laugardegi og stökkur vegna hlaupárs á mánadag. Sed alterum communius (AM 732 a XII 4to).
Samkvæmt öðrum heimildum var einnig stundum talað um brandajól þegar sunnudagur lenti á eftir jólahelginni, það er á þriðja í jólum. Jón frá Grunnavík (AM 433 fol.) kallar það brandajól hin minni en kallar það brandajól hin meiri þegar jóladagur lendir á mánudegi.

Aðrar heimildir eru til þar sem annar skilningur er lagður í brandajól og einnig breyttist þetta eftir að laugardagurinn var gerður að almennum frídegi á 20. öld. Þó hljóta jólin í ár (árið 2000) að teljast til brandajóla þar sem fjórir frídagar fást í röð. Rétt er að benda á að þau uppfylla bæði skilyrðin sem Árni Magnússon nefnir; jóladag ber upp á mánudag og þetta ár er hlaupár. Einnig uppfylla þau skilyrði Jóns frá Grunnavík um brandajól hin meiri sem einnig mætti kalla stóru brandajól.

Sjá meira um brandajól hér á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands.

Heimildir:

Almanak Háskóla Íslands

Árni Björnsson (1993), Saga daganna, Reykjavík: Mál og menning.

...