Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Þyngist maður við það að byrja á pillunni?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni.



Pillan er mjög örugg getnaðarvörn ef hún er notuð á réttan hátt, en hún er ekki vörn gegn kynsjúkdómum.

Ef kona hefur orðið vör við óútskýranlega þyngdaraukningu á meðan hún er á pillunni eru ýmis ráð sem má grípa til við að ná stjórn á þyngdinni. Þau helstu eru:
  • Stunda reglubundna hreyfingu (líkamsrækt) í að minnsta kosti hálftíma flesta daga. Mikilvægt er að finna hreyfingu sem viðkomandi hefur gaman af, því þá eru mestar líkur á að menn gefist ekki upp.
  • Borða mat sem er hollur fyrir hjartað, til dæmis:
    • mikið af grænmeti og ávöxtum, kornmeti og fitulausar eða fitusnauðar mjólkurvörur
    • magrar kjötvörur, fuglakjöt, fisk, baunir, egg og hnetur
    • takmarkað magn af mettuðum fitum, transfitum og kólesteróli, salti og viðbættum sykri

  • Takmarka neyslu áfengis og „tómra“ hitaeininga eins og gosdrykkja, sælgætis og annarra sykraðra matvara.
  • Skipta yfir í getnaðarvarnarpillutegund sem inniheldur lítið af

    " target="_self">estrógeni
    (ef viðkomandi er ekki á slíkri nú þegar) en það gæti minnkað vökvasöfnun.

Mikilvægt er að hafa í huga að töfralausnir, eins og vatnslosandi töflur, eru í raun ekki til. Besta lausnin til hóflegs, stöðugs þyngdartaps er hollt mataræði og regluleg hreyfing.

Ef kona tekur eftir þyngdaraukningu á meðan hún er „á pillunni“ er sjálfsagt að leita ráða hjá heimilislækni, skólahjúkrunarfræðingi eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni. Hjá þeim er hægt að fá önnur ráð til að fást við vandamálið og þau geta útilokað aðrar heilsufarslegar ástæður fyrir því. Þeir geta einnig bent á aðrar getnaðarvarnaraðferðir ef erfitt reynist að hafa hemil á þyngdinni á meðan pillan er notuð.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

14.3.2011

Spyrjandi

Ingólfur Waage

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Þyngist maður við það að byrja á pillunni?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57780.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2011, 14. mars). Þyngist maður við það að byrja á pillunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57780

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Þyngist maður við það að byrja á pillunni?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57780>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Þyngist maður við það að byrja á pillunni?
Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni.



Pillan er mjög örugg getnaðarvörn ef hún er notuð á réttan hátt, en hún er ekki vörn gegn kynsjúkdómum.

Ef kona hefur orðið vör við óútskýranlega þyngdaraukningu á meðan hún er á pillunni eru ýmis ráð sem má grípa til við að ná stjórn á þyngdinni. Þau helstu eru:
  • Stunda reglubundna hreyfingu (líkamsrækt) í að minnsta kosti hálftíma flesta daga. Mikilvægt er að finna hreyfingu sem viðkomandi hefur gaman af, því þá eru mestar líkur á að menn gefist ekki upp.
  • Borða mat sem er hollur fyrir hjartað, til dæmis:
    • mikið af grænmeti og ávöxtum, kornmeti og fitulausar eða fitusnauðar mjólkurvörur
    • magrar kjötvörur, fuglakjöt, fisk, baunir, egg og hnetur
    • takmarkað magn af mettuðum fitum, transfitum og kólesteróli, salti og viðbættum sykri

  • Takmarka neyslu áfengis og „tómra“ hitaeininga eins og gosdrykkja, sælgætis og annarra sykraðra matvara.
  • Skipta yfir í getnaðarvarnarpillutegund sem inniheldur lítið af

    " target="_self">estrógeni
    (ef viðkomandi er ekki á slíkri nú þegar) en það gæti minnkað vökvasöfnun.

Mikilvægt er að hafa í huga að töfralausnir, eins og vatnslosandi töflur, eru í raun ekki til. Besta lausnin til hóflegs, stöðugs þyngdartaps er hollt mataræði og regluleg hreyfing.

Ef kona tekur eftir þyngdaraukningu á meðan hún er „á pillunni“ er sjálfsagt að leita ráða hjá heimilislækni, skólahjúkrunarfræðingi eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni. Hjá þeim er hægt að fá önnur ráð til að fást við vandamálið og þau geta útilokað aðrar heilsufarslegar ástæður fyrir því. Þeir geta einnig bent á aðrar getnaðarvarnaraðferðir ef erfitt reynist að hafa hemil á þyngdinni á meðan pillan er notuð.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir: