Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?

Ágúst Kvaran

Vetnisatómið, sem er minnst frumeinda, með sætistöluna einn, samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarna og einni neikvætt hlaðinni rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Milli þessara einda ríkir aðdráttarkraftur vegna andstæðra hleðsla og fráhrindandi miðflóttakraftur. Þegar tekið er tillit til þessa sem og þeirrar grundvallarstaðreyndar skammtafræðinnar að massaagnir hafa bylgjueiginleika fæst að afstaða eindanna sem og orka vegna víxlverkunar þeirra er afmörkuð eða takmörkum háð. Þannig fæst að rafeindin getur einungis ferðast á ákveðnum brautum eða hvelum umhverfis kjarnann (sjá mynd til hægri) sem hafa afmörkuð vel skilgreind orkugildi. Orkugildin (E) sem þannig fást nefnast orkuþrep (sjá mynd til vinstri). Viðkomandi hvel og orkuþrep eru auðkennd með heiltölum (n) sem nefnast skammtatölur. Algengast er að rafeindin sé í orkulægsta þrepinu (n = 1; sjá mynd til vinstri).

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Myndir:
  • Rafeind á braut um kjarna: Ritstjórn
  • Orkuþrep - Sótt 05.08.2010

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

25.8.2010

Spyrjandi

Orri Arnarson

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=8851.

Ágúst Kvaran. (2010, 25. ágúst). Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=8851

Ágúst Kvaran. „Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=8851>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?
Vetnisatómið, sem er minnst frumeinda, með sætistöluna einn, samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarna og einni neikvætt hlaðinni rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Milli þessara einda ríkir aðdráttarkraftur vegna andstæðra hleðsla og fráhrindandi miðflóttakraftur. Þegar tekið er tillit til þessa sem og þeirrar grundvallarstaðreyndar skammtafræðinnar að massaagnir hafa bylgjueiginleika fæst að afstaða eindanna sem og orka vegna víxlverkunar þeirra er afmörkuð eða takmörkum háð. Þannig fæst að rafeindin getur einungis ferðast á ákveðnum brautum eða hvelum umhverfis kjarnann (sjá mynd til hægri) sem hafa afmörkuð vel skilgreind orkugildi. Orkugildin (E) sem þannig fást nefnast orkuþrep (sjá mynd til vinstri). Viðkomandi hvel og orkuþrep eru auðkennd með heiltölum (n) sem nefnast skammtatölur. Algengast er að rafeindin sé í orkulægsta þrepinu (n = 1; sjá mynd til vinstri).

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Myndir:
  • Rafeind á braut um kjarna: Ritstjórn
  • Orkuþrep - Sótt 05.08.2010
...