Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?

Þórdís Kristinsdóttir

Dægurvilla er líkamleg og andleg vanlíðan vegna ferðalags milli tímabelta (í vestur- eða austurátt) sem raskar dægursveiflu líkamans.

Dægursveifla líkamans er líkamsstarfsemi sem endurtekur sig á 24 klukkustunda fresti, svokölluð líkamsklukka. Næstum allir lífeðlisfræðilegir ferlar líkamans hafa takt eða mynstur sem breytist yfir sólarhringinn. Svefn og vaka eru greinilegustu merki dægursveiflu en líkamsklukkan stjórnar einnig hungri, meltingu, einbeitingu, þvagframleiðslu, líkamshita og hormónaseytingu. Undirstúka (e. hypothalamus) í heila stjórnar dægursveiflum.

Langt ferðalag yfir mörg tímabelti getur orsakað dægurvillu.

Náttúruleg merki fyrir dægursveiflur eru ljós og myrkur. Ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónu virkjast af ljósi og senda boð með taugungum til undirstúku sem sendir aftur boð til heilakönguls (e. pineal gland). Heilaköngull er lítið líffæri aftan á undirstúku er stjórnar framleiðslu hormónsins melatóníns. Mikil birta hamlar framleiðslu melatóníns svo líkaminn er vel vakandi en í lítilli birtu er framleiðsla aukin svo líkaminn undirbýr sig fyrir svefn. Þeir sem búa nálægt heimskautunum geta aðlagað sig að muni dags og nætur þó birtan geti gefið tilefni til annars, líkt og hér á Íslandi.

Truflun á dægursveiflu hefur víðtæk áhrif og eftir langt ferðlag þarf líkaminn nokkra daga til aðlögunar. Einkenni dægurvillu eru meðal annars skipulags- og einbeitingarleysi, þreyta og erfiðleikar með svefn, meltingartruflanir og skapstyggð. Hvaða einkenni koma fram fer eftir einstaklingum og lengd ferðalags.

Þeir sem eru vanir löngum ferðalögum nota ýmsar aðferðir til að minnka röskun á dægursveiflum og stytta þannig aðlögunartímann. Forðast skal áfengi og koffínríka drykki í fluginu en gæta þess að drekka mikið vatn og reyna að hreyfa sig sem mest. Þegar á áfangastað er komið er æskilegt að haga matar- og svefnvenjum sínum þannig að þær samræmist sem best venjum þess staðartíma. Auk þess getur verið gott að eyða miklum tíma utandyra til að venjast birtunni. Þeim sem ferðast vegna vinnu eða viðskipta er ráðlagt að skipuleggja ekki fundi fyrr en sólarhring eftir langt ferðalag.

Heimild og mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.7.2011

Spyrjandi

Helgi Guðmundsson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2011. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=10612.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 6. júlí). Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10612

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2011. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10612>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?
Dægurvilla er líkamleg og andleg vanlíðan vegna ferðalags milli tímabelta (í vestur- eða austurátt) sem raskar dægursveiflu líkamans.

Dægursveifla líkamans er líkamsstarfsemi sem endurtekur sig á 24 klukkustunda fresti, svokölluð líkamsklukka. Næstum allir lífeðlisfræðilegir ferlar líkamans hafa takt eða mynstur sem breytist yfir sólarhringinn. Svefn og vaka eru greinilegustu merki dægursveiflu en líkamsklukkan stjórnar einnig hungri, meltingu, einbeitingu, þvagframleiðslu, líkamshita og hormónaseytingu. Undirstúka (e. hypothalamus) í heila stjórnar dægursveiflum.

Langt ferðalag yfir mörg tímabelti getur orsakað dægurvillu.

Náttúruleg merki fyrir dægursveiflur eru ljós og myrkur. Ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónu virkjast af ljósi og senda boð með taugungum til undirstúku sem sendir aftur boð til heilakönguls (e. pineal gland). Heilaköngull er lítið líffæri aftan á undirstúku er stjórnar framleiðslu hormónsins melatóníns. Mikil birta hamlar framleiðslu melatóníns svo líkaminn er vel vakandi en í lítilli birtu er framleiðsla aukin svo líkaminn undirbýr sig fyrir svefn. Þeir sem búa nálægt heimskautunum geta aðlagað sig að muni dags og nætur þó birtan geti gefið tilefni til annars, líkt og hér á Íslandi.

Truflun á dægursveiflu hefur víðtæk áhrif og eftir langt ferðlag þarf líkaminn nokkra daga til aðlögunar. Einkenni dægurvillu eru meðal annars skipulags- og einbeitingarleysi, þreyta og erfiðleikar með svefn, meltingartruflanir og skapstyggð. Hvaða einkenni koma fram fer eftir einstaklingum og lengd ferðalags.

Þeir sem eru vanir löngum ferðalögum nota ýmsar aðferðir til að minnka röskun á dægursveiflum og stytta þannig aðlögunartímann. Forðast skal áfengi og koffínríka drykki í fluginu en gæta þess að drekka mikið vatn og reyna að hreyfa sig sem mest. Þegar á áfangastað er komið er æskilegt að haga matar- og svefnvenjum sínum þannig að þær samræmist sem best venjum þess staðartíma. Auk þess getur verið gott að eyða miklum tíma utandyra til að venjast birtunni. Þeim sem ferðast vegna vinnu eða viðskipta er ráðlagt að skipuleggja ekki fundi fyrr en sólarhring eftir langt ferðalag.

Heimild og mynd:...