Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Er hægt að endurlífga loðfílinn?

EDS

Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Er hægt að einrækta útdauð dýr? eftir Magnús Jóhannsson. Þar kemur fram að fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefninu einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans. Í svarinu segir einnig:
Í sífrera norðurheimskautssvæðisins, bæði í Síberíu og Alaska, er að finna leifar af loðfílum eða mammútum sem hafa verið útdauðir í um það bil 8000 ár. Sumir þessara loðfíla eru varðveittir í heilu lagi og í þeim er mikið af vefjum sem líklegt má telja að hægt sé að einangra erfðaefni úr og verið er að vinna að því. Þetta er gert með það í huga að ef til vill verði hægt að endurskapa þessi dýr.

Í fréttum í byrjun árs 2011 var sagt frá því að japanskir vísindamenn væru að vinna að því að einrækta mammút og áætlanir gerðu ráð fyrir að það mundi taka um fimm ár.

Hvort þetta tekst verður tíminn að leiða í ljós.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Hafþór Snorrason, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Er hægt að endurlífga loðfílinn?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58891.

EDS. (2011, 16. mars). Er hægt að endurlífga loðfílinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58891

EDS. „Er hægt að endurlífga loðfílinn?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58891>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að endurlífga loðfílinn?
Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Er hægt að einrækta útdauð dýr? eftir Magnús Jóhannsson. Þar kemur fram að fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefninu einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans. Í svarinu segir einnig:

Í sífrera norðurheimskautssvæðisins, bæði í Síberíu og Alaska, er að finna leifar af loðfílum eða mammútum sem hafa verið útdauðir í um það bil 8000 ár. Sumir þessara loðfíla eru varðveittir í heilu lagi og í þeim er mikið af vefjum sem líklegt má telja að hægt sé að einangra erfðaefni úr og verið er að vinna að því. Þetta er gert með það í huga að ef til vill verði hægt að endurskapa þessi dýr.

Í fréttum í byrjun árs 2011 var sagt frá því að japanskir vísindamenn væru að vinna að því að einrækta mammút og áætlanir gerðu ráð fyrir að það mundi taka um fimm ár.

Hvort þetta tekst verður tíminn að leiða í ljós.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....