Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað voru mammútar þungir?

Jón Már Halldórsson

Vísindamenn hafa greint að minnsta kosti 14 tegundir loðfíla eða mammúta. Flestar þessara tegunda voru áþekkar asíska fílnum (Elephantus maximus) að stærð, um 2,5-4 m á herðakamb, en nokkru þyngri en sá asíski eða 6-8 tonn. Lesa má meira um asíska fílinn í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?

En til voru gríðarstórir loðfílar og er talið að stærsta mammútategundin, Songhua-fljótamammútinn (Mammuthus sungari) hafi verið rúmir 5 metrar á hæð yfir herðakamb og vegið að minnsta kosti 15 tonn.



Síberíski loðfíllinn var svipaður að stærð og afrískir fílar dagsins í dag.

Algengar tegundir, eins og steppumammútinn (Mammuthus trogontherii) sem lifði á sléttum Evrasíu aðallega í Síberíu, voru mun hærri en afrískir fílar (Loxodonta africanus) eða allt að 4,8 metrar á herðakamb og voru stærstu tarfarnir rúmlega 8 tonn að þyngd. Önnur tegund, kólumbíuloðfíllinn (Mammuthus columbi) var áþekkur að stærð en talinn þyngri eða allt að 10 tonn. Að lokum má nefna þá tegund loðfíla sem sennilega var útbreiddustu á síðasta jökulskeiði, síberíska loðfílinn (Mammuthus primigenius) sem var líklega áþekkur afrískum fílum að stærð og þyngd (lesa má um afríska fíla í svörum sama höfundar við spurningunum Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn? og Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?)

En það voru einnig til tegundir sem voru mun minni en þeir fílar sem lifa í dag, eiginlega dvergloðfílar sem voru allt niður í 120 cm á herðakamb. Til dæmis dvergmammútar af tegundinn Mammuthus lamarmorae sem lifðu á Miðjarðarhafseyjunni Sardiníu. Einnig má nefna afbrigði af síberíska loðfílnum sem lifði á Wrangel-eyju fyrir norðan Síberíu og voru á bilinu 1,8-2,3 m. Líkur hafa verið leiddar að því að mammút af stærðinni 1,8 m hafi verið um eða yfir 1,5 tonn að þyngd.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.12.2010

Spyrjandi

Gígja Hrönn Þórðardóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað voru mammútar þungir?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2010. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57906.

Jón Már Halldórsson. (2010, 13. desember). Hvað voru mammútar þungir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57906

Jón Már Halldórsson. „Hvað voru mammútar þungir?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2010. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57906>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað voru mammútar þungir?
Vísindamenn hafa greint að minnsta kosti 14 tegundir loðfíla eða mammúta. Flestar þessara tegunda voru áþekkar asíska fílnum (Elephantus maximus) að stærð, um 2,5-4 m á herðakamb, en nokkru þyngri en sá asíski eða 6-8 tonn. Lesa má meira um asíska fílinn í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?

En til voru gríðarstórir loðfílar og er talið að stærsta mammútategundin, Songhua-fljótamammútinn (Mammuthus sungari) hafi verið rúmir 5 metrar á hæð yfir herðakamb og vegið að minnsta kosti 15 tonn.



Síberíski loðfíllinn var svipaður að stærð og afrískir fílar dagsins í dag.

Algengar tegundir, eins og steppumammútinn (Mammuthus trogontherii) sem lifði á sléttum Evrasíu aðallega í Síberíu, voru mun hærri en afrískir fílar (Loxodonta africanus) eða allt að 4,8 metrar á herðakamb og voru stærstu tarfarnir rúmlega 8 tonn að þyngd. Önnur tegund, kólumbíuloðfíllinn (Mammuthus columbi) var áþekkur að stærð en talinn þyngri eða allt að 10 tonn. Að lokum má nefna þá tegund loðfíla sem sennilega var útbreiddustu á síðasta jökulskeiði, síberíska loðfílinn (Mammuthus primigenius) sem var líklega áþekkur afrískum fílum að stærð og þyngd (lesa má um afríska fíla í svörum sama höfundar við spurningunum Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn? og Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?)

En það voru einnig til tegundir sem voru mun minni en þeir fílar sem lifa í dag, eiginlega dvergloðfílar sem voru allt niður í 120 cm á herðakamb. Til dæmis dvergmammútar af tegundinn Mammuthus lamarmorae sem lifðu á Miðjarðarhafseyjunni Sardiníu. Einnig má nefna afbrigði af síberíska loðfílnum sem lifði á Wrangel-eyju fyrir norðan Síberíu og voru á bilinu 1,8-2,3 m. Líkur hafa verið leiddar að því að mammút af stærðinni 1,8 m hafi verið um eða yfir 1,5 tonn að þyngd.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og mynd: