Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort er réttara að segja snjókoma og hríð var á heiðinni eða snjókoma og hríð voru á heiðinni?

Ari Páll Kristinsson

Tölubeyging sagnar er einfalt mál ef frumlagið er einfalt, til dæmis snjókoma, en málið getur vandast þegar það er samsett, til dæmis snjókoma og hríð. Svo gæti virst í fljótu bragði sem hér ætti einfaldlega að gilda samlagning („einn plús einn eru tveir“), samanber dæmi á borð við penninn og blýanturinn eru í töskunni, úlpan og peysan komu í góðar þarfir. Svarið er þó ekki alveg svo einfalt.


Það er í samræmi við langa íslenska hefð að segja snjókoma og hríð var á heiðinni.

Útkoman getur ráðist af því hvaða nafnorð er um að ræða. Sum lýsa huglægum fyrirbærum (til dæmis tilvist, von) en önnur einhverju áþreifanlegu. Sumt er óteljanlegt (til dæmis snjókoma) en annað teljanlegt (til dæmis penni). Röð liðanna getur einnig skipt máli.

Það er í samræmi við langa íslenska hefð að segja snjókoma og hríð var á heiðinni. Nokkur eldri dæmi:
  • Vindur og sjór hlýðir boði þínu.
  • Hans náttúra og hans afl var með öllu þrotið.
  • Allt hans megin og máttur var brott horfinn.
  • Grátur og sút var mikil.
  • Prang og lausamennska er nú bönnuð.
  • Kuldi og frost sakar ekki.
Hins vegar er það nýjung í málinu að hafa fleirtölumynd sagnar í dæmum af þessu tagi (það er „snjókoma og hríð voru á heiðinni“).

Góð regla í vafadæmum er að miða við þann lið sem er næstur sögninni: Snjókoma og hríð var (síður „voru“) á heiðinni. Aukin rannsóknartengsl og tilvist margra vísindastofnana kallar (síður „kalla“) á meiri samskipti við útlönd. Vonir, ánægja og tilhlökkun skein (síður: „skinu“) úr andliti hans.

Ef þessi grunnregla leiðir til óþægilegrar niðurstöðu má einnig benda á þá leið að snúa við röð liðanna en láta beyginguna ráðast sem fyrr af þeim lið sem næstur er sögninni, til að mynda: Tilvist margra vísindastofnana og aukin rannsóknartengsl kalla á meiri samskipti við útlönd. Ánægja, tilhlökkun og vonir skinu úr andliti hans.

Um þetta er fjallað í málfarsbankanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

25.1.2010

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvort er réttara að segja snjókoma og hríð var á heiðinni eða snjókoma og hríð voru á heiðinni? “ Vísindavefurinn, 25. janúar 2010. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55125.

Ari Páll Kristinsson. (2010, 25. janúar). Hvort er réttara að segja snjókoma og hríð var á heiðinni eða snjókoma og hríð voru á heiðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55125

Ari Páll Kristinsson. „Hvort er réttara að segja snjókoma og hríð var á heiðinni eða snjókoma og hríð voru á heiðinni? “ Vísindavefurinn. 25. jan. 2010. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55125>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er réttara að segja snjókoma og hríð var á heiðinni eða snjókoma og hríð voru á heiðinni?
Tölubeyging sagnar er einfalt mál ef frumlagið er einfalt, til dæmis snjókoma, en málið getur vandast þegar það er samsett, til dæmis snjókoma og hríð. Svo gæti virst í fljótu bragði sem hér ætti einfaldlega að gilda samlagning („einn plús einn eru tveir“), samanber dæmi á borð við penninn og blýanturinn eru í töskunni, úlpan og peysan komu í góðar þarfir. Svarið er þó ekki alveg svo einfalt.


Það er í samræmi við langa íslenska hefð að segja snjókoma og hríð var á heiðinni.

Útkoman getur ráðist af því hvaða nafnorð er um að ræða. Sum lýsa huglægum fyrirbærum (til dæmis tilvist, von) en önnur einhverju áþreifanlegu. Sumt er óteljanlegt (til dæmis snjókoma) en annað teljanlegt (til dæmis penni). Röð liðanna getur einnig skipt máli.

Það er í samræmi við langa íslenska hefð að segja snjókoma og hríð var á heiðinni. Nokkur eldri dæmi:
  • Vindur og sjór hlýðir boði þínu.
  • Hans náttúra og hans afl var með öllu þrotið.
  • Allt hans megin og máttur var brott horfinn.
  • Grátur og sút var mikil.
  • Prang og lausamennska er nú bönnuð.
  • Kuldi og frost sakar ekki.
Hins vegar er það nýjung í málinu að hafa fleirtölumynd sagnar í dæmum af þessu tagi (það er „snjókoma og hríð voru á heiðinni“).

Góð regla í vafadæmum er að miða við þann lið sem er næstur sögninni: Snjókoma og hríð var (síður „voru“) á heiðinni. Aukin rannsóknartengsl og tilvist margra vísindastofnana kallar (síður „kalla“) á meiri samskipti við útlönd. Vonir, ánægja og tilhlökkun skein (síður: „skinu“) úr andliti hans.

Ef þessi grunnregla leiðir til óþægilegrar niðurstöðu má einnig benda á þá leið að snúa við röð liðanna en láta beyginguna ráðast sem fyrr af þeim lið sem næstur er sögninni, til að mynda: Tilvist margra vísindastofnana og aukin rannsóknartengsl kalla á meiri samskipti við útlönd. Ánægja, tilhlökkun og vonir skinu úr andliti hans.

Um þetta er fjallað í málfarsbankanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...