Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju kallast auli stundum aulabárður? Hvaðan kemur orðið?

Guðrún Kvaran

Orðið aulabárður er samsett úr auli ‛kjáni, flón; (afkastalítill) vesalingur’ og hugsanlega karlmannsnafninu Bárður. Annað orð sambærilegt er klaufabárður ‛klaufi’. Aulabárður þekktist þegar í lok 18. aldar í þeirri merkingu sem notuð er nú. Líklegast er að einhver saga um Bárð, sem þótti kjáni, liggi upphaflega að baki orðinu þar sem það er notað í yngri sögum um þann sem gert var lítið úr að ósekju.

Margir myndu eflaust kalla þessa tvo aulabárða.

Aulabárður var til dæmis sá kallaður sem talinn var kjáni í sögunni um gullgæsina í Grimmsævintýrum, sem forvitið og gráðugt fólk festist við, en hann reyndist slyngur og útsjónarsamur. Í yngri þýðingu var hann nefndur Klaufa-Bárður. Upphaflegu söguna hef ég ekki fundið enn sem komið er en henni verður bætt við svarið ef ég verð einhvers vísari.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.5.2011

Spyrjandi

Helga Dís Björgúlfsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast auli stundum aulabárður? Hvaðan kemur orðið?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2011. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58802.

Guðrún Kvaran. (2011, 16. maí). Af hverju kallast auli stundum aulabárður? Hvaðan kemur orðið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58802

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast auli stundum aulabárður? Hvaðan kemur orðið?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2011. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58802>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast auli stundum aulabárður? Hvaðan kemur orðið?
Orðið aulabárður er samsett úr auli ‛kjáni, flón; (afkastalítill) vesalingur’ og hugsanlega karlmannsnafninu Bárður. Annað orð sambærilegt er klaufabárður ‛klaufi’. Aulabárður þekktist þegar í lok 18. aldar í þeirri merkingu sem notuð er nú. Líklegast er að einhver saga um Bárð, sem þótti kjáni, liggi upphaflega að baki orðinu þar sem það er notað í yngri sögum um þann sem gert var lítið úr að ósekju.

Margir myndu eflaust kalla þessa tvo aulabárða.

Aulabárður var til dæmis sá kallaður sem talinn var kjáni í sögunni um gullgæsina í Grimmsævintýrum, sem forvitið og gráðugt fólk festist við, en hann reyndist slyngur og útsjónarsamur. Í yngri þýðingu var hann nefndur Klaufa-Bárður. Upphaflegu söguna hef ég ekki fundið enn sem komið er en henni verður bætt við svarið ef ég verð einhvers vísari.

Mynd:...