Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig á að fallbeygja orðið Hagkaup?

Guðrún Kvaran

Orðið kaup merkir ‛verslun, viðskipti’ og er venjulega notað í fleirtölu sem og í merkingunni ‛það að kaupa’. Gerð eru góð eða slæm kaup, maður getur átt í hagstæðum eða óhagstæðum kaupum við einhvern annan og þriðji maður getur til dæmis gengið inn í kaupin.

Ekki er kominn festa á beygingu verslunarheitisins.

Varðandi fyrirtækisnafnið Hagkaup svaraði Halldór Halldórsson prófessor í íslenskri málfræði því til fyrir allmörgum árum að eðlilegast væri að líta á heitið sem fleirtöluorð og segja: „Ég keypti í matinn í Hagkaupum.“ Í málfarsbanka málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er birt eftirfarandi setning: „Það hefur verið misjafnt hvort talsmenn Hagkaups/Hagkaupa hafa litið á nafn fyrirtækisins sem eintöluorð eða fleirtöluorð.“ Beyging heitisins er síðan sýnd í eintölu og fleirtölu. Engin festa er því komin á notkun heitisins og þar með um leið beygingu þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.1.2011

Spyrjandi

Sigurður Jón Júlíusson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig á að fallbeygja orðið Hagkaup?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2011. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58026.

Guðrún Kvaran. (2011, 13. janúar). Hvernig á að fallbeygja orðið Hagkaup? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58026

Guðrún Kvaran. „Hvernig á að fallbeygja orðið Hagkaup?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2011. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58026>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig á að fallbeygja orðið Hagkaup?
Orðið kaup merkir ‛verslun, viðskipti’ og er venjulega notað í fleirtölu sem og í merkingunni ‛það að kaupa’. Gerð eru góð eða slæm kaup, maður getur átt í hagstæðum eða óhagstæðum kaupum við einhvern annan og þriðji maður getur til dæmis gengið inn í kaupin.

Ekki er kominn festa á beygingu verslunarheitisins.

Varðandi fyrirtækisnafnið Hagkaup svaraði Halldór Halldórsson prófessor í íslenskri málfræði því til fyrir allmörgum árum að eðlilegast væri að líta á heitið sem fleirtöluorð og segja: „Ég keypti í matinn í Hagkaupum.“ Í málfarsbanka málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er birt eftirfarandi setning: „Það hefur verið misjafnt hvort talsmenn Hagkaups/Hagkaupa hafa litið á nafn fyrirtækisins sem eintöluorð eða fleirtöluorð.“ Beyging heitisins er síðan sýnd í eintölu og fleirtölu. Engin festa er því komin á notkun heitisins og þar með um leið beygingu þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...