Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?

ÍDÞ

Í svari SHB við spurningunni: Hvernig varð Ísland til? stendur:

Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. ...

Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantshafi tók að gliðna. Nýtt berg myndast á gosbeltinu sem liggur þvert yfir landið. Það berst til hliðanna samfara gliðnuninni og eldra berg sekkur í sæ. Þannig er elsta berg landsins tæplega 14-16 milljón ára á annesjum austan- og vestanlands, en yngsta bergið er þar sem nýliðin eldgos hafa orðið, svo sem í Heklu og Grímsvötnum.

Fyrir um 225 milljónum ára voru allir meginlandsflekar jarðar sameinaðir í einn þegar risameginlandið Pangea varð til en smátt og smátt brotnaði það upp. Þannig voru Bretlandseyjar og Grænland hluti af einu meginlandi. Ísland byrjaði svo að myndast þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantshafi tók að gliðna. Við þessa gliðnun varð Norður-Atlantshafið til og Grænland rak í vestur en Bretlandseyjar í austur. Ísland hefur þannig ekki alltaf verið til eins og segir í textanum hér að ofan heldur tók að myndast fyrir um það bil 60 milljónum ára.

Við þurfum þannig ekki að hafa áhyggjur af því að sjórinn og vindurinn brjóti Ísland niður með tímanum eins og lesa má í svari Sigurðar Steinþórssonar. Það orsakast af áðurnefndri gosvirkni og sífelldri nýmyndun lands. Á flekaskilunum gliðnar Ísland um 2 cm á ári í austur-vestur við það að ný skorpa myndast á rekbeltinu þvert yfir landið.

Það er ekki hægt að tala um að Ísland hafi einhvern tíma rekið upp kollinn ef svo má segja eins og útskýrt er í svari við spurningunni: Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?

Ísland hefur aldrei „rekið kollinn upp fyrir yfirborð sjávar“. Allt frá því að Norður-Atlantshaf byrjaði að opnast fyrir um það bil 60 milljón árum hefur verið land yfir heita reitnum. Nýtt berg myndast eftir gosbeltunum, það berst til hliðanna og sekkur loks í sæ. Fyrir 50 milljón árum voru Færeyjar Ísland, ef svo má segja. Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er sem sagt um það bil 16 milljón ára -- eldra berg er sokkið í sæ.

Ísland brotnaði þannig heldur ekki af neinu öðru landi eins og hefur þó gerst í jarðsögunni. En í svari Sigurðar Steinþórssonar Hvenær rofnaði Madagaskar frá meginlandi Afríku? stendur:

Á júratíma, fyrir um 160 milljón árum (m.á.), klofnaði Pangæa í tvö meginlönd, Gondwana í suðri og Lárasíu í norðri. Madagaskar ásamt aðlægum löndum var hluti af Gondwana, en snemma á krítartíma, fyrir um 125 m.á., klofnaði Indland ásamt Madagaskar frá Afríku og rak hratt til norðurs. Fyrir um 90 m.á. urðu löndin svo viðskila, Madagaskar sat eftir en Indland hélt áfram norðurför sinni.

Indland kýttist svo að lokum upp að Asíu og til varð hæsti fjallgarður heims, Himalajafjöllin.

Heimild og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Yrsa Ír Scheving, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58904.

ÍDÞ. (2011, 16. mars). Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58904

ÍDÞ. „Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58904>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?
Í svari SHB við spurningunni: Hvernig varð Ísland til? stendur:

Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. ...

Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantshafi tók að gliðna. Nýtt berg myndast á gosbeltinu sem liggur þvert yfir landið. Það berst til hliðanna samfara gliðnuninni og eldra berg sekkur í sæ. Þannig er elsta berg landsins tæplega 14-16 milljón ára á annesjum austan- og vestanlands, en yngsta bergið er þar sem nýliðin eldgos hafa orðið, svo sem í Heklu og Grímsvötnum.

Fyrir um 225 milljónum ára voru allir meginlandsflekar jarðar sameinaðir í einn þegar risameginlandið Pangea varð til en smátt og smátt brotnaði það upp. Þannig voru Bretlandseyjar og Grænland hluti af einu meginlandi. Ísland byrjaði svo að myndast þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantshafi tók að gliðna. Við þessa gliðnun varð Norður-Atlantshafið til og Grænland rak í vestur en Bretlandseyjar í austur. Ísland hefur þannig ekki alltaf verið til eins og segir í textanum hér að ofan heldur tók að myndast fyrir um það bil 60 milljónum ára.

Við þurfum þannig ekki að hafa áhyggjur af því að sjórinn og vindurinn brjóti Ísland niður með tímanum eins og lesa má í svari Sigurðar Steinþórssonar. Það orsakast af áðurnefndri gosvirkni og sífelldri nýmyndun lands. Á flekaskilunum gliðnar Ísland um 2 cm á ári í austur-vestur við það að ný skorpa myndast á rekbeltinu þvert yfir landið.

Það er ekki hægt að tala um að Ísland hafi einhvern tíma rekið upp kollinn ef svo má segja eins og útskýrt er í svari við spurningunni: Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?

Ísland hefur aldrei „rekið kollinn upp fyrir yfirborð sjávar“. Allt frá því að Norður-Atlantshaf byrjaði að opnast fyrir um það bil 60 milljón árum hefur verið land yfir heita reitnum. Nýtt berg myndast eftir gosbeltunum, það berst til hliðanna og sekkur loks í sæ. Fyrir 50 milljón árum voru Færeyjar Ísland, ef svo má segja. Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er sem sagt um það bil 16 milljón ára -- eldra berg er sokkið í sæ.

Ísland brotnaði þannig heldur ekki af neinu öðru landi eins og hefur þó gerst í jarðsögunni. En í svari Sigurðar Steinþórssonar Hvenær rofnaði Madagaskar frá meginlandi Afríku? stendur:

Á júratíma, fyrir um 160 milljón árum (m.á.), klofnaði Pangæa í tvö meginlönd, Gondwana í suðri og Lárasíu í norðri. Madagaskar ásamt aðlægum löndum var hluti af Gondwana, en snemma á krítartíma, fyrir um 125 m.á., klofnaði Indland ásamt Madagaskar frá Afríku og rak hratt til norðurs. Fyrir um 90 m.á. urðu löndin svo viðskila, Madagaskar sat eftir en Indland hélt áfram norðurför sinni.

Indland kýttist svo að lokum upp að Asíu og til varð hæsti fjallgarður heims, Himalajafjöllin.

Heimild og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....