Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?

Geir Þ. Þórarinsson

Um stóuspeki er fjallað meira í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvað er stóuspeki? og Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina? Við bendum lesendum á að kynna sér þau svör.

Stóumenn voru nauðhyggjumenn og töldu að allt sem gerðist væri fyrirfram ákveðið. Nauðhyggjan var óaðskiljanlegur hluti af bæði náttúruspeki þeirra og rökfræði. Því urðu þeir að finna leið til að gera grein fyrir bæði frelsi viljans og siðferðilegri ábyrgð innan þess ramma sem kerfi þeirra myndaði. Að hluta til var það fólgið í því að læra að sætta sig við það sem er ekki á manns eigin valdi eða eins og Epiktetos segir í Handbók sinni:
Leitastu ekki eftir að atburðir verði eins og þú óskar þér, heldur skaltu óska þér að atburðirnir gerist eins og verða vill og þá mun þér vegna vel.
En enn er ósvarað hvort það sé yfirleitt á okkar valdi að velja að hafa rétt viðhorf, líkt og Epiktetos ráðleggur. Svar stóumanna var á þá leið að allt væri ákvarðað í þeim skilningi að allt sem gerðist ætti sér undanfarandi orsök, líka það sem gerist í sálarlífi okkar; viðhorf okkar og vilji ræðst til dæmis að einhverju leyti af skapgerð okkar og fyrri viðhorfum. Í ákveðnum skilningi ráðum við því ekki alfarið hver viðhorf okkar eru og hvað við viljum. Á hinn bóginn má greina á milli innri og ytri orsaka þannig að það sem ræður sálarlífi okkar, svo sem fyrri viðhorf okkar og skapgerð, eru innri orsakir. Það sem veltur á innri orsökum er þá á okkar valdi að svo miklu leyti sem það veltur ekki á neinu nema okkur sjálfum, jafnvel þótt sálarlíf okkar sé háð orsakarlögmálinu og við komumst ekki hjá því að vilja það sem við viljum og gætum ekki viljað eitthvað annað.

Stóumenn sættu oft harðri gagnrýni, meðal annars fyrir að tefla fram óraunhæfri siðfræði, því jafnvel þótt litið væri fram hjá nauðhyggju þeirra er bersýnilega ómögulegt að verða óskeikull vitringur, enda áttu stóumenn í vandræðum með að benda á raunverulegan vitring. Þeir gerðu hins vegar ráð fyrir möguleikanum á að verða dygðugur og héldu því jafnvel fram að menn hefðu ákveðna eðlislæga tilhneigingu til þess að nálgast hana.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Ítarefni:
  • Algra, K., J. Barnes, J. Mansfeld og M. Schofield (ritstj.), The Cambridge History of Hellenistic Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 1999).
  • Graver, M.R., Stoicism and Emotion (Chicago: University of Chicago Press, 2007).
  • Inwood, B. (ritstj.), The Cambridge Companion to the Stoics (Cambridge: Cambridge University Press, 2003).
  • Long, A.A., Hellenistic Philosophy: Stoics, Epicureans, Sceptics, 2. útg. (Berkeley og Los Angeles: University of California Press, 1986).
  • Sharples, R.W., Stoics, Epicureans and Sceptics: An Introduction to Hellenistic Philosophy (London: Routledge, 1996).

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

8.3.2010

Spyrjandi

Erla Rún Rúnarsdóttir, f. 1991, Ritstjórn

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55616.

Geir Þ. Þórarinsson. (2010, 8. mars). Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55616

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55616>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?
Um stóuspeki er fjallað meira í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvað er stóuspeki? og Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina? Við bendum lesendum á að kynna sér þau svör.

Stóumenn voru nauðhyggjumenn og töldu að allt sem gerðist væri fyrirfram ákveðið. Nauðhyggjan var óaðskiljanlegur hluti af bæði náttúruspeki þeirra og rökfræði. Því urðu þeir að finna leið til að gera grein fyrir bæði frelsi viljans og siðferðilegri ábyrgð innan þess ramma sem kerfi þeirra myndaði. Að hluta til var það fólgið í því að læra að sætta sig við það sem er ekki á manns eigin valdi eða eins og Epiktetos segir í Handbók sinni:
Leitastu ekki eftir að atburðir verði eins og þú óskar þér, heldur skaltu óska þér að atburðirnir gerist eins og verða vill og þá mun þér vegna vel.
En enn er ósvarað hvort það sé yfirleitt á okkar valdi að velja að hafa rétt viðhorf, líkt og Epiktetos ráðleggur. Svar stóumanna var á þá leið að allt væri ákvarðað í þeim skilningi að allt sem gerðist ætti sér undanfarandi orsök, líka það sem gerist í sálarlífi okkar; viðhorf okkar og vilji ræðst til dæmis að einhverju leyti af skapgerð okkar og fyrri viðhorfum. Í ákveðnum skilningi ráðum við því ekki alfarið hver viðhorf okkar eru og hvað við viljum. Á hinn bóginn má greina á milli innri og ytri orsaka þannig að það sem ræður sálarlífi okkar, svo sem fyrri viðhorf okkar og skapgerð, eru innri orsakir. Það sem veltur á innri orsökum er þá á okkar valdi að svo miklu leyti sem það veltur ekki á neinu nema okkur sjálfum, jafnvel þótt sálarlíf okkar sé háð orsakarlögmálinu og við komumst ekki hjá því að vilja það sem við viljum og gætum ekki viljað eitthvað annað.

Stóumenn sættu oft harðri gagnrýni, meðal annars fyrir að tefla fram óraunhæfri siðfræði, því jafnvel þótt litið væri fram hjá nauðhyggju þeirra er bersýnilega ómögulegt að verða óskeikull vitringur, enda áttu stóumenn í vandræðum með að benda á raunverulegan vitring. Þeir gerðu hins vegar ráð fyrir möguleikanum á að verða dygðugur og héldu því jafnvel fram að menn hefðu ákveðna eðlislæga tilhneigingu til þess að nálgast hana.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Ítarefni:
  • Algra, K., J. Barnes, J. Mansfeld og M. Schofield (ritstj.), The Cambridge History of Hellenistic Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 1999).
  • Graver, M.R., Stoicism and Emotion (Chicago: University of Chicago Press, 2007).
  • Inwood, B. (ritstj.), The Cambridge Companion to the Stoics (Cambridge: Cambridge University Press, 2003).
  • Long, A.A., Hellenistic Philosophy: Stoics, Epicureans, Sceptics, 2. útg. (Berkeley og Los Angeles: University of California Press, 1986).
  • Sharples, R.W., Stoics, Epicureans and Sceptics: An Introduction to Hellenistic Philosophy (London: Routledge, 1996).
...