Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvernig er hægt að vita hvort risaeðla sé jurta- eða kjötæta?

JMH

Með steingerð dýr eins og risaeðlur (Dinosauria) hafa vísindamenn fátt að styðjast við enda eru leifarnar sem þeir þurfa að rýna í aðeins steinrunnin bein. Ef tennur þessara skepna hafa varðveist er þó hægt að lesa ýmislegt úr vistfræði dýranna, sérstaklega fæðuhættina. Með því að skoða form tannanna má jafnvel álykta hvernig viðkomandi risaeðla aflaði sér fæðu.

Hauskúpa grameðlu sem sýnir vel tennur hennar.

Sem dæmi má nefna að ein kunnasta ráneðla meðal risaeðla var grameðla (Tyrannosaurus rex). Hún var með allt að 60 keilulaga tennur sem hún beitti á skrokka annarra risaeðla. Svokallaðir sauropodar voru aftur á móti með flatar og skeiðlaga tennur sem þeir notuðu til að rífa í sundur lauf og annan gróður en ekki mylja hann í skolti sínum.

Tennur eru hörðustu líkamshlutar í hverju tenntu dýri og því hafa tennur varðveist í fjölda risaeðla og veitt steingervingafræðingum dýrmætar upplýsingar um lifnaðarhætti þessara löngu útdauðu dýra. Nokkrir hópar risaeðla eru einungis þekktir af leifum tanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

18.3.2011

Spyrjandi

Ingvar Örn Kristjánsson, f. 1997

Tilvísun

JMH. „Hvernig er hægt að vita hvort risaeðla sé jurta- eða kjötæta?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2011. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58964.

JMH. (2011, 18. mars). Hvernig er hægt að vita hvort risaeðla sé jurta- eða kjötæta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58964

JMH. „Hvernig er hægt að vita hvort risaeðla sé jurta- eða kjötæta?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2011. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58964>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að vita hvort risaeðla sé jurta- eða kjötæta?
Með steingerð dýr eins og risaeðlur (Dinosauria) hafa vísindamenn fátt að styðjast við enda eru leifarnar sem þeir þurfa að rýna í aðeins steinrunnin bein. Ef tennur þessara skepna hafa varðveist er þó hægt að lesa ýmislegt úr vistfræði dýranna, sérstaklega fæðuhættina. Með því að skoða form tannanna má jafnvel álykta hvernig viðkomandi risaeðla aflaði sér fæðu.

Hauskúpa grameðlu sem sýnir vel tennur hennar.

Sem dæmi má nefna að ein kunnasta ráneðla meðal risaeðla var grameðla (Tyrannosaurus rex). Hún var með allt að 60 keilulaga tennur sem hún beitti á skrokka annarra risaeðla. Svokallaðir sauropodar voru aftur á móti með flatar og skeiðlaga tennur sem þeir notuðu til að rífa í sundur lauf og annan gróður en ekki mylja hann í skolti sínum.

Tennur eru hörðustu líkamshlutar í hverju tenntu dýri og því hafa tennur varðveist í fjölda risaeðla og veitt steingervingafræðingum dýrmætar upplýsingar um lifnaðarhætti þessara löngu útdauðu dýra. Nokkrir hópar risaeðla eru einungis þekktir af leifum tanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

...