Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Heyra fiskar hljóð og hafa þeir eitthvað jafnvægisskyn?

Jón Már Halldórsson

Fiskar hafa kvarnir eða eyrnasteina en það eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Kvarnirnar eru í þremur vökvafylltum hólfum í innri eyrunum beggja megin við aftari hluta heilans og eru því sex talsins (þrjú pör). Veggir hólfanna eru alsettir skynfrumum með bifhárum sem skynja hreyfingar kvarnanna í vökvanum og senda boð um þær til heilans. Helstu hlutverk kvarnanna tengjast heyrnar- og jafnvægisskyni fisksins í sjónum.

Kvarnapörin þrjú nefnast sagitta eða stóra heyrnarkvörn (sjá mynd hér til hliðar), astericus eða litla heyrnarkvörn og lapillus eða jafnvægiskvörn. Sagitta-steinarnir eru stærstir og það eru árhringir þeirra sem vísindamenn skoða þegar meta á aldur fisks. Þessir steinar, ásamt astericus, sjá um heyrnarskynjun. Þegar hljóðbylgjur berast um sjóinn fara þær í gegnum fiskinn því þéttleikinn er svipaður og hafið. Þegar bylgjurnar lenda á kvörninni, sem er mun þéttari, þá fer hún að titra og skynfrumurnar í veggjum skjóðunnar nema þennan titring sem hljóð.

Þriðja parið, jafnvægiskvörn, sér um jafnvægisskynjun. Þegar fiskurinn hallar á hliðina, færist kvörnin til í skjóðunni og snerting við bifhár skynfrumnanna gefur hallann til kynna og fiskurinn getur því rétt sig af.

Kvarnir eru gerðar úr kalsín-karbónati (CaCO3) og ýmsu öðrum formum kalsíns Ca2+. Einnig er lífrænt efni sem kallast ótólín, (NMITA), en það er prótín sem hefur væntanlega það hlutverk að búa til beinagrind sem kalsínið binst. Um 10% eru snefilefni sem koma úr umhverfi fisksins.

Sérstakar seytifrumur eru í innra eyranu sem seyta Ca2+. Þessar frumur seyta öllum efnum sem fara í kvörnina, líka snefilefnum, sem setjast utan á kvörnina. Efnasamsetning kvarnanna ræðst því að nokkru leyti af efnum í umhverfinu og geta líffræðingar því metið að einhverju leyti hvar fiskurinn hefur haldið sig með því að bera saman efnasamsetningu kvarna í fiski á mismunandi svæðum. Þessar seytifrumur eru misvirkar eftir árstíma og jafnvel eftir því hvaða tími dagsins er. Þannig myndast hringir í kvörnunum, árhringir eða dægurhringir, sem hægt er að nota til að meta aldur fisksins. Kvarnir vaxa í hlutfalli við fiskinn og út frá stærð þeirra er hægt að áætla stærð fisksins.

Frekari fróðleikur um Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Gróa Þóra Pétursdóttir. 2001. "Aldurslestur á kvörnum og hreistri helstu nytjafiska". Greinar um hafrannsóknir 56:72-74.
  • Helfman, Gene s., Bruce B. Collette og Douglas E. Facey. 1997. Diversity of fishes. 2.útg 2002. Blackwell Science, Inc. a Blackwell Publishing company.
  • Bleikjunetið
  • Mynd: Maine In-situ Sound & Color Lab.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.2.2010

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Heyra fiskar hljóð og hafa þeir eitthvað jafnvægisskyn?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2010. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55389.

Jón Már Halldórsson. (2010, 17. febrúar). Heyra fiskar hljóð og hafa þeir eitthvað jafnvægisskyn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55389

Jón Már Halldórsson. „Heyra fiskar hljóð og hafa þeir eitthvað jafnvægisskyn?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2010. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55389>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Heyra fiskar hljóð og hafa þeir eitthvað jafnvægisskyn?
Fiskar hafa kvarnir eða eyrnasteina en það eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Kvarnirnar eru í þremur vökvafylltum hólfum í innri eyrunum beggja megin við aftari hluta heilans og eru því sex talsins (þrjú pör). Veggir hólfanna eru alsettir skynfrumum með bifhárum sem skynja hreyfingar kvarnanna í vökvanum og senda boð um þær til heilans. Helstu hlutverk kvarnanna tengjast heyrnar- og jafnvægisskyni fisksins í sjónum.

Kvarnapörin þrjú nefnast sagitta eða stóra heyrnarkvörn (sjá mynd hér til hliðar), astericus eða litla heyrnarkvörn og lapillus eða jafnvægiskvörn. Sagitta-steinarnir eru stærstir og það eru árhringir þeirra sem vísindamenn skoða þegar meta á aldur fisks. Þessir steinar, ásamt astericus, sjá um heyrnarskynjun. Þegar hljóðbylgjur berast um sjóinn fara þær í gegnum fiskinn því þéttleikinn er svipaður og hafið. Þegar bylgjurnar lenda á kvörninni, sem er mun þéttari, þá fer hún að titra og skynfrumurnar í veggjum skjóðunnar nema þennan titring sem hljóð.

Þriðja parið, jafnvægiskvörn, sér um jafnvægisskynjun. Þegar fiskurinn hallar á hliðina, færist kvörnin til í skjóðunni og snerting við bifhár skynfrumnanna gefur hallann til kynna og fiskurinn getur því rétt sig af.

Kvarnir eru gerðar úr kalsín-karbónati (CaCO3) og ýmsu öðrum formum kalsíns Ca2+. Einnig er lífrænt efni sem kallast ótólín, (NMITA), en það er prótín sem hefur væntanlega það hlutverk að búa til beinagrind sem kalsínið binst. Um 10% eru snefilefni sem koma úr umhverfi fisksins.

Sérstakar seytifrumur eru í innra eyranu sem seyta Ca2+. Þessar frumur seyta öllum efnum sem fara í kvörnina, líka snefilefnum, sem setjast utan á kvörnina. Efnasamsetning kvarnanna ræðst því að nokkru leyti af efnum í umhverfinu og geta líffræðingar því metið að einhverju leyti hvar fiskurinn hefur haldið sig með því að bera saman efnasamsetningu kvarna í fiski á mismunandi svæðum. Þessar seytifrumur eru misvirkar eftir árstíma og jafnvel eftir því hvaða tími dagsins er. Þannig myndast hringir í kvörnunum, árhringir eða dægurhringir, sem hægt er að nota til að meta aldur fisksins. Kvarnir vaxa í hlutfalli við fiskinn og út frá stærð þeirra er hægt að áætla stærð fisksins.

Frekari fróðleikur um Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Gróa Þóra Pétursdóttir. 2001. "Aldurslestur á kvörnum og hreistri helstu nytjafiska". Greinar um hafrannsóknir 56:72-74.
  • Helfman, Gene s., Bruce B. Collette og Douglas E. Facey. 1997. Diversity of fishes. 2.útg 2002. Blackwell Science, Inc. a Blackwell Publishing company.
  • Bleikjunetið
  • Mynd: Maine In-situ Sound & Color Lab.
...