Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er eitthvað til í því að gos og bjór í glerflöskum bragðist betur en sömu drykkir í áldósum?

Guðmundur Mar Magnússon

Líklega hefur þetta meira að gera með hvernig fólk upplifir að drekka úr dós samanborið við flösku. Varmaleiðni umbúðanna gæti skipt máli í þessu samhengi en gler er verri varmaleiðari en ál og innihaldið helst því lengur kalt í hendi sé það í flöskum.

Það má hins vegar færa sterk rök fyrir því að glerflöskur séu ekki góðar umbúðir utan um þessa drykki. Bjór þolir til dæmis illa birtu og ef sólarljós skín á hann skemmist hann því ákveðin efni brotna niður við útfjólubláa geislun og valda einkennandi óbragði sem minnir á lykt af skúnki. Á ensku kallast þannig bjór „lightstruck“ eða „skunky“. Bruggmeistarar vilja þess vegna helst selja bjór í dökkbrúnum flöskum eða dósum, þó svo að markaðsfólk sé ekki endilega sammála.



Glerflöskur eru ekki eins góðar umbúðir og dósir fyrir geymslu á bjór og gosi. Við útfjólubláa geislun sólarljóss brotna ákveðin efni niður í bjór og valda óbragði. Dökkar flöskur eru þess vegna betri kostur en ljósar.

Sama gildir um gosdrykki, sérstaklega ávaxtadrykki. Ef til dæmis appelsín stendur í sól upplitast það og einskonar járnbragð kemur af því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er eitthvað til í því að gos og bjór sem geymt hefur verið í glerflöskum bragðist betur en gos og bjór í áldósum?

Höfundur

bruggmeistari Ölgerðar Egils Skallagrímssonar

Útgáfudagur

7.10.2010

Spyrjandi

Kári Erlingsson

Tilvísun

Guðmundur Mar Magnússon. „Er eitthvað til í því að gos og bjór í glerflöskum bragðist betur en sömu drykkir í áldósum? “ Vísindavefurinn, 7. október 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=8413.

Guðmundur Mar Magnússon. (2010, 7. október). Er eitthvað til í því að gos og bjór í glerflöskum bragðist betur en sömu drykkir í áldósum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=8413

Guðmundur Mar Magnússon. „Er eitthvað til í því að gos og bjór í glerflöskum bragðist betur en sömu drykkir í áldósum? “ Vísindavefurinn. 7. okt. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=8413>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað til í því að gos og bjór í glerflöskum bragðist betur en sömu drykkir í áldósum?
Líklega hefur þetta meira að gera með hvernig fólk upplifir að drekka úr dós samanborið við flösku. Varmaleiðni umbúðanna gæti skipt máli í þessu samhengi en gler er verri varmaleiðari en ál og innihaldið helst því lengur kalt í hendi sé það í flöskum.

Það má hins vegar færa sterk rök fyrir því að glerflöskur séu ekki góðar umbúðir utan um þessa drykki. Bjór þolir til dæmis illa birtu og ef sólarljós skín á hann skemmist hann því ákveðin efni brotna niður við útfjólubláa geislun og valda einkennandi óbragði sem minnir á lykt af skúnki. Á ensku kallast þannig bjór „lightstruck“ eða „skunky“. Bruggmeistarar vilja þess vegna helst selja bjór í dökkbrúnum flöskum eða dósum, þó svo að markaðsfólk sé ekki endilega sammála.



Glerflöskur eru ekki eins góðar umbúðir og dósir fyrir geymslu á bjór og gosi. Við útfjólubláa geislun sólarljóss brotna ákveðin efni niður í bjór og valda óbragði. Dökkar flöskur eru þess vegna betri kostur en ljósar.

Sama gildir um gosdrykki, sérstaklega ávaxtadrykki. Ef til dæmis appelsín stendur í sól upplitast það og einskonar járnbragð kemur af því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er eitthvað til í því að gos og bjór sem geymt hefur verið í glerflöskum bragðist betur en gos og bjór í áldósum?
...