Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?

Leifur Reynisson

Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast vestur um haf voru kanadísk stjórnvöld nýlega farin að bjóða upp á ókeypis land til að lokka fólk til sín. Margar þjóðir Evrópu hófu vesturferðir mun fyrr en þá þótti best að setjast að í Bandaríkjunum. Þær héldu því áfram að leggja leið sína þangað enda var auðveldara að setjast að þar sem samlandar voru fyrir.

Árið 1875 fengu Íslendingar að stofna eins konar sjálfstjórnarnýlendu við Winnipegvatn í Manitoba sem þeir kölluðu Nýja-Ísland. Landsvæðið, sem þeir höfðu valið sér sjálfir, reyndist erfitt til ræktunar og margvíslegir aðrir erfiðleikar gerðu mönnum lífið leitt fyrstu árin. Slæm landgæði, bólusótt og flóð urðu til þess að mikill fólksflótti brast á um tíma en fljótlega tók þó að fjölga aftur í byggðarlaginu. Árið 1887 varð Nýja-Ísland hluti af Manitobafylki og lauk þar með sjálfstæði byggðarinnar. Íslendingar höfðu þó einkarétt til landnáms á svæðinu fram til aldamótanna 1900. Bærinn Gimli er höfuðstaður byggðarinnar og þar er enn í dag haldin árleg Íslendingahátíð.



Gimli árið 1910.

Með tímanum settust flestir Vestur-Íslendingar að í Winnipegborg. Til að byrja með bjuggu þeir þar við mikla fátækt og ömurlegar aðstæður en smám saman batnaði hagur þeirra og komust sumir til metorða. Íslensk blaðaútgáfa hófst fljótlega vestanheims en þekktust voru blöðin Heimskringla, sem stofnað var 1886, og Lögberg sem fyrst kom út 1888. Þau sameinuðu krafta sína árið 1959 undir heitinu Lögberg-Heimskringla og kemur það enn út í enskri útgáfu.

Mikil samskipti voru á milli Vestur-Íslendinga og þeirra sem eftir urðu. Fjöldi bréfa og blaða bárust hingað til lands auk þess sem sumir sneru aftur. Þar komu fram ýmsar nýjungar sem Ameríkufararnir höfðu kynnst vestanhafs og áttu þær þátt í að færa Ísland nær nútímanum. Töluverð tengsl eru í dag á milli Íslands og afkomenda vesturfaranna í Bandaríkjunum og Kanada. Hafa þau eflst mjög á seinni árum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Guðjón Arngrímsson: Nýja Ísland. Örlagasaga vesturfaranna í máli og myndum. Mál og menning, Reykjavík, 1997.
  • Gunnar Karlsson: „Atvinnubylting og ríkismyndun 1874-1918“, í Sigurður Líndal og Pétur Hrafn Árnason ritstj., Saga Íslands X. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 2009.
  • Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson: Framtíð handan hafs. Vesturfarir frá Íslandi 1870-1914. Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2003.
  • Mynd af Gimli: Manitoba Historical Society, upphaflega fengin frá Archives of Manitoba. Sótt 21. 5. 2010.

Höfundur

sagnfræðingur

Útgáfudagur

31.5.2010

Spyrjandi

Steinar Hrafn Böðvarsson, f. 1993

Tilvísun

Leifur Reynisson. „Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2010. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56482.

Leifur Reynisson. (2010, 31. maí). Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56482

Leifur Reynisson. „Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2010. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56482>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?
Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast vestur um haf voru kanadísk stjórnvöld nýlega farin að bjóða upp á ókeypis land til að lokka fólk til sín. Margar þjóðir Evrópu hófu vesturferðir mun fyrr en þá þótti best að setjast að í Bandaríkjunum. Þær héldu því áfram að leggja leið sína þangað enda var auðveldara að setjast að þar sem samlandar voru fyrir.

Árið 1875 fengu Íslendingar að stofna eins konar sjálfstjórnarnýlendu við Winnipegvatn í Manitoba sem þeir kölluðu Nýja-Ísland. Landsvæðið, sem þeir höfðu valið sér sjálfir, reyndist erfitt til ræktunar og margvíslegir aðrir erfiðleikar gerðu mönnum lífið leitt fyrstu árin. Slæm landgæði, bólusótt og flóð urðu til þess að mikill fólksflótti brast á um tíma en fljótlega tók þó að fjölga aftur í byggðarlaginu. Árið 1887 varð Nýja-Ísland hluti af Manitobafylki og lauk þar með sjálfstæði byggðarinnar. Íslendingar höfðu þó einkarétt til landnáms á svæðinu fram til aldamótanna 1900. Bærinn Gimli er höfuðstaður byggðarinnar og þar er enn í dag haldin árleg Íslendingahátíð.



Gimli árið 1910.

Með tímanum settust flestir Vestur-Íslendingar að í Winnipegborg. Til að byrja með bjuggu þeir þar við mikla fátækt og ömurlegar aðstæður en smám saman batnaði hagur þeirra og komust sumir til metorða. Íslensk blaðaútgáfa hófst fljótlega vestanheims en þekktust voru blöðin Heimskringla, sem stofnað var 1886, og Lögberg sem fyrst kom út 1888. Þau sameinuðu krafta sína árið 1959 undir heitinu Lögberg-Heimskringla og kemur það enn út í enskri útgáfu.

Mikil samskipti voru á milli Vestur-Íslendinga og þeirra sem eftir urðu. Fjöldi bréfa og blaða bárust hingað til lands auk þess sem sumir sneru aftur. Þar komu fram ýmsar nýjungar sem Ameríkufararnir höfðu kynnst vestanhafs og áttu þær þátt í að færa Ísland nær nútímanum. Töluverð tengsl eru í dag á milli Íslands og afkomenda vesturfaranna í Bandaríkjunum og Kanada. Hafa þau eflst mjög á seinni árum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Guðjón Arngrímsson: Nýja Ísland. Örlagasaga vesturfaranna í máli og myndum. Mál og menning, Reykjavík, 1997.
  • Gunnar Karlsson: „Atvinnubylting og ríkismyndun 1874-1918“, í Sigurður Líndal og Pétur Hrafn Árnason ritstj., Saga Íslands X. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 2009.
  • Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson: Framtíð handan hafs. Vesturfarir frá Íslandi 1870-1914. Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2003.
  • Mynd af Gimli: Manitoba Historical Society, upphaflega fengin frá Archives of Manitoba. Sótt 21. 5. 2010.
...