Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða fugl flýgur lengst allra á ævi sinni?

Jón Már Halldórsson

Krían (Sterna paradisaea) er líklega sá fugl sem flýgur lengst á ævi sinni. Hún verpir á norðurslóðum en flýgur suður á bóginn á haustin í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur til baka á varpstöðvarnar.

Rannsóknir þar sem gervihnattasendar voru festir á fugla sýna að kríur sem verpa á Íslandi og Grænlandi fara árlega að meðaltali 70.900 km leið til og frá varpstöðvum sínum. Mesta vegalengdin var 81.600 km. Þetta er mun lengra en áður var talið en komið hefur í ljós að fuglarnir fara ekki endilega stystu leið á milli staða. Kríur geta lifað í rúmlega 30 ár þannig að yfir ævina geta þær flogið meira en 2 milljón km.

Rannsóknir hafa sýnt að kríur fara ekki endilega stystu leið á milli varpstöðva og vetrarstöðva. Dagsetningarnar sýna svona um það bil hvar fuglarnir eru staddir á hverjum tíma.

Önnur tegund fugla sem fer langa leið til og frá varpstöðvum er gráskrofa (Puffinus griseus) sem verpir meðal annars á Nýja-Sjálandi en fer á vorin norður til Aleuteyja milli Rússlands og Alaska. Rannsóknir hafa sýnt að þær fara rúmlega 70 þúsund km líkt og krían. Fuglar af sömu tegund sem verpa við Falklandseyjar fljúga ekki eins langt á vetrarstöðvar sínar.

Elsta gráskrofa sem hefur fundist samkvæmt merkingum var 34 ára gömul. Þær geta því hugsanlega orðið nokkuð eldri en kríur er þar sem við höfum ekki ekki áreiðanlegar upplýsingar um meðalævilengd þessara fugla er erfitt að fullyrða um það. Gráskrofur sem verpa á eyjum Nýja-Sjálands eru þó örugglega nálægt því að vera mestu ferðalangarnir í dýraríkinu.

Það eru fleiri fuglar sem fljúga langar vegalengdir yfir ævina, til dæmis tegundir sem þurfa að fara langar vegalengdir í leit að æti svo sem albatrossar.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.2.2011

Spyrjandi

Tamar Lipka Þormarsdóttir, f. 1997

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fugl flýgur lengst allra á ævi sinni?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58255.

Jón Már Halldórsson. (2011, 21. febrúar). Hvaða fugl flýgur lengst allra á ævi sinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58255

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fugl flýgur lengst allra á ævi sinni?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58255>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða fugl flýgur lengst allra á ævi sinni?
Krían (Sterna paradisaea) er líklega sá fugl sem flýgur lengst á ævi sinni. Hún verpir á norðurslóðum en flýgur suður á bóginn á haustin í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur til baka á varpstöðvarnar.

Rannsóknir þar sem gervihnattasendar voru festir á fugla sýna að kríur sem verpa á Íslandi og Grænlandi fara árlega að meðaltali 70.900 km leið til og frá varpstöðvum sínum. Mesta vegalengdin var 81.600 km. Þetta er mun lengra en áður var talið en komið hefur í ljós að fuglarnir fara ekki endilega stystu leið á milli staða. Kríur geta lifað í rúmlega 30 ár þannig að yfir ævina geta þær flogið meira en 2 milljón km.

Rannsóknir hafa sýnt að kríur fara ekki endilega stystu leið á milli varpstöðva og vetrarstöðva. Dagsetningarnar sýna svona um það bil hvar fuglarnir eru staddir á hverjum tíma.

Önnur tegund fugla sem fer langa leið til og frá varpstöðvum er gráskrofa (Puffinus griseus) sem verpir meðal annars á Nýja-Sjálandi en fer á vorin norður til Aleuteyja milli Rússlands og Alaska. Rannsóknir hafa sýnt að þær fara rúmlega 70 þúsund km líkt og krían. Fuglar af sömu tegund sem verpa við Falklandseyjar fljúga ekki eins langt á vetrarstöðvar sínar.

Elsta gráskrofa sem hefur fundist samkvæmt merkingum var 34 ára gömul. Þær geta því hugsanlega orðið nokkuð eldri en kríur er þar sem við höfum ekki ekki áreiðanlegar upplýsingar um meðalævilengd þessara fugla er erfitt að fullyrða um það. Gráskrofur sem verpa á eyjum Nýja-Sjálands eru þó örugglega nálægt því að vera mestu ferðalangarnir í dýraríkinu.

Það eru fleiri fuglar sem fljúga langar vegalengdir yfir ævina, til dæmis tegundir sem þurfa að fara langar vegalengdir í leit að æti svo sem albatrossar.

Heimildir og myndir:...