Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?

Jón Már Halldórsson

Rófan er eitt mikilvægasta tjáningartæki katta og gegnir veigamiklu hlutverki í táknmáli þeirra. Með því að fylgjast með rófunni má fá miklar upplýsingar um líðan katta. Sem dæmi má nefna að þegar köttur dillar skottinu taktfast, til dæmis þegar hann liggur og einhver klappar honum, þá er það merki um pirring og að hann vilji ekki láta trufla sig. Oft er það aðeins fremsti fjórðungur eða þriðjungur rófunnar sem hreyfist.

Það er fleira en rófan sem gefur líðan katta til kynna, meðal annars augun. Til dæmis er algeng tjáning katta sem búa við öryggi og vellíðan að blikka augunum afar hægt. Það er tákn um vinsemd eða öryggi.



Kettir hafa ýmsar leiðir til að láta líðan sína í ljós. Til þess nota þeir meðal annars rófuna, augun og eyrun.

Önnur algeng tjáning katta er að láta sig falla á hliðina þegar einhver ætlar að klappa þeim. Þá eru þeir að gefa til kynna að þeir hafi ekki áhuga á athygli þá stundina. Oft fylgir taktföst hreyfing rófunnar í kjölfarið og jafnvel hraðari hreyfing eftir því sem pirringurinn verður meiri. Ef maðurinn les ekki í táknmálið eða lætur sér ekki segjast þá geta kettir gripið til harklegri aðgerða. Sumir kettir eiga það til að grípa í höndina sem er að klappa þeim með klónum og læsa þeim í hana og bíta. Þetta táknmál er einnig þekkt milli katta.

Eyrun eru líka mikilvæg tjáningarfæri og er hægt að lesa mikið út úr stöðu þeirra. Eyrunum geta þeir snúið sitt í hvoru lagi, ýmist upp eða niður, fram eða aftur. Til dæmis á köttur sem er reiður eða óvenjupirraður það til að leggja eyrun niður í lárétta stöðu út frá hausnum svo hann virkar óvenjuflatur. Um leið sveiflar hann skottinu kröftuglega. Þetta samsetta tjáningarform rófu og eyrna er algengt þegar kettir eiga í deilum sín á milli.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.2.2011

Spyrjandi

Aðalsteinn Hugi Frostason, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2011. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58048.

Jón Már Halldórsson. (2011, 11. febrúar). Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58048

Jón Már Halldórsson. „Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2011. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58048>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?
Rófan er eitt mikilvægasta tjáningartæki katta og gegnir veigamiklu hlutverki í táknmáli þeirra. Með því að fylgjast með rófunni má fá miklar upplýsingar um líðan katta. Sem dæmi má nefna að þegar köttur dillar skottinu taktfast, til dæmis þegar hann liggur og einhver klappar honum, þá er það merki um pirring og að hann vilji ekki láta trufla sig. Oft er það aðeins fremsti fjórðungur eða þriðjungur rófunnar sem hreyfist.

Það er fleira en rófan sem gefur líðan katta til kynna, meðal annars augun. Til dæmis er algeng tjáning katta sem búa við öryggi og vellíðan að blikka augunum afar hægt. Það er tákn um vinsemd eða öryggi.



Kettir hafa ýmsar leiðir til að láta líðan sína í ljós. Til þess nota þeir meðal annars rófuna, augun og eyrun.

Önnur algeng tjáning katta er að láta sig falla á hliðina þegar einhver ætlar að klappa þeim. Þá eru þeir að gefa til kynna að þeir hafi ekki áhuga á athygli þá stundina. Oft fylgir taktföst hreyfing rófunnar í kjölfarið og jafnvel hraðari hreyfing eftir því sem pirringurinn verður meiri. Ef maðurinn les ekki í táknmálið eða lætur sér ekki segjast þá geta kettir gripið til harklegri aðgerða. Sumir kettir eiga það til að grípa í höndina sem er að klappa þeim með klónum og læsa þeim í hana og bíta. Þetta táknmál er einnig þekkt milli katta.

Eyrun eru líka mikilvæg tjáningarfæri og er hægt að lesa mikið út úr stöðu þeirra. Eyrunum geta þeir snúið sitt í hvoru lagi, ýmist upp eða niður, fram eða aftur. Til dæmis á köttur sem er reiður eða óvenjupirraður það til að leggja eyrun niður í lárétta stöðu út frá hausnum svo hann virkar óvenjuflatur. Um leið sveiflar hann skottinu kröftuglega. Þetta samsetta tjáningarform rófu og eyrna er algengt þegar kettir eiga í deilum sín á milli.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: ...