Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju heitir Hestfjall í Grímsnesi þessu nafni?

Svavar Sigmundsson

Hestfjall dregur líklega nafn sitt af lögun, það er eins og liggjandi hestur til að sjá. Efst á því heita Hesteyru. Hitt er svo annað mál að Hestfjall var notað til hrossabeitar frá Skálholtsstað áður fyrr en það kemur nafngiftinni sennilega ekki við.



Hestur og Hestfjall í Grímsneshreppi í baksýn.

Nokkur önnur Hestfjöll eru til í landinu, til dæmis Hestfjall fyrir ofan bæinn Hest í Andakíl, Borgarfjarðarsýslu. Það er bratt að framan með klettum í brúnum og minnir að því leyti á Hestfjall í Árnessýslu. Hestfjall heitir fjall í landi Fróðár í Fróðárhreppi í Snæfellsnessýslu og annað í botni Önundarfjarðar í V-Ísafjarðarsýslu. Fjall við Seyðisfjörð í N-Ísafjarðarsýslu heitir einnig Hestfjall og fjall vestan Héðinsfjarðar í Eyjafjarðarsýslu ber sama nafn (líka nefnt Hesturinn).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

8.12.2010

Spyrjandi

Ingunn Árnadóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir Hestfjall í Grímsnesi þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2010. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56947.

Svavar Sigmundsson. (2010, 8. desember). Af hverju heitir Hestfjall í Grímsnesi þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56947

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir Hestfjall í Grímsnesi þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2010. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56947>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir Hestfjall í Grímsnesi þessu nafni?
Hestfjall dregur líklega nafn sitt af lögun, það er eins og liggjandi hestur til að sjá. Efst á því heita Hesteyru. Hitt er svo annað mál að Hestfjall var notað til hrossabeitar frá Skálholtsstað áður fyrr en það kemur nafngiftinni sennilega ekki við.



Hestur og Hestfjall í Grímsneshreppi í baksýn.

Nokkur önnur Hestfjöll eru til í landinu, til dæmis Hestfjall fyrir ofan bæinn Hest í Andakíl, Borgarfjarðarsýslu. Það er bratt að framan með klettum í brúnum og minnir að því leyti á Hestfjall í Árnessýslu. Hestfjall heitir fjall í landi Fróðár í Fróðárhreppi í Snæfellsnessýslu og annað í botni Önundarfjarðar í V-Ísafjarðarsýslu. Fjall við Seyðisfjörð í N-Ísafjarðarsýslu heitir einnig Hestfjall og fjall vestan Héðinsfjarðar í Eyjafjarðarsýslu ber sama nafn (líka nefnt Hesturinn).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:...