Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvernig er skólaganga einhvers sem býr í Bandaríkjunum ef hann ætlar að verða skurðlæknir?

Þórdís Kristinsdóttir

Skólakerfið í Bandaríkjunum er ólíkt því sem við þekkjum á Íslandi og uppbyggingin önnur.

Til að komast inn í læknaskóla (e. medical school) í Bandaríkjunum þarf fyrst að ljúka fjögurra ára grunnháskólanámi (e. undergraduate study). Á þessu stigi mega nemar velja hvaða aðalfag sem er, en best er að læra eitthvað tengt líffræði og raunvísindum því nauðsynlegt er að uppfylla ákveðnar kröfur til að geta hafið nám í læknaskóla. Þessar kröfur eru að hafa lokið einu ári í líffræði, ári af almennri efnafræði, ári í lífrænni efnafræði og eðlisfræði, allt með verklegu námi, og auk þess önn af erfðafræði og ensku og námskeiðum í hugvísindum (e. humanities) svo sem bókmenntum, tungumálum, trúarbragðafræði og heimspeki. Flestir læknaskólar mæla einnig með því að taka önn af lífefnafræði þar sem hratt er farið yfir þann hluta námsins í skólanum. Sumir skólar gera kröfu um að nemar taki MCAT-prófið (Medical College Admission Test). Einkunn á því prófi ásamt meðaleinkunn úr grunnháskólanámi og ýmsum störfum utan námsins, svo sem íþróttum og tónlistarnámi, skera úr um það hverjir komast inn í læknaskóla, og er samkeppnin oft hörð.


Skurðlæknanám er langt og strangt.

Þegar komið er í læknaskóla tekur þar við fjögurra ára nám. Fyrstu tvö árin er kennsla í almennum raungreinum, auk þess sem nemar fá fyrstu kynni af heilbrigðiskerfinu. Á þriðja ári er meiri áhersla á verknám og lært hvernig mismunandi greinar heilbrigðiskerfisins vinna saman. Á fjórða ári er frekara verknám og læknanemar eru kynntir fyrir sínu persónulega hlutverki innan heilbrigðiskerfisins. Á þriðja og fjórða ári byrja nemar auk þess að vinna að umsókn sinni um starfsnám (e. residency) í skurðlækningum.

Til þess að fá stöðu á spítala sem læknir í sérnámi þarf að taka svo kallað USMLE-próf (United States Medical Licensing Examination). Þetta próf þurfa íslenskir læknar sem lokið hafa grunnnámi hér á landi einnig að taka, vilji þeir fara í sérnám til Bandaríkjanna. Einnig þarf að hafa fengið nokkurra vikna klíníska þjálfun (e. clerkship) í umræddri sérgrein og afla sér þannig meðmæla, en þetta er oftast gert á þriðja og fjórða ári í læknaskóla, auk þess að senda umsókn og mæta í viðtöl á spítalann sem sótt er um námsstöðu á.

Fyrsta árið í sérnámi svipar til kandídatsárs á Íslandi. Nemi (e. intern) hefur þá hafið full störf á spítalanum og að árinu loknu fæst almennt lækningaleyfi. Síðan tekur við fimm til sjö ára sérhæft starfsnám í skurðlækningum. Þeir læknar sem sérhæfa sig á ákveðnu sviði svo sem hjarta-, barna- eða æðaskurðlækningum þurfa að fá frekari starfsþjálfun (e. fellowship training) í að minnsta kosti eitt ár og þegar því er lokið fær læknir loks leyfi til að starfa sjálfstætt og án eftirlits.

Læknisfræðinám er langt og strangt og auk þessarar löngu skólagöngu þá komast læknar sífellt í kynni við ný tilfelli sem þeir hafa ekki fengist við áður. Auk þess eru stöðugar framfarir á sviði læknavísinda og ný tækni lítur dagsins ljós svo nauðsynlegt er fyrir lækna að bæta við þekkingu sína allan starfsferilinn.

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.7.2011

Spyrjandi

Kristófer Alex Guðmundsson, f. 1997

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvernig er skólaganga einhvers sem býr í Bandaríkjunum ef hann ætlar að verða skurðlæknir?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2011. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57633.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 13. júlí). Hvernig er skólaganga einhvers sem býr í Bandaríkjunum ef hann ætlar að verða skurðlæknir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57633

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvernig er skólaganga einhvers sem býr í Bandaríkjunum ef hann ætlar að verða skurðlæknir?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2011. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57633>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er skólaganga einhvers sem býr í Bandaríkjunum ef hann ætlar að verða skurðlæknir?
Skólakerfið í Bandaríkjunum er ólíkt því sem við þekkjum á Íslandi og uppbyggingin önnur.

Til að komast inn í læknaskóla (e. medical school) í Bandaríkjunum þarf fyrst að ljúka fjögurra ára grunnháskólanámi (e. undergraduate study). Á þessu stigi mega nemar velja hvaða aðalfag sem er, en best er að læra eitthvað tengt líffræði og raunvísindum því nauðsynlegt er að uppfylla ákveðnar kröfur til að geta hafið nám í læknaskóla. Þessar kröfur eru að hafa lokið einu ári í líffræði, ári af almennri efnafræði, ári í lífrænni efnafræði og eðlisfræði, allt með verklegu námi, og auk þess önn af erfðafræði og ensku og námskeiðum í hugvísindum (e. humanities) svo sem bókmenntum, tungumálum, trúarbragðafræði og heimspeki. Flestir læknaskólar mæla einnig með því að taka önn af lífefnafræði þar sem hratt er farið yfir þann hluta námsins í skólanum. Sumir skólar gera kröfu um að nemar taki MCAT-prófið (Medical College Admission Test). Einkunn á því prófi ásamt meðaleinkunn úr grunnháskólanámi og ýmsum störfum utan námsins, svo sem íþróttum og tónlistarnámi, skera úr um það hverjir komast inn í læknaskóla, og er samkeppnin oft hörð.


Skurðlæknanám er langt og strangt.

Þegar komið er í læknaskóla tekur þar við fjögurra ára nám. Fyrstu tvö árin er kennsla í almennum raungreinum, auk þess sem nemar fá fyrstu kynni af heilbrigðiskerfinu. Á þriðja ári er meiri áhersla á verknám og lært hvernig mismunandi greinar heilbrigðiskerfisins vinna saman. Á fjórða ári er frekara verknám og læknanemar eru kynntir fyrir sínu persónulega hlutverki innan heilbrigðiskerfisins. Á þriðja og fjórða ári byrja nemar auk þess að vinna að umsókn sinni um starfsnám (e. residency) í skurðlækningum.

Til þess að fá stöðu á spítala sem læknir í sérnámi þarf að taka svo kallað USMLE-próf (United States Medical Licensing Examination). Þetta próf þurfa íslenskir læknar sem lokið hafa grunnnámi hér á landi einnig að taka, vilji þeir fara í sérnám til Bandaríkjanna. Einnig þarf að hafa fengið nokkurra vikna klíníska þjálfun (e. clerkship) í umræddri sérgrein og afla sér þannig meðmæla, en þetta er oftast gert á þriðja og fjórða ári í læknaskóla, auk þess að senda umsókn og mæta í viðtöl á spítalann sem sótt er um námsstöðu á.

Fyrsta árið í sérnámi svipar til kandídatsárs á Íslandi. Nemi (e. intern) hefur þá hafið full störf á spítalanum og að árinu loknu fæst almennt lækningaleyfi. Síðan tekur við fimm til sjö ára sérhæft starfsnám í skurðlækningum. Þeir læknar sem sérhæfa sig á ákveðnu sviði svo sem hjarta-, barna- eða æðaskurðlækningum þurfa að fá frekari starfsþjálfun (e. fellowship training) í að minnsta kosti eitt ár og þegar því er lokið fær læknir loks leyfi til að starfa sjálfstætt og án eftirlits.

Læknisfræðinám er langt og strangt og auk þessarar löngu skólagöngu þá komast læknar sífellt í kynni við ný tilfelli sem þeir hafa ekki fengist við áður. Auk þess eru stöðugar framfarir á sviði læknavísinda og ný tækni lítur dagsins ljós svo nauðsynlegt er fyrir lækna að bæta við þekkingu sína allan starfsferilinn.

Mynd: