Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvort eru konur eða karlar fremri í heimspeki?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Sennilega er engin leið til að svara þessari spurningu með skýrum hætti, ekki síst vegna þess að hún vekur í raun ótal spurningar sem erfitt er að svara. Hvað gerir eina manneskju fremri annarri í heimspeki? Hvaða mælikvarða á að nota? Og ef flókið er að meta hvað gerir einn einstakling fremri öðrum í heimspeki, hvernig förum við þá að því að meta hvað gerir einn hóp fremri öðrum í heimspeki? Er átt við árangur, og ef svo er, hvernig er hægt að mæla hann? Eða er átt við hæfileika? Er átt við eitthvað enn annað?

Ef við mælum árangur í heimspeki til dæmis með því að skoða þær bækur sem gefnar hafa verið út um heimspeki þá hlýtur árangur karla að teljast margfalt betri en kvenna. Miklu fleiri heimspekirit hafa gegnum tíðina verið skrifuð af körlum en konum og þeir heimspekingar sem fjallað er um í bókum um sögu heimspekinnar eru í miklum meirihluta karlkyns. Enn í dag eru karlar í miklum meirihluta meðal heimspekinga. Þótt hlutfall kvenna hafi hækkað mjög á undanförnum áratugum í mörgum vísinda- og fræðigreinum, og konur séu núorðið í meirihluta í mörgum greinum hugvísinda, hefur þróunin verið hæg innan heimspekinnar.

Á Íslandi er heimspeki til dæmis sú hugvísindagrein sem hefur lægst hlutfall kvenna. Samkvæmt doktorsritgerðaskrá Landsbókasafns hafa 5 íslenskar konur lokið doktorsprófi í heimspeki á móti 29 körlum, sem þýðir að tæp 15% íslenskra heimspekidoktora eru konur. Árin 2001-2010 luku 2 íslenskar konur og 8 íslenskir karlar doktorsprófi í heimspeki (hlutfall kvenna 20%). Við námsbraut í heimspeki við Háskóla Íslands gegna 8 manns föstum stöðum sem kennarar og þar af er ein kona. Þótt þessar tölur séu vissulega allt of lágar til að hægt sé að nýta þær sem gildar tölfræðilegar upplýsingar virðist óhætt að fullyrða að fjölgun kvenna í heimspeki á Íslandi sé ekki áberandi hröð.

Til samanburðar getum við litið til fleiri landa eða enskumælandi landa og Norðurlandanna, þar sem undirrituð þekkir helst til. Hlutfall kvenna í fullu starfi við breskar heimspekideildir er 18%, umtalsvert lægra en 32% við sagnfræðideildir og 39% við sálfræðideildir. Ástandið í Bandaríkjunum virðist svipað með 22% hlutfall kvenna við þær átta heimspekideildir sem töldust bestar samkvæmt hinu áhrifamikla „Philosophical Gourmet Report“ sem haldið er úti af heimspeki- og lagaprófessornum Brian Leiter. Hlutfall kvenna meðal þeirra sem luku doktorsprófi í heimspeki í Bandaríkjunum árið 2009 var 29,6%. Aðeins þrjár greinar, eðlisfræði, tölvunarfræði og verkfræði, höfðu lægra hlutfall kvenna meðal þeirra sem luku prófi.1 Þess má einnig geta að við ástralskar heimspekideildir er hlutfall kvenna í föstu starfi 23% og að í Noregi er hlutfall kvenna meðal styrkþega í doktorsnámi í heimspeki 26%.2

Svo við víkjum aftur að spurningunni þá er sem sagt hægt að svara henni þannig að karlar hljóti að standa konum framar í heimspeki ef litið er svo á að karlar skipi eitt lið og konur annað og að um sé að ræða einhvers konar keppni í fjölda. Sé miðað við þá sem lokið hafa doktorsprófi eru íslenskir karlar þá 5,8 sinnum betri í heimspeki en íslenskar konur. En væri þetta besta mæliaðferðin? Það mætti líka mæla árangur með öðrum aðferðum. Við gætum gert úttekt á verkum karlkyns heimspekinga annars vegar og kvenkyns heimspekinga hins vegar og borið saman. Ef heimspekingar af öðru kyninu reyndust að meðaltali afkastameiri en hinir eða reyndust framleiða heimspekiverk af meiri gæðum gætum við sagt að það kyn stæði hinu framar í heimspeki. Ég veit ekki til þess að slík úttekt hafi verið gerð, né hvort hún væri yfirleitt gerleg, hvað þá gagnleg.

Það liggur sem sagt fyrir að mun fleiri karlar en konur hafa heimspeki að atvinnu. Af þeim sökum blasir við að mun fleiri karlar en konur standa framarlega í iðkun heimspeki, í þeim skilningi að þeir séu þekktir fyrir heimspekiverk sín og að framlag þeirra til heimspekinnar þykir merkilegt. Karlar eru þá konum fremri í heimspeki í sama skilningi og Norðmenn eru Dönum fremri í skíðaiðkun en þetta þarf ekki að þýða að karlkyns heimspekingar vinni störf sín betur en kvenkyns heimspekingar og getur verið villandi að segja að þetta þýði fyrirvaralaust að karlar séu konum fremri í heimspeki. Þetta segir okkur til dæmis ekkert um hæfileika karla og kvenna til að stunda heimspeki, rétt eins og tölur yfir skíðaiðkun Norðmanna og Dana segja okkur ekkert um hæfileika þeirra til þess að ná árangri í skíðaíþróttinni. Enn minna segir þetta okkur um karla og konur almennt eða þann meginþorra mannkyns sem ekki hefur atvinnu af því að stunda heimspeki.

Sú staðreynd að fleiri Norðmenn en Danir stundi skíðaíþróttina hefur ekkert að gera með hæfileika Norðmanna og Dana á skíðum.

Það að konur sæki síður í heimspeki en margar aðrar greinar, hefji síður heimspekinám, hætti í miðju námi eða hverfi jafnvel úr greininni eftir að námi er lokið á sér trúlega margar samverkandi skýringar og verða þeim ekki gerð endanleg skil hér. Meðal þess sem nefnt hefur verið er að það fæli konur frá að mikill meirihluti lesefnisins í heimspekinámi sé skrifaður af körlum, að konurnar skorti kvenkyns fyrirmyndir og að þær hafi ekki jafngreiðan aðgang og karlar að handleiðslu þeirra sem reyndari eru í faginu. Öll þessi atriði hafa einnig átt við um ýmsar aðrar greinar þar sem fjölgun kvenna hefur samt sem áður verið hraðari en í heimspeki þannig að ein og sér duga þau ekki sem skýring. Ásamt öðrum þáttum geta þau þó haft áhrif.

Ef horft er til þess sem einkennir heimspekina sérstaklega hefur stundum verið talað um að stífni og árásargirni sem getur fylgt heimspekilegri rökræðu kunni að fæla konurnar frá. Mörgum kvenkyns heimspekingnum til mikillar armæðu (og sjálfsagt mörgum karlinum líka) vill þessi skýring stundum umbreytast í það að konur séu síður hæfar en karlar til að stunda agaða rökhugsun eða að þær þoli síður álag og nákvæmnisvinnu. Þó geta flestir þeir sem þekkja til borið vitni um að rökvísi og kerfisbundinni hugsun þurfi alls ekki að fylgja sá hvimleiði niðurrifsstíll sem sumir virðast tileinka sér, og sem í raun og veru þvælist bara fyrir frjórri heimspekilegri rökræðu.

Eitthvað virðist það vera við andrúmsloftið í heimspeki, og ekki síst á sumum sviðum innan hennar, sem fælir konur frá. Í málvísindum er hlutfall kvenna til dæmis hátt en í málspeki, eða heimspeki tungumálsins, er hlutfall kvenna með eindæmum lágt og verður tæpast skýrt með skorti á áhuga eða hæfileikum til að velta fyrir sér eðli tungumálsins.

Hlutfall kvenna í heimspeki er lágt. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki.

Í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur lágt hlutfall kvenna í heimspeki verið talsvert til umræðu á undanförnum árum. Árið 2009 gáfu samtök bandarískra heimspekinga út tvö fréttabréf sem helguð voru stöðu kvenna í faginu.3 Í október 2009 birtist stutt grein í bandaríska dagblaðinu New York Times undir fyrirsögninni „A Dearth of Woman Philosophers“ sem vísaði til greinar frá mánuðinum áður í hinu breska The Philosophers‘ Magazine þar sem Brooke Lewis fjallaði um stöðu kvenna í heimspeki.4 Undir lok ársins 2009 var viðbótarkálfur The Chronicle of Higher Education helgaður akademískri fjölbreytni og þar var meðal annars grein um slæma stöðu kvenna í heimspeki, „Wanted: Female Philosophers, in the Classroom and in the Canon.“5 Kringum þessar greinar spunnust miklar umræður á Netinu á bloggum sem fjölsótt eru af enskumælandi heimspekingum.6 Á því einu og hálfa ári sem liðið er frá þessu hefur umræðunni verið haldið lifandi og vitund um mikilvægi þess að gera konur sýnilegri innan heimspekinnar og að efla stöðu kvenna í heimspeki virðist fara vaxandi þótt enn sé of snemmt að segja til um í hve miklum mæli þessi aukna vitund muni leiða til breytinga. Á blogginu Feminist Philosophers hefur að undanförnu staðið yfir það sem kallað er „Gendered Conference Campaign“ sem fer þannig fram að þegar auglýstar eru heimspekiráðstefnur þar sem allir fyrirlesarar eru karlkyns (sem gerist merkilega oft!) senda ritstjórar bloggsins ráðstefnuhöldurum bréf með athugasemdum og hvetja þá til að bæta ráð sitt. Eins hefur bloggið „What is it like to be a woman in philosophy?“ vakið mikla athygli en þar eru birtar reynslusögur kvenna úr heimspeki.

Rétt er að benda á að konur í heimspeki hafa víða um heim myndað með sér samtök, meðal annars í því skyni að efla heimspekiiðkun kvenna. Alþjóðlegu samtökin IAPh (International Association of Women Philosophers) hafa staðið fyrir ráðstefnum á þriggja ára fresti en sérstaklega öflug eru hin bandarísku SWIP (Society for Women in Philosophy) og hin bresku SWIPUK. Einnig má nefna hin kanadísku CSWIP og hin norrænu Nordic Network for Women in Philosophy. Nýlega hefur borið á tilraunum til markvissra aðgerða, til að mynda gerðu AAP, samtök heimspekinga í Eyjaálfu, rannsókn á árunum 2007-2008 á stöðu kvenna í heimspeki7 og regnhlífarhópurinn Women in Philosophy Task Force sækir í sig veðrið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:


1 Sjá: http://crookedtimber.org/2011/02/04/gender-divides-in-philosophy-and-other-disciplines/

2 Sjá: http://www.salongen.no/-/bulletin/show/610928_hvor-er-kvinnene-i-norsk-filosofi?ref=mst

3 Sjá: http://www.apaonline.org/publications/newsletters/v08n2_Feminism_index.aspx og http://www.apaonline.org/publications/newsletters/v09n1_Feminism_index.aspx

4 Lewis, Brooke, „Where are all the women?“, The Philosophers‘ Magazine, 47. Birt á vefsíðu ritsins 2. september 2009.

5 Penaluna, Regan, „Wanted: Female Philosophers, in the Classroom and in the Canon”, The Chronicle of Higher Education, 11. október 2009.

6 Líflegustu umræðurnar voru í mörgum færslum um efnið og athugasemdum við þær á Feminist Philosophers og Leiter Reports. Jafnframt er rétt að benda á pistil á The Edge of the American West og gott yfirlit um efnið má finna á Thoughts, Arguments, and Rants.

7Improving the Participation of Women in the Philosophy Profession“, Australasian Association of Philosophy, 2008.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

9.5.2011

Spyrjandi

Elizabeth Katrín Mason, f. 1996

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvort eru konur eða karlar fremri í heimspeki?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58309.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2011, 9. maí). Hvort eru konur eða karlar fremri í heimspeki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58309

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvort eru konur eða karlar fremri í heimspeki?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58309>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort eru konur eða karlar fremri í heimspeki?
Sennilega er engin leið til að svara þessari spurningu með skýrum hætti, ekki síst vegna þess að hún vekur í raun ótal spurningar sem erfitt er að svara. Hvað gerir eina manneskju fremri annarri í heimspeki? Hvaða mælikvarða á að nota? Og ef flókið er að meta hvað gerir einn einstakling fremri öðrum í heimspeki, hvernig förum við þá að því að meta hvað gerir einn hóp fremri öðrum í heimspeki? Er átt við árangur, og ef svo er, hvernig er hægt að mæla hann? Eða er átt við hæfileika? Er átt við eitthvað enn annað?

Ef við mælum árangur í heimspeki til dæmis með því að skoða þær bækur sem gefnar hafa verið út um heimspeki þá hlýtur árangur karla að teljast margfalt betri en kvenna. Miklu fleiri heimspekirit hafa gegnum tíðina verið skrifuð af körlum en konum og þeir heimspekingar sem fjallað er um í bókum um sögu heimspekinnar eru í miklum meirihluta karlkyns. Enn í dag eru karlar í miklum meirihluta meðal heimspekinga. Þótt hlutfall kvenna hafi hækkað mjög á undanförnum áratugum í mörgum vísinda- og fræðigreinum, og konur séu núorðið í meirihluta í mörgum greinum hugvísinda, hefur þróunin verið hæg innan heimspekinnar.

Á Íslandi er heimspeki til dæmis sú hugvísindagrein sem hefur lægst hlutfall kvenna. Samkvæmt doktorsritgerðaskrá Landsbókasafns hafa 5 íslenskar konur lokið doktorsprófi í heimspeki á móti 29 körlum, sem þýðir að tæp 15% íslenskra heimspekidoktora eru konur. Árin 2001-2010 luku 2 íslenskar konur og 8 íslenskir karlar doktorsprófi í heimspeki (hlutfall kvenna 20%). Við námsbraut í heimspeki við Háskóla Íslands gegna 8 manns föstum stöðum sem kennarar og þar af er ein kona. Þótt þessar tölur séu vissulega allt of lágar til að hægt sé að nýta þær sem gildar tölfræðilegar upplýsingar virðist óhætt að fullyrða að fjölgun kvenna í heimspeki á Íslandi sé ekki áberandi hröð.

Til samanburðar getum við litið til fleiri landa eða enskumælandi landa og Norðurlandanna, þar sem undirrituð þekkir helst til. Hlutfall kvenna í fullu starfi við breskar heimspekideildir er 18%, umtalsvert lægra en 32% við sagnfræðideildir og 39% við sálfræðideildir. Ástandið í Bandaríkjunum virðist svipað með 22% hlutfall kvenna við þær átta heimspekideildir sem töldust bestar samkvæmt hinu áhrifamikla „Philosophical Gourmet Report“ sem haldið er úti af heimspeki- og lagaprófessornum Brian Leiter. Hlutfall kvenna meðal þeirra sem luku doktorsprófi í heimspeki í Bandaríkjunum árið 2009 var 29,6%. Aðeins þrjár greinar, eðlisfræði, tölvunarfræði og verkfræði, höfðu lægra hlutfall kvenna meðal þeirra sem luku prófi.1 Þess má einnig geta að við ástralskar heimspekideildir er hlutfall kvenna í föstu starfi 23% og að í Noregi er hlutfall kvenna meðal styrkþega í doktorsnámi í heimspeki 26%.2

Svo við víkjum aftur að spurningunni þá er sem sagt hægt að svara henni þannig að karlar hljóti að standa konum framar í heimspeki ef litið er svo á að karlar skipi eitt lið og konur annað og að um sé að ræða einhvers konar keppni í fjölda. Sé miðað við þá sem lokið hafa doktorsprófi eru íslenskir karlar þá 5,8 sinnum betri í heimspeki en íslenskar konur. En væri þetta besta mæliaðferðin? Það mætti líka mæla árangur með öðrum aðferðum. Við gætum gert úttekt á verkum karlkyns heimspekinga annars vegar og kvenkyns heimspekinga hins vegar og borið saman. Ef heimspekingar af öðru kyninu reyndust að meðaltali afkastameiri en hinir eða reyndust framleiða heimspekiverk af meiri gæðum gætum við sagt að það kyn stæði hinu framar í heimspeki. Ég veit ekki til þess að slík úttekt hafi verið gerð, né hvort hún væri yfirleitt gerleg, hvað þá gagnleg.

Það liggur sem sagt fyrir að mun fleiri karlar en konur hafa heimspeki að atvinnu. Af þeim sökum blasir við að mun fleiri karlar en konur standa framarlega í iðkun heimspeki, í þeim skilningi að þeir séu þekktir fyrir heimspekiverk sín og að framlag þeirra til heimspekinnar þykir merkilegt. Karlar eru þá konum fremri í heimspeki í sama skilningi og Norðmenn eru Dönum fremri í skíðaiðkun en þetta þarf ekki að þýða að karlkyns heimspekingar vinni störf sín betur en kvenkyns heimspekingar og getur verið villandi að segja að þetta þýði fyrirvaralaust að karlar séu konum fremri í heimspeki. Þetta segir okkur til dæmis ekkert um hæfileika karla og kvenna til að stunda heimspeki, rétt eins og tölur yfir skíðaiðkun Norðmanna og Dana segja okkur ekkert um hæfileika þeirra til þess að ná árangri í skíðaíþróttinni. Enn minna segir þetta okkur um karla og konur almennt eða þann meginþorra mannkyns sem ekki hefur atvinnu af því að stunda heimspeki.

Sú staðreynd að fleiri Norðmenn en Danir stundi skíðaíþróttina hefur ekkert að gera með hæfileika Norðmanna og Dana á skíðum.

Það að konur sæki síður í heimspeki en margar aðrar greinar, hefji síður heimspekinám, hætti í miðju námi eða hverfi jafnvel úr greininni eftir að námi er lokið á sér trúlega margar samverkandi skýringar og verða þeim ekki gerð endanleg skil hér. Meðal þess sem nefnt hefur verið er að það fæli konur frá að mikill meirihluti lesefnisins í heimspekinámi sé skrifaður af körlum, að konurnar skorti kvenkyns fyrirmyndir og að þær hafi ekki jafngreiðan aðgang og karlar að handleiðslu þeirra sem reyndari eru í faginu. Öll þessi atriði hafa einnig átt við um ýmsar aðrar greinar þar sem fjölgun kvenna hefur samt sem áður verið hraðari en í heimspeki þannig að ein og sér duga þau ekki sem skýring. Ásamt öðrum þáttum geta þau þó haft áhrif.

Ef horft er til þess sem einkennir heimspekina sérstaklega hefur stundum verið talað um að stífni og árásargirni sem getur fylgt heimspekilegri rökræðu kunni að fæla konurnar frá. Mörgum kvenkyns heimspekingnum til mikillar armæðu (og sjálfsagt mörgum karlinum líka) vill þessi skýring stundum umbreytast í það að konur séu síður hæfar en karlar til að stunda agaða rökhugsun eða að þær þoli síður álag og nákvæmnisvinnu. Þó geta flestir þeir sem þekkja til borið vitni um að rökvísi og kerfisbundinni hugsun þurfi alls ekki að fylgja sá hvimleiði niðurrifsstíll sem sumir virðast tileinka sér, og sem í raun og veru þvælist bara fyrir frjórri heimspekilegri rökræðu.

Eitthvað virðist það vera við andrúmsloftið í heimspeki, og ekki síst á sumum sviðum innan hennar, sem fælir konur frá. Í málvísindum er hlutfall kvenna til dæmis hátt en í málspeki, eða heimspeki tungumálsins, er hlutfall kvenna með eindæmum lágt og verður tæpast skýrt með skorti á áhuga eða hæfileikum til að velta fyrir sér eðli tungumálsins.

Hlutfall kvenna í heimspeki er lágt. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki.

Í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur lágt hlutfall kvenna í heimspeki verið talsvert til umræðu á undanförnum árum. Árið 2009 gáfu samtök bandarískra heimspekinga út tvö fréttabréf sem helguð voru stöðu kvenna í faginu.3 Í október 2009 birtist stutt grein í bandaríska dagblaðinu New York Times undir fyrirsögninni „A Dearth of Woman Philosophers“ sem vísaði til greinar frá mánuðinum áður í hinu breska The Philosophers‘ Magazine þar sem Brooke Lewis fjallaði um stöðu kvenna í heimspeki.4 Undir lok ársins 2009 var viðbótarkálfur The Chronicle of Higher Education helgaður akademískri fjölbreytni og þar var meðal annars grein um slæma stöðu kvenna í heimspeki, „Wanted: Female Philosophers, in the Classroom and in the Canon.“5 Kringum þessar greinar spunnust miklar umræður á Netinu á bloggum sem fjölsótt eru af enskumælandi heimspekingum.6 Á því einu og hálfa ári sem liðið er frá þessu hefur umræðunni verið haldið lifandi og vitund um mikilvægi þess að gera konur sýnilegri innan heimspekinnar og að efla stöðu kvenna í heimspeki virðist fara vaxandi þótt enn sé of snemmt að segja til um í hve miklum mæli þessi aukna vitund muni leiða til breytinga. Á blogginu Feminist Philosophers hefur að undanförnu staðið yfir það sem kallað er „Gendered Conference Campaign“ sem fer þannig fram að þegar auglýstar eru heimspekiráðstefnur þar sem allir fyrirlesarar eru karlkyns (sem gerist merkilega oft!) senda ritstjórar bloggsins ráðstefnuhöldurum bréf með athugasemdum og hvetja þá til að bæta ráð sitt. Eins hefur bloggið „What is it like to be a woman in philosophy?“ vakið mikla athygli en þar eru birtar reynslusögur kvenna úr heimspeki.

Rétt er að benda á að konur í heimspeki hafa víða um heim myndað með sér samtök, meðal annars í því skyni að efla heimspekiiðkun kvenna. Alþjóðlegu samtökin IAPh (International Association of Women Philosophers) hafa staðið fyrir ráðstefnum á þriggja ára fresti en sérstaklega öflug eru hin bandarísku SWIP (Society for Women in Philosophy) og hin bresku SWIPUK. Einnig má nefna hin kanadísku CSWIP og hin norrænu Nordic Network for Women in Philosophy. Nýlega hefur borið á tilraunum til markvissra aðgerða, til að mynda gerðu AAP, samtök heimspekinga í Eyjaálfu, rannsókn á árunum 2007-2008 á stöðu kvenna í heimspeki7 og regnhlífarhópurinn Women in Philosophy Task Force sækir í sig veðrið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:


1 Sjá: http://crookedtimber.org/2011/02/04/gender-divides-in-philosophy-and-other-disciplines/

2 Sjá: http://www.salongen.no/-/bulletin/show/610928_hvor-er-kvinnene-i-norsk-filosofi?ref=mst

3 Sjá: http://www.apaonline.org/publications/newsletters/v08n2_Feminism_index.aspx og http://www.apaonline.org/publications/newsletters/v09n1_Feminism_index.aspx

4 Lewis, Brooke, „Where are all the women?“, The Philosophers‘ Magazine, 47. Birt á vefsíðu ritsins 2. september 2009.

5 Penaluna, Regan, „Wanted: Female Philosophers, in the Classroom and in the Canon”, The Chronicle of Higher Education, 11. október 2009.

6 Líflegustu umræðurnar voru í mörgum færslum um efnið og athugasemdum við þær á Feminist Philosophers og Leiter Reports. Jafnframt er rétt að benda á pistil á The Edge of the American West og gott yfirlit um efnið má finna á Thoughts, Arguments, and Rants.

7Improving the Participation of Women in the Philosophy Profession“, Australasian Association of Philosophy, 2008....