Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvort er hættulegra vatn eða gos?

EDS

Undir venjulegum kringumstæðum og við hóflega neyslu er hvorki vatn né gos beinlínis hættulegt. Hins vegar er það óumdeilt að það er miklu hollara fyrir okkur að drekka hreint vatn en gos.

Vatn er okkur lífsnauðsynlegt, án þess getur maðurinn ekki lifað nema í örfáa daga. Vatnsþörfin er vissulega breytileg á milli fólks en oft er miðað við að við þurfum 2-3 lítra af vatni á dag og er þá bæði átt við vatn í mat og drykk.

Hins vegar getur of mikið vatn reynst skaðlegt en þá er verið að tala um magn sem er langt ofan þess sem fólk innbyrðir venjulega. Ef drukkið er mjög mikið magn af hreinu vatni (það getur þurft 10-20 lítra eða meira á dag) fer svo að lokum að styrkur natríns (í matarsalti) í blóðinu lækkar. Lækkað natrín í blóði veldur einkennum eins og máttleysi, rugli og krampa og ef lækkunin verður nógu mikil leiðir það til dauða. Um þetta er fjallað í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni: Getur maður drukkið svo mikið vatn að það verði óhollt eða skaðlegt líkamanum?



Vatn eða kók?

Gos er að langmestu leyti vatn sem búið er að bæta í kolsýru, sykri eða sætuefnum, bragð-, litar- og stundum rotvarnarefnum. Gosdrykkir geta hjálpað til við að uppfylla vatnsþörfina, hins vegar innihalda þeir orku, ef um sykraða drykki er að ræða, án þess að gefa nein næringarefni, orku sem fer oftar en ekki umfram orkuþörf líkamans en það getur leitt til aukakílóa.

Annað sem vatnið hefur ótvírætt fram yfir gosið er að það skemmir ekki tennur. Allir gosdrykkir valda glerungseyðingu sem er vaxandi vandamál og sykraðir drykkir valda auk þess tannátu eins og lesa má í svari Þorbjargar Jensdóttur og Peter Holbrook við spurningunni Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?

Hreint vatn er því mun hollara en gos, bæði þegar kemur að tönnum og holdafari.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Ragnar Þorri Vignisson, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Hvort er hættulegra vatn eða gos?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59184.

EDS. (2011, 1. apríl). Hvort er hættulegra vatn eða gos? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59184

EDS. „Hvort er hættulegra vatn eða gos?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59184>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er hættulegra vatn eða gos?
Undir venjulegum kringumstæðum og við hóflega neyslu er hvorki vatn né gos beinlínis hættulegt. Hins vegar er það óumdeilt að það er miklu hollara fyrir okkur að drekka hreint vatn en gos.

Vatn er okkur lífsnauðsynlegt, án þess getur maðurinn ekki lifað nema í örfáa daga. Vatnsþörfin er vissulega breytileg á milli fólks en oft er miðað við að við þurfum 2-3 lítra af vatni á dag og er þá bæði átt við vatn í mat og drykk.

Hins vegar getur of mikið vatn reynst skaðlegt en þá er verið að tala um magn sem er langt ofan þess sem fólk innbyrðir venjulega. Ef drukkið er mjög mikið magn af hreinu vatni (það getur þurft 10-20 lítra eða meira á dag) fer svo að lokum að styrkur natríns (í matarsalti) í blóðinu lækkar. Lækkað natrín í blóði veldur einkennum eins og máttleysi, rugli og krampa og ef lækkunin verður nógu mikil leiðir það til dauða. Um þetta er fjallað í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni: Getur maður drukkið svo mikið vatn að það verði óhollt eða skaðlegt líkamanum?



Vatn eða kók?

Gos er að langmestu leyti vatn sem búið er að bæta í kolsýru, sykri eða sætuefnum, bragð-, litar- og stundum rotvarnarefnum. Gosdrykkir geta hjálpað til við að uppfylla vatnsþörfina, hins vegar innihalda þeir orku, ef um sykraða drykki er að ræða, án þess að gefa nein næringarefni, orku sem fer oftar en ekki umfram orkuþörf líkamans en það getur leitt til aukakílóa.

Annað sem vatnið hefur ótvírætt fram yfir gosið er að það skemmir ekki tennur. Allir gosdrykkir valda glerungseyðingu sem er vaxandi vandamál og sykraðir drykkir valda auk þess tannátu eins og lesa má í svari Þorbjargar Jensdóttur og Peter Holbrook við spurningunni Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?

Hreint vatn er því mun hollara en gos, bæði þegar kemur að tönnum og holdafari.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....