Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um trjónupeðlusveppi?

Jón Már Halldórsson

Trjónupeðla (Psilocybe semilanceata) er fremur lítill hattsveppur með mjóan og langan staf. Hann verður nokkrir sentimetrar á hæð. Trjónupeðla er ljósbrún að lit og vex í graslendi. Hún finnst í norðanverðri Evrópu og allt austur til fyrrum ríkja Sovétríkjanna auk þess sem hún vex í einhverjum mæli í Rúmeníu og Búlgaríu. Trjónupeðla finnst einnig víða á Bretlandseyjum, vestur í Norður-Ameríku og einnig í suðurhluta Suður-Ameríku, í Síle og Argentínu.

Hér á landi er trjónupeðla algeng í graslendi til dæmis á opnum túnum og á umferðareyjum í þéttbýlinu sunnanlands. Hún er þekkt sem ofskynjunarsveppur en vímuefnaneytendur leita gjarnan í hana á haustin.

Í trjónupeðlunni er eiturefni sem veldur ofskynjunum og nefnist silocíbin (e. psilocybin). Það finnst víða í svepparíkinu, meðal annars innan ættkvíslar peðsveppa eða psilocybe sem trjónupeðlan tilheyrir. Silocíbin hefur fundist í um 200 tegundum hattsveppa.



Trjónupeðla (Psilocybe semilanceata).

Þegar silocíbin er innbyrt brotnar það fljótt niður í efni sem nefnist silocín (psilocin) sem getur bundist serótónín-viðtökum í heila. Þetta veldur ofskynjunum sem geta staðið yfir í þrjár til átta klukkustundir. Sá sem er undir áhrifum skynjar þetta þó sem mun lengri tíma vegna brenglunar á tímaskyni.

Neysla á trjónupeðlu veldur ekki aðeins skynbrenglun heldur getur hún valdið skemmdum á líffærum og ýtt undir undirliggjandi geðsjúkdóma.

Eitrunaráhrif silocíbin eru ekki mjög mikil, efnið er ekki baneitrað þótt neyslu þess geti fylgt ýmiskonar óæskileg áhrif. Rannsóknir á rottum hafa sýnt að banvænn skammtur af silocíbin eða svokallaður LD-mælikvarði er um 280 mg/kg, en í kanínum er hann mun lægri eða 12,5 mg/kg. Reynar er það vel þekkt að kanínur hafa mjög lítið þol gagnvart skynbrenglandi lyfjum. Vissulega hafa ekki verið gerðar slíkar rannsóknir á fólki en ef niðurstöður úr rannsóknum á rottum eru yfirfærðar á menn, þá þyrfti maður sem væri 60 kg að neyta 17 kg af ferskri trjónupeðlu eða 1,7 kg af þurrkaðri til að innbyrða banvænan skammt.

Frekari fróðleikur um sveppi á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.10.2010

Spyrjandi

Ómar Tryggvason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um trjónupeðlusveppi?“ Vísindavefurinn, 14. október 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57143.

Jón Már Halldórsson. (2010, 14. október). Hvað getið þið sagt mér um trjónupeðlusveppi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57143

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um trjónupeðlusveppi?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57143>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um trjónupeðlusveppi?
Trjónupeðla (Psilocybe semilanceata) er fremur lítill hattsveppur með mjóan og langan staf. Hann verður nokkrir sentimetrar á hæð. Trjónupeðla er ljósbrún að lit og vex í graslendi. Hún finnst í norðanverðri Evrópu og allt austur til fyrrum ríkja Sovétríkjanna auk þess sem hún vex í einhverjum mæli í Rúmeníu og Búlgaríu. Trjónupeðla finnst einnig víða á Bretlandseyjum, vestur í Norður-Ameríku og einnig í suðurhluta Suður-Ameríku, í Síle og Argentínu.

Hér á landi er trjónupeðla algeng í graslendi til dæmis á opnum túnum og á umferðareyjum í þéttbýlinu sunnanlands. Hún er þekkt sem ofskynjunarsveppur en vímuefnaneytendur leita gjarnan í hana á haustin.

Í trjónupeðlunni er eiturefni sem veldur ofskynjunum og nefnist silocíbin (e. psilocybin). Það finnst víða í svepparíkinu, meðal annars innan ættkvíslar peðsveppa eða psilocybe sem trjónupeðlan tilheyrir. Silocíbin hefur fundist í um 200 tegundum hattsveppa.



Trjónupeðla (Psilocybe semilanceata).

Þegar silocíbin er innbyrt brotnar það fljótt niður í efni sem nefnist silocín (psilocin) sem getur bundist serótónín-viðtökum í heila. Þetta veldur ofskynjunum sem geta staðið yfir í þrjár til átta klukkustundir. Sá sem er undir áhrifum skynjar þetta þó sem mun lengri tíma vegna brenglunar á tímaskyni.

Neysla á trjónupeðlu veldur ekki aðeins skynbrenglun heldur getur hún valdið skemmdum á líffærum og ýtt undir undirliggjandi geðsjúkdóma.

Eitrunaráhrif silocíbin eru ekki mjög mikil, efnið er ekki baneitrað þótt neyslu þess geti fylgt ýmiskonar óæskileg áhrif. Rannsóknir á rottum hafa sýnt að banvænn skammtur af silocíbin eða svokallaður LD-mælikvarði er um 280 mg/kg, en í kanínum er hann mun lægri eða 12,5 mg/kg. Reynar er það vel þekkt að kanínur hafa mjög lítið þol gagnvart skynbrenglandi lyfjum. Vissulega hafa ekki verið gerðar slíkar rannsóknir á fólki en ef niðurstöður úr rannsóknum á rottum eru yfirfærðar á menn, þá þyrfti maður sem væri 60 kg að neyta 17 kg af ferskri trjónupeðlu eða 1,7 kg af þurrkaðri til að innbyrða banvænan skammt.

Frekari fróðleikur um sveppi á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

...