Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er eitlasótt? Hvernig fær maður hana?

Bjarni A. Agnarsson

Eitlasótt, sem einnig hefur verið nefnd á íslensku einkirningasótt, heitir á latínu mononucleosis infectiosa. Sjúkdómnum veldur svokölluð Epstein-Barr-veira. Á Vesturlöndum kemur sjúkdómurinn helst fyrir hjá ungmennum og eru megineinkenni hiti, hálsbólga og eitlastækkanir, en stækkaðir eitlar finnast sem hnútar, gjarnan á hálsi, í holhöndum og/eða nárum. Einnig geta komið fram húðútbrot.

Smit getur orðið án þess að viðkomandi fái nein einkenni um sjúkdóminn og er það algengast hjá börnum. Ef grunur vaknar um eitlasótt er unnt að staðfesta greininguna með blóðrannsókn. Á blóðstroki sjást afbrigðilegar eitilfrumur (einkirningar) sem sjúkdómurinn dregur nafn sitt af. Einnig er hægt að mæla mótefni sem tengjast sjúkdómnum í blóði. Veiran smitast með munnvatni og sýkist fólk því gjarnan með kossum. Þess vegna er sjúkdómurinn stundum kallaður kissing disease á ensku. Veiran kemst í eitilvef í kokinu og sýkir eitilfrumurnar sem þar eru, en þær bera síðan smitið um líkamann.

Yfirleitt gengur eitlasótt yfir af sjálfu sér á nokkrum vikum, en þó kemur fyrir að sjúkdómurinn verður langvinnur og getur þá valdið breytingum, meðal annars í lifur og miðtaugakerfi. Talið er að allt að 20% þeirra sem smitast geti orðið smitberar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

dósent í meinafræði við læknadeild HÍ

Útgáfudagur

30.11.2000

Spyrjandi

Arnar Már Ármannsson, f. 1988

Tilvísun

Bjarni A. Agnarsson. „Hvað er eitlasótt? Hvernig fær maður hana? “ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2000. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1202.

Bjarni A. Agnarsson. (2000, 30. nóvember). Hvað er eitlasótt? Hvernig fær maður hana? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1202

Bjarni A. Agnarsson. „Hvað er eitlasótt? Hvernig fær maður hana? “ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2000. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1202>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er eitlasótt? Hvernig fær maður hana?
Eitlasótt, sem einnig hefur verið nefnd á íslensku einkirningasótt, heitir á latínu mononucleosis infectiosa. Sjúkdómnum veldur svokölluð Epstein-Barr-veira. Á Vesturlöndum kemur sjúkdómurinn helst fyrir hjá ungmennum og eru megineinkenni hiti, hálsbólga og eitlastækkanir, en stækkaðir eitlar finnast sem hnútar, gjarnan á hálsi, í holhöndum og/eða nárum. Einnig geta komið fram húðútbrot.

Smit getur orðið án þess að viðkomandi fái nein einkenni um sjúkdóminn og er það algengast hjá börnum. Ef grunur vaknar um eitlasótt er unnt að staðfesta greininguna með blóðrannsókn. Á blóðstroki sjást afbrigðilegar eitilfrumur (einkirningar) sem sjúkdómurinn dregur nafn sitt af. Einnig er hægt að mæla mótefni sem tengjast sjúkdómnum í blóði. Veiran smitast með munnvatni og sýkist fólk því gjarnan með kossum. Þess vegna er sjúkdómurinn stundum kallaður kissing disease á ensku. Veiran kemst í eitilvef í kokinu og sýkir eitilfrumurnar sem þar eru, en þær bera síðan smitið um líkamann.

Yfirleitt gengur eitlasótt yfir af sjálfu sér á nokkrum vikum, en þó kemur fyrir að sjúkdómurinn verður langvinnur og getur þá valdið breytingum, meðal annars í lifur og miðtaugakerfi. Talið er að allt að 20% þeirra sem smitast geti orðið smitberar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...