Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju eru svín bleik?

JMH

Svín eru hvít að lit en vegna æðanets undir skinninu kemur fram bleikur litur á húð. Þetta líkist mjög húðlit Norður-Evrópubúa. Líkt og með húð okkar sem telst vera hvít eða öllu heldur hvítbleik þá eru hvít svín afar viðkvæm fyrir sólargeislum og baða sig því í drullu húðinni til verndar. Slíkt drullubað heldur líka skordýrum sem bíta og stinga frá.

Drullan verndar húð svína.

Vegna þess hversu svínshúð er lík húð manna þá hafa vísindamenn notað grísi í rannsóknum á áhrifum snyrtivara á húð. Niðurstöður rannsóknanna eru svo yfirfærðar á menn. Þess má geta að til eru alisvín sem dökk á hörund.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

25.5.2011

Spyrjandi

Davíð Smári Árnason, f. 1997

Tilvísun

JMH. „Af hverju eru svín bleik?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59766.

JMH. (2011, 25. maí). Af hverju eru svín bleik? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59766

JMH. „Af hverju eru svín bleik?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59766>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru svín bleik?
Svín eru hvít að lit en vegna æðanets undir skinninu kemur fram bleikur litur á húð. Þetta líkist mjög húðlit Norður-Evrópubúa. Líkt og með húð okkar sem telst vera hvít eða öllu heldur hvítbleik þá eru hvít svín afar viðkvæm fyrir sólargeislum og baða sig því í drullu húðinni til verndar. Slíkt drullubað heldur líka skordýrum sem bíta og stinga frá.

Drullan verndar húð svína.

Vegna þess hversu svínshúð er lík húð manna þá hafa vísindamenn notað grísi í rannsóknum á áhrifum snyrtivara á húð. Niðurstöður rannsóknanna eru svo yfirfærðar á menn. Þess má geta að til eru alisvín sem dökk á hörund.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....