Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert?

Guðrún Kvaran

Lítið hefur verið skrifað um myndun þjóðaheita og reglur sem um hana gilda. Þó er hægt að benda á tvennt:

Í blaðið Tungutak, sem var um skeið húsblað Ríkisútvarpsins og vettvangur umræðna um málfar, skrifaði Árni Böðvarsson, þáverandi málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, í desember 1987:
Til þessa hefur ekki þótt boðlegt að nota lýsingarorð eins og "afríkanskur, ameríkanskur, kóreanskur, marokkanskur, perúanskur" eða íbúaheiti eins og "Afríkani, Ameríkani, Kóreani, Marokkani, Perúani" í vönduðu íslensku máli. "Kúbani" og "kúbanskur" eru af sama tagi. Því verður að leita annarra leiða ef við viljum sýna þjóðinni á Kúbu þá virðingu að tala um hana á vandaðri íslensku. Við höfum næg fordæmi um myndun lýsingarorðs og íbúaheitis af erlendum landaheitum. Með einkvæðum stofnum eru endingarnar -verjar (eintölu -verji) um þjóðina og -verskur algengar í góðri íslensku, enda eru orð eins og Kúbverji, kúbverskur bæði virðuleg og eðlileg.

Sú skoðun, sem þarna kemur fram um myndun þjóðarheitis af Kúbu, birtist einnig í riti sem gefið var út á vegum Nordisk språksekretariat 1994. Titill ritsins er Statsnavne og nationalitetsord og eru þar birt helstu þjóðaheiti á dönsku, norsku, sænsku, finnsku og íslensku. Tvö orð eru þar gefin upp sem íslensk heiti þeirra sem á Kúbu búa, Kúbverji og Kúbumaður (1994:13). Í sama riti eru nefnd önnur þjóðaheiti sem enda á -verji: Kípverji (Kýpverji), Indverji, Kínverji, Maltverji, Pólverji, Spánverji, Tongverji, Ungverji, Þjóðverji.

Í söfnum Orðabókar Háskólans er elst dæmi um Kúpverja (skrifað með -p-) frá 1897 og frá svipuðum tíma eru dæmi um Kúbumaður en dæmin um Kúbana eru frá því seint á þessari öld.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.8.2000

Spyrjandi

Kolbrún Vilhjálmsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2000. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=787.

Guðrún Kvaran. (2000, 15. ágúst). Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=787

Guðrún Kvaran. „Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2000. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=787>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert?
Lítið hefur verið skrifað um myndun þjóðaheita og reglur sem um hana gilda. Þó er hægt að benda á tvennt:

Í blaðið Tungutak, sem var um skeið húsblað Ríkisútvarpsins og vettvangur umræðna um málfar, skrifaði Árni Böðvarsson, þáverandi málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, í desember 1987:
Til þessa hefur ekki þótt boðlegt að nota lýsingarorð eins og "afríkanskur, ameríkanskur, kóreanskur, marokkanskur, perúanskur" eða íbúaheiti eins og "Afríkani, Ameríkani, Kóreani, Marokkani, Perúani" í vönduðu íslensku máli. "Kúbani" og "kúbanskur" eru af sama tagi. Því verður að leita annarra leiða ef við viljum sýna þjóðinni á Kúbu þá virðingu að tala um hana á vandaðri íslensku. Við höfum næg fordæmi um myndun lýsingarorðs og íbúaheitis af erlendum landaheitum. Með einkvæðum stofnum eru endingarnar -verjar (eintölu -verji) um þjóðina og -verskur algengar í góðri íslensku, enda eru orð eins og Kúbverji, kúbverskur bæði virðuleg og eðlileg.

Sú skoðun, sem þarna kemur fram um myndun þjóðarheitis af Kúbu, birtist einnig í riti sem gefið var út á vegum Nordisk språksekretariat 1994. Titill ritsins er Statsnavne og nationalitetsord og eru þar birt helstu þjóðaheiti á dönsku, norsku, sænsku, finnsku og íslensku. Tvö orð eru þar gefin upp sem íslensk heiti þeirra sem á Kúbu búa, Kúbverji og Kúbumaður (1994:13). Í sama riti eru nefnd önnur þjóðaheiti sem enda á -verji: Kípverji (Kýpverji), Indverji, Kínverji, Maltverji, Pólverji, Spánverji, Tongverji, Ungverji, Þjóðverji.

Í söfnum Orðabókar Háskólans er elst dæmi um Kúpverja (skrifað með -p-) frá 1897 og frá svipuðum tíma eru dæmi um Kúbumaður en dæmin um Kúbana eru frá því seint á þessari öld.

...