Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?

Haukur Hannesson

Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hlaupa og var hún nefnd Sallie Gardner at Gallop. Þar með var fyrsta hreyfimyndin komin til sögunnar.



Heimsins fyrsta bíóferð var hins vegar árið 1895 þegar kvikmyndagerðarmennirnir og bræðurnir Auguste og Louis Lumiére héldu kvikmyndasýningu í París. Þar voru sýndar 10 stuttmyndir en meðallengd þeirra var 44 sekúndur svo að þessari merku bíóferð lauk eftir rúmlega sjö mínútur.

Eftir bíóferð Lumiére-bræðra kom út töluvert af hreyfimyndum en hver innihélt einungis eitt atriði. Fyrsta kvikmyndin sem innihélt fleiri atriði var líklega franska myndin L‘affaire Dreyfus en það er þó ekki vitað fyrir víst. Kvikmyndagerðarmaðurinn Georges Méliès gaf myndina út árið 1899.

Á þeim tíma voru filmurnar aðeins nógu langar til að taka upp 50 sekúndur. Méliés tók því upp 11 atriði og setti þau saman svo úr varð 9 mínútna kvikmynd.

Fyrsta kvikmyndin í fullri lengd, það er lengri en 40 mínútur, var ástralska myndin The Story of the Kelly Gang. Myndin, sem er sögð vera sannsöguleg, kom út árið 1906 og fjallaði um glæpagengi sem stjórnað var af glæpamanninum Ned Kelly. Ástralinn Charles Tait skrifaði myndina og leikstýrði henni. Myndin var 60 mínútna löng og filman var hvorki meira né minna en 1.200 m löng. Einungis 17 mínútur af myndinni hafa varðveist, eða um 340 m af filmu sem samsvarar hæð Eiffel-turnsins. Fyrsta íslenska leikna kvikmyndin í fullri lengd var hins vegar Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guðmundsson en hún var frumsýnd árið 1949. Hún var jafnframt fyrsta íslenska talmyndin. Hún var 91 mínúta að lengd og brautryðjandi í íslenskri kvikmyndagerð.

Frá því að Muybridge gaf út fyrstu hreyfimyndina hefur margt breyst við gerð kvikmynda. Á árunum sem fyrstu myndirnar komu út var ekkert hljóð í kvikmyndasölunum. Árið 1907 fóru kvikmyndagerðarmenn þó að hafa undirspil í myndum sínum svo að það yrði ekki eins mikil þögn í kvikmyndasölunum. Það var síðan árið 1926 að kvikmyndaframleiðandinn Warner Brothers frumsýndi myndina Don Juan. Myndin bjó yfir undirspili sinfóníuhljómsveitar sem var tekið upp í nýju upptökuveri og kostaði hljóðið í myndinni eina milljón dali. Það markaði tímamót fyrir upptöku hljóðs í kvikmyndum.

Ári síðar var svo kvikmyndin Jazz Singer frumsýnd. Hún var um 90 mínútur að lengd og gerð eftir frægu leikriti sem sýnt var í Broadway-leikhúsinu í New York. Það væri nú ekki frásögu færandi nema myndin var fyrsta talmynd sögunnar. Eins og eldur í sinu færðu öll kvikmyndafyrirtækin sig yfir í talmyndir og þar með má segja að tími þöglu myndanna hafi liðið undir lok.

Árið 1914 kom út fyrsta lit-kvikmyndin sem var í fullri lengd. Þetta var hljóðlausa myndin The World, the Flesh and the Devil. Litirnir í myndinni voru þó ekki eins og við eigum að venjast í dag því að hún var gerð með tækni sem heitir Kinemacolor en rauði og guli liturinn í þeirri tækni er sérstaklega eftirtektarverður.

Litirnir í myndin Toll of the Sea sem kom út árið 1922 voru nær því sem við eigum að venjast. Árið 1929 kom út myndin On with the Show sem var fyrsta kvikmyndin sem var bæði með hljóði og í fullum lit. Upphaf hljóðsins og litarins hafa óumdeilanlega verið stærstu uppfinningar kvikmyndasögunnar. En á sjötta áratugnum var kvikmyndaiðnaðurinn í stöðugri samkeppni við sjónvarpið eftir að það hafði komið á markað. Kvikmyndagerðarmenn urðu hræddir um að fólk myndi hætta að fara í kvikmyndahús og sitja frekar heima að horfa á sjónvarpið.



Kvikmyndin Toll Of The Sea í lit.

Til að halda fólki í kvikmyndahúsunum ákvað kvikmyndagerðarfyrirtækið 20th Century Fox að hefja nýja herferð þar sem að þeir sögðu að það væri betra að horfa á kvikmyndir á stóru tjaldi frekar en í litlu sjónvarpi. Kvikmyndagerðarmenn fóru í kjölfarið að framleiða myndir sem hentuðu sérstaklega vel á stór kvikmyndatjöld, einnig breyttu þeir hlutföllum myndanna yfir í breiðmynd sem hentaði mun betur á tjaldi en í sjónvarpi því þá nýtti kvikmyndin ekki allan skerminn. Ætlunarverk 20th Century Fox tókst afbragðsvel og kvikmyndahúsin eru enn þann dag í dag mjög vinsæl.

Tækniframfarir í hljóði og mynd hafa tekið stakkaskiptum síðustu ár en upp á síðkastið hefur sérstaklega mikið farið fyrir ákveðinni kvikmyndagerð. Það er þrívíddartæknin, eða „3-D“ og eru sumar myndir í dag aðeins gerðar fyrir þrívídd. Þrívídd kom fyrst í kvikmyndahúsin árið 1952 og fyrstu þrjú árin komu út 69 Hollywood-myndir í þrívídd en árið 1954 hættu kvikmyndaframleiðendur að nota tæknina. Það stafaði að því að framleiðendum fannst þeir ekki geta gert alvarlegar myndir með svona bjánalegri tækni og flestar myndirnar gerðu bara út á þrívíddina en ekki út á gæði kvikmyndanna sjálfra.

Árið 2003 lifnaði þrívídd í kvikmyndum aftur til lífsins með mynd leikstjórans James Cameron, Ghosts of the Abyss. Þá hafði þrívíddartæknin þróast töluvert síðan árið 1952. Síðustu ár hefur myndum í þrívídd fjölgað ótrúlega og fer enn fjölgandi. Á síðasta ári komu út nokkrar myndir sem sérstaklega voru gerðar fyrir þrívídd, þar ber helst að nefna mynd James Cameron, Avatar. Myndin tókst mjög vel og er í dag sú mynd sem hefur skilað inn mestum tekjum í kvikmyndasögunni.



Stórmyndin Avatar

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og myndir

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.7.2010

Spyrjandi

Gísli Felix Ragnarsson, f. 1993

Tilvísun

Haukur Hannesson. „Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55343.

Haukur Hannesson. (2010, 29. júlí). Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55343

Haukur Hannesson. „Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55343>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?
Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hlaupa og var hún nefnd Sallie Gardner at Gallop. Þar með var fyrsta hreyfimyndin komin til sögunnar.



Heimsins fyrsta bíóferð var hins vegar árið 1895 þegar kvikmyndagerðarmennirnir og bræðurnir Auguste og Louis Lumiére héldu kvikmyndasýningu í París. Þar voru sýndar 10 stuttmyndir en meðallengd þeirra var 44 sekúndur svo að þessari merku bíóferð lauk eftir rúmlega sjö mínútur.

Eftir bíóferð Lumiére-bræðra kom út töluvert af hreyfimyndum en hver innihélt einungis eitt atriði. Fyrsta kvikmyndin sem innihélt fleiri atriði var líklega franska myndin L‘affaire Dreyfus en það er þó ekki vitað fyrir víst. Kvikmyndagerðarmaðurinn Georges Méliès gaf myndina út árið 1899.

Á þeim tíma voru filmurnar aðeins nógu langar til að taka upp 50 sekúndur. Méliés tók því upp 11 atriði og setti þau saman svo úr varð 9 mínútna kvikmynd.

Fyrsta kvikmyndin í fullri lengd, það er lengri en 40 mínútur, var ástralska myndin The Story of the Kelly Gang. Myndin, sem er sögð vera sannsöguleg, kom út árið 1906 og fjallaði um glæpagengi sem stjórnað var af glæpamanninum Ned Kelly. Ástralinn Charles Tait skrifaði myndina og leikstýrði henni. Myndin var 60 mínútna löng og filman var hvorki meira né minna en 1.200 m löng. Einungis 17 mínútur af myndinni hafa varðveist, eða um 340 m af filmu sem samsvarar hæð Eiffel-turnsins. Fyrsta íslenska leikna kvikmyndin í fullri lengd var hins vegar Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guðmundsson en hún var frumsýnd árið 1949. Hún var jafnframt fyrsta íslenska talmyndin. Hún var 91 mínúta að lengd og brautryðjandi í íslenskri kvikmyndagerð.

Frá því að Muybridge gaf út fyrstu hreyfimyndina hefur margt breyst við gerð kvikmynda. Á árunum sem fyrstu myndirnar komu út var ekkert hljóð í kvikmyndasölunum. Árið 1907 fóru kvikmyndagerðarmenn þó að hafa undirspil í myndum sínum svo að það yrði ekki eins mikil þögn í kvikmyndasölunum. Það var síðan árið 1926 að kvikmyndaframleiðandinn Warner Brothers frumsýndi myndina Don Juan. Myndin bjó yfir undirspili sinfóníuhljómsveitar sem var tekið upp í nýju upptökuveri og kostaði hljóðið í myndinni eina milljón dali. Það markaði tímamót fyrir upptöku hljóðs í kvikmyndum.

Ári síðar var svo kvikmyndin Jazz Singer frumsýnd. Hún var um 90 mínútur að lengd og gerð eftir frægu leikriti sem sýnt var í Broadway-leikhúsinu í New York. Það væri nú ekki frásögu færandi nema myndin var fyrsta talmynd sögunnar. Eins og eldur í sinu færðu öll kvikmyndafyrirtækin sig yfir í talmyndir og þar með má segja að tími þöglu myndanna hafi liðið undir lok.

Árið 1914 kom út fyrsta lit-kvikmyndin sem var í fullri lengd. Þetta var hljóðlausa myndin The World, the Flesh and the Devil. Litirnir í myndinni voru þó ekki eins og við eigum að venjast í dag því að hún var gerð með tækni sem heitir Kinemacolor en rauði og guli liturinn í þeirri tækni er sérstaklega eftirtektarverður.

Litirnir í myndin Toll of the Sea sem kom út árið 1922 voru nær því sem við eigum að venjast. Árið 1929 kom út myndin On with the Show sem var fyrsta kvikmyndin sem var bæði með hljóði og í fullum lit. Upphaf hljóðsins og litarins hafa óumdeilanlega verið stærstu uppfinningar kvikmyndasögunnar. En á sjötta áratugnum var kvikmyndaiðnaðurinn í stöðugri samkeppni við sjónvarpið eftir að það hafði komið á markað. Kvikmyndagerðarmenn urðu hræddir um að fólk myndi hætta að fara í kvikmyndahús og sitja frekar heima að horfa á sjónvarpið.



Kvikmyndin Toll Of The Sea í lit.

Til að halda fólki í kvikmyndahúsunum ákvað kvikmyndagerðarfyrirtækið 20th Century Fox að hefja nýja herferð þar sem að þeir sögðu að það væri betra að horfa á kvikmyndir á stóru tjaldi frekar en í litlu sjónvarpi. Kvikmyndagerðarmenn fóru í kjölfarið að framleiða myndir sem hentuðu sérstaklega vel á stór kvikmyndatjöld, einnig breyttu þeir hlutföllum myndanna yfir í breiðmynd sem hentaði mun betur á tjaldi en í sjónvarpi því þá nýtti kvikmyndin ekki allan skerminn. Ætlunarverk 20th Century Fox tókst afbragðsvel og kvikmyndahúsin eru enn þann dag í dag mjög vinsæl.

Tækniframfarir í hljóði og mynd hafa tekið stakkaskiptum síðustu ár en upp á síðkastið hefur sérstaklega mikið farið fyrir ákveðinni kvikmyndagerð. Það er þrívíddartæknin, eða „3-D“ og eru sumar myndir í dag aðeins gerðar fyrir þrívídd. Þrívídd kom fyrst í kvikmyndahúsin árið 1952 og fyrstu þrjú árin komu út 69 Hollywood-myndir í þrívídd en árið 1954 hættu kvikmyndaframleiðendur að nota tæknina. Það stafaði að því að framleiðendum fannst þeir ekki geta gert alvarlegar myndir með svona bjánalegri tækni og flestar myndirnar gerðu bara út á þrívíddina en ekki út á gæði kvikmyndanna sjálfra.

Árið 2003 lifnaði þrívídd í kvikmyndum aftur til lífsins með mynd leikstjórans James Cameron, Ghosts of the Abyss. Þá hafði þrívíddartæknin þróast töluvert síðan árið 1952. Síðustu ár hefur myndum í þrívídd fjölgað ótrúlega og fer enn fjölgandi. Á síðasta ári komu út nokkrar myndir sem sérstaklega voru gerðar fyrir þrívídd, þar ber helst að nefna mynd James Cameron, Avatar. Myndin tókst mjög vel og er í dag sú mynd sem hefur skilað inn mestum tekjum í kvikmyndasögunni.



Stórmyndin Avatar

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og myndir...