Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju fær maður hár á typpið?

ÍDÞ

Ýmsar líkamlegar breytingar koma fram á kynþroskaskeiðinu. Þessar breytingar verða aðallega á kynfærum sem leiða til þess að æxlun verður möguleg. Þessu fylgir einnig vaxtarkippur.

Eitt einkenni kynþroskaskeiðsins er kynfærahár.

Eitt af helstu einkennum kynþroskaskeiðsins er aukinn hárvöxtur en í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? kemur eftirfarandi fram:
Aukinn hárvöxtur er meðal fyrstu og jafnframt mest áberandi einkenna kynþroskaskeiðsins. Hárvöxtur stafar af áhrifum karlkynhormónsins testósteróns. Þótt stelpur myndi lítið af því miðað við stráka dugar það til þess að gera þær svolítið loðnari en áður.

Fyrstu merki um aukinn hárvöxt er að hár á hand- og fótleggjum verður meira áberandi, þá sérstaklega hjá strákum. Síðan fer að vaxa hár við kynfæri og í handarkrikum og á það jafnt við um bæði kyn.

Kynfærahár er ólíkt öðru hári. Í stað þess að vera sívalningslaga er hvert hár sporöskjulaga. Það er stutt, gróft og liðað. Vaxtartími hvers kynfærahárs er stuttur eða um hálft ár. Þá deyr hársekkurinn og hárið dettur af.

Hárvöxtur getur verið mjög einstaklingsbundinn.

Frekara lesefni, mynd og heimildir á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

11.4.2011

Spyrjandi

Ernst Guðni Hólmgeirsson, f. 1995

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju fær maður hár á typpið?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2011. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59337.

ÍDÞ. (2011, 11. apríl). Af hverju fær maður hár á typpið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59337

ÍDÞ. „Af hverju fær maður hár á typpið?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2011. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59337>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður hár á typpið?
Ýmsar líkamlegar breytingar koma fram á kynþroskaskeiðinu. Þessar breytingar verða aðallega á kynfærum sem leiða til þess að æxlun verður möguleg. Þessu fylgir einnig vaxtarkippur.

Eitt einkenni kynþroskaskeiðsins er kynfærahár.

Eitt af helstu einkennum kynþroskaskeiðsins er aukinn hárvöxtur en í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? kemur eftirfarandi fram:
Aukinn hárvöxtur er meðal fyrstu og jafnframt mest áberandi einkenna kynþroskaskeiðsins. Hárvöxtur stafar af áhrifum karlkynhormónsins testósteróns. Þótt stelpur myndi lítið af því miðað við stráka dugar það til þess að gera þær svolítið loðnari en áður.

Fyrstu merki um aukinn hárvöxt er að hár á hand- og fótleggjum verður meira áberandi, þá sérstaklega hjá strákum. Síðan fer að vaxa hár við kynfæri og í handarkrikum og á það jafnt við um bæði kyn.

Kynfærahár er ólíkt öðru hári. Í stað þess að vera sívalningslaga er hvert hár sporöskjulaga. Það er stutt, gróft og liðað. Vaxtartími hvers kynfærahárs er stuttur eða um hálft ár. Þá deyr hársekkurinn og hárið dettur af.

Hárvöxtur getur verið mjög einstaklingsbundinn.

Frekara lesefni, mynd og heimildir á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...