Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju erum við með tær?

EDS

Tærnar gegna mikilvægu hlutverki þegar við göngum eða hlaupum og einnig við að halda jafnvægi. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Til hvers þurfum við tær? segir til dæmis:
Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar virka sem stökkbretti. Allar tærnar taka þátt í gang- og hlaupahreyfingum. Líkja má stórutá við fjórða borðfótinn. Ef við missum hana þarf líkaminn að læra upp á nýtt að halda jafnvægi.

Neglurnar á tánum hafa það hlutverk að vernda fremsta hluta tánna, rétt eins og fingurneglur vernda fremsta hluta fingranna. Táneglurnar vaxa þó mun hægar en neglurnar á fingrunum, það tekur neglurnar á fingrunum um 6 mánuði að endurnýjast algjörlega, það er að segja að vaxa frá rót og fram á fingurgóm. Táneglurnar eru hins vegar um 1 til 1½ ár að endurnýjast. Hægt er að lesa um neglur í nokkrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunum Hvað eru neglur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur og Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig? eftir EDS.



Á húð tánna, eins og annars staðar á líkamanum, eru ýmsar örverur, bæði bakteríur og sveppir sem eru nauðsynlegar. Við ákveðnar aðstæður getur þeim hins vegar fjölgað mikið og þá myndast sýking. Þessar sýkingar geta ýmist verið af völdum einnar sveppategundar eða tengdar öðrum húðsjúkdómum. Í svari við spurningunni Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót? segir meðal annars um fótsveppi:
Fótsveppir eru mjög algengur sjúkdómur en talið er að á hverjum tíma séu um 10% einstaklinga með fótsveppi. Oftast fer fyrst að bera á honum á unglingsárum og er hann algengur hjá fullorðnum en sjaldgæfari hjá börnum. Sveppirnir þrífast best í röku og heitu umhverfi og því eru kjöraðstæður til vaxtar hjá einstaklingum sem ganga langtímum í lokuðum skóm og þeim sem þrífa og þurrka fæturna illa þannig að húðin helst rök. Smásár á húð og nöglum hjálpa sveppunum einnig að dafna.

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er maður með tásur? Hvers vegna fáum við sveppi á þær? Og af hverju eru táneglur á þeim?


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Indíana Huld Ycot, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Af hverju erum við með tær?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59787.

EDS. (2011, 23. maí). Af hverju erum við með tær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59787

EDS. „Af hverju erum við með tær?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59787>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju erum við með tær?
Tærnar gegna mikilvægu hlutverki þegar við göngum eða hlaupum og einnig við að halda jafnvægi. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Til hvers þurfum við tær? segir til dæmis:

Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar virka sem stökkbretti. Allar tærnar taka þátt í gang- og hlaupahreyfingum. Líkja má stórutá við fjórða borðfótinn. Ef við missum hana þarf líkaminn að læra upp á nýtt að halda jafnvægi.

Neglurnar á tánum hafa það hlutverk að vernda fremsta hluta tánna, rétt eins og fingurneglur vernda fremsta hluta fingranna. Táneglurnar vaxa þó mun hægar en neglurnar á fingrunum, það tekur neglurnar á fingrunum um 6 mánuði að endurnýjast algjörlega, það er að segja að vaxa frá rót og fram á fingurgóm. Táneglurnar eru hins vegar um 1 til 1½ ár að endurnýjast. Hægt er að lesa um neglur í nokkrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunum Hvað eru neglur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur og Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig? eftir EDS.



Á húð tánna, eins og annars staðar á líkamanum, eru ýmsar örverur, bæði bakteríur og sveppir sem eru nauðsynlegar. Við ákveðnar aðstæður getur þeim hins vegar fjölgað mikið og þá myndast sýking. Þessar sýkingar geta ýmist verið af völdum einnar sveppategundar eða tengdar öðrum húðsjúkdómum. Í svari við spurningunni Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót? segir meðal annars um fótsveppi:
Fótsveppir eru mjög algengur sjúkdómur en talið er að á hverjum tíma séu um 10% einstaklinga með fótsveppi. Oftast fer fyrst að bera á honum á unglingsárum og er hann algengur hjá fullorðnum en sjaldgæfari hjá börnum. Sveppirnir þrífast best í röku og heitu umhverfi og því eru kjöraðstæður til vaxtar hjá einstaklingum sem ganga langtímum í lokuðum skóm og þeim sem þrífa og þurrka fæturna illa þannig að húðin helst rök. Smásár á húð og nöglum hjálpa sveppunum einnig að dafna.

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er maður með tásur? Hvers vegna fáum við sveppi á þær? Og af hverju eru táneglur á þeim?


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....