Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hverjar eru batahorfur og meðferð við Crohns-sjúkdómi?

Magnús Jóhannsson

Crohns-sjúkdómur hrjáir bæði kynin og gerir oftast fyrst vart við sig á aldrinum 14 til 24 ára. Tveir langvinnir bólgusjúkdómar í þörmum, Crohns-sjúkdómur og sáraristilbólga (ulcerative colitis), eru um margt líkir en sáraristilbólga byrjar oft ekki fyrr en eftir miðjan aldur.

Crohns-sjúkdómur virðist fylgja vissum ættum og um 20% sjúklinganna eiga náinn ættingja með bólgusjúkdóm í þörmum. Ekki er vitað með vissu hvað orsakar sjúkdóminn, menn hefur lengi grunað að orsakavaldurinn sé sýkill (veira eða baktería) en hann hefur ekki fundist.

Sjúklingar með Crohns-sjúkdóm eru með truflun í ónæmiskerfinu en ekki er vitað hvort hún er orsök eða afleiðing sjúkdómsins. Crohns-sjúkdómur leggst einkum á smáþarmana en nær stundum niður í ristil. Sjúkdómseinkennin eru aðallega kviðverkir, oft neðarlega hægra megin, og niðurgangur eða hægðatregða. Stundum kemur blóð með hægðum og einnig geta þyngdartap og sótthiti fylgt sjúkdómnum. Langvarandi blæðing frá þörmum getur leitt til blóðleysis og sjúkdómurinn getur truflað vöxt og þroska barna, meðal annars vegna skorts á næringarefnum.

Um er að ræða langvarandi, ólæknandi sjúkdóm, sem stundum hverfur, en getur komið aftur hvenær sem er ævinnar. Stundum hverfa öll einkenni í langan tíma, jafnvel árum saman, en ómögulegt er að vita hvenær þau kunna að birtast aftur. Þeir sem hafa greinst með Crohns-sjúkdóm geta gert ráð fyrir að þeir þurfi læknismeðferð í langan tíma. Engin lækning er þekkt en meðferðin hefur það takmark að lagfæra skort á næringarefnum, halda bólgubreytingum í skefjum, gera sjúklinginn verkjalausan og stöðva blæðingu.

Engar algildar reglur eru til um mataræði en sumum versnar af mjólk, áfengi, kryddi, steiktum mat og trefjum. Stórir skammtar af vítamínum eru gagnslausir og geta jafnvel verið skaðlegir. Flestum sjúklingum batnar mikið af vissum bólgueyðandi lyfjum, sýklalyfjum eða sterum. Sum þessara bólgueyðandi lyfja er óhætt að taka árum saman.

Algengasti fylgikvilli Crohns-sjúkdóms er garnastífla, sem verður vegna þess hve þarmaveggirnir þykkna mikið. Stundum eru engin önnur úrræði en að fjarlægja þann hluta þarmanna sem verst er farinn af sjúkdómnum, en þó að allt sjúka svæðið sé tekið er alltaf hætta á að sjúkdómurinn taki sig upp í þeim hluta þarmanna sem eftir er.

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað getið þið sagt mér um Crohns-sjúkdóm?


Þetta svar birtist upphaflega á vef Magnúsar Jóhannssonar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

21.10.2010

Spyrjandi

Áslaug Árnadóttir, Kolbrún Gunnarsdóttir, Eyrún Valsdóttir

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hverjar eru batahorfur og meðferð við Crohns-sjúkdómi?“ Vísindavefurinn, 21. október 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55861.

Magnús Jóhannsson. (2010, 21. október). Hverjar eru batahorfur og meðferð við Crohns-sjúkdómi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55861

Magnús Jóhannsson. „Hverjar eru batahorfur og meðferð við Crohns-sjúkdómi?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55861>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru batahorfur og meðferð við Crohns-sjúkdómi?
Crohns-sjúkdómur hrjáir bæði kynin og gerir oftast fyrst vart við sig á aldrinum 14 til 24 ára. Tveir langvinnir bólgusjúkdómar í þörmum, Crohns-sjúkdómur og sáraristilbólga (ulcerative colitis), eru um margt líkir en sáraristilbólga byrjar oft ekki fyrr en eftir miðjan aldur.

Crohns-sjúkdómur virðist fylgja vissum ættum og um 20% sjúklinganna eiga náinn ættingja með bólgusjúkdóm í þörmum. Ekki er vitað með vissu hvað orsakar sjúkdóminn, menn hefur lengi grunað að orsakavaldurinn sé sýkill (veira eða baktería) en hann hefur ekki fundist.

Sjúklingar með Crohns-sjúkdóm eru með truflun í ónæmiskerfinu en ekki er vitað hvort hún er orsök eða afleiðing sjúkdómsins. Crohns-sjúkdómur leggst einkum á smáþarmana en nær stundum niður í ristil. Sjúkdómseinkennin eru aðallega kviðverkir, oft neðarlega hægra megin, og niðurgangur eða hægðatregða. Stundum kemur blóð með hægðum og einnig geta þyngdartap og sótthiti fylgt sjúkdómnum. Langvarandi blæðing frá þörmum getur leitt til blóðleysis og sjúkdómurinn getur truflað vöxt og þroska barna, meðal annars vegna skorts á næringarefnum.

Um er að ræða langvarandi, ólæknandi sjúkdóm, sem stundum hverfur, en getur komið aftur hvenær sem er ævinnar. Stundum hverfa öll einkenni í langan tíma, jafnvel árum saman, en ómögulegt er að vita hvenær þau kunna að birtast aftur. Þeir sem hafa greinst með Crohns-sjúkdóm geta gert ráð fyrir að þeir þurfi læknismeðferð í langan tíma. Engin lækning er þekkt en meðferðin hefur það takmark að lagfæra skort á næringarefnum, halda bólgubreytingum í skefjum, gera sjúklinginn verkjalausan og stöðva blæðingu.

Engar algildar reglur eru til um mataræði en sumum versnar af mjólk, áfengi, kryddi, steiktum mat og trefjum. Stórir skammtar af vítamínum eru gagnslausir og geta jafnvel verið skaðlegir. Flestum sjúklingum batnar mikið af vissum bólgueyðandi lyfjum, sýklalyfjum eða sterum. Sum þessara bólgueyðandi lyfja er óhætt að taka árum saman.

Algengasti fylgikvilli Crohns-sjúkdóms er garnastífla, sem verður vegna þess hve þarmaveggirnir þykkna mikið. Stundum eru engin önnur úrræði en að fjarlægja þann hluta þarmanna sem verst er farinn af sjúkdómnum, en þó að allt sjúka svæðið sé tekið er alltaf hætta á að sjúkdómurinn taki sig upp í þeim hluta þarmanna sem eftir er.

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað getið þið sagt mér um Crohns-sjúkdóm?


Þetta svar birtist upphaflega á vef Magnúsar Jóhannssonar og birt með góðfúslegu leyfi....