Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?

Jón Már Halldórsson

Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur sínar af landinu en hann hafði mótað mjög landslag Noregs; meðal annars höfðu geysimiklir skriðjöklar grafið upp og mótað hina miklu firði Noregs. Með hopun ísaldarjökulsins námu plöntur meira og meira land og dýr fylgdu á eftir. Meðal annars komu birnir (Ursus), gaupur (Lynx), elgir (Alces alces), hérar (Lepus) og otrar (Lutra lutra) sunnar úr álfunni.

Vísindamenn telja að landnám þessara suðrænni tegunda hafi náð hámarki fyrir um fimm þúsund árum síðan. Á þessu tímabili hækkaði trjálínan um mörg hundruð metra og framvinda eikarskóga sem við þekkjum í dag í Mið-Evrópu var einkar hröð og voru þeir útbreiddir á þessu skeiði. Þetta hlýskeið stóð í um 2.500 ár og virðist hafa kólnað um 500 f.kr. og hefur haldist nokkurn veginn næstu árþúsundin. Þetta hefur vissulega haft áhrif á dreifingu dýrastofna í landinu, meðal annars með útbreiðslu hreindýra (Rangifer Trandorous) og heimskautarefs (Alopex lagopus) sem í dag finnst upp á fjöllum og heiðum, enda kalla Norðmenn hann fjallref. Grenitrjám (Picea) fjölgaði einnig með kólnandi loftslagi á kostnað furu og annarra sumargrænna lauftrjáa. Þó eru leifar af þessum hlýskógum bronsaldar að finna í suðvesturhluta landsins, vestan Óslóarfjarðar og er þar mestur tegundafjölbreytileiki dýralífs, hvort sem um spendýr, fugla eða skordýr er að ræða.


Hreindýr í Noregi um vetur.

Dýralífið í dag er vissulega fátæklegra eftir mörg þúsund ára búsetu manna á svæðinu. Eftir ísaldartímabilið herjuðu úlfar (Lupus) og jarfar (Gulo gulo) á stóra stofna hreindýra á túndrunum en stofnar þessara þriggja tegunda eru í dag ekki svipur hjá sjón eftir gegndarlausa ofveiði og ofsóknir. Í dag telja líffræðingar að aðeins 80-100 úlfar finnist í norsku óbyggðunum og er jarfastofninn litlu stærri. Upp á heiðunum finnast læmingjar en þeir ganga í gegnum miklar stofnsveiflur með reglulegu millibili, þannig að stofninn nær hámarki reglulega á 11-12 ára fresti. Í slíkum „læmingjaárum“ er ógrynni af fæðu fyrir ránfugla og -dýr. Meiri fæða þýðir betri afkoma fyrir þessa afræningja og þeim fjölgar þar sem meira en helmingi fleiri ungviði komast á legg en á árum sem læmingjastofninn er í lægð. Læmingjaárin eru kærkomin gleðitíðindi fyrir veiðimenn vegna þess að á þessum árum snúa afræningjar sér að læmingjunum frekar en rjúpu og öðrum veiðifuglum þar sem auðveldara er að hremma þá en fugla.

Við fjallagarðinn Hardangervidda og í aðliggjandi fjöllum finnst síðasti villti stofn hreindýra (Rangifer trandorous) í Evrópu. Hann telur nú um 15 þúsund dýr. Elg hefur fjölgað mjög í Noregi á undanförnum 50 árum og er stofninn geysistór þrátt fyrir að 40-50 þúsund dýr séu felld á ári. Bjórnum hefur einnig farnast vel í skjóli friðunar en eftir seinni heimsstyrjöld var heildarstofn hans í gjörvallri Evrópu aðeins rúmlega 500 dýr en nú hefur hann bæði í Noregi og víðar numið gömul vatnasvæði að nýju.

Samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndasamtökunum (e. International Union for Conservation of Nature) teljast þrjú landspendýr vera í hættu á að hverfa úr norskri náttúru. Þetta eru skógarbjörn, úlfur og fjallarefurinn en honum hefur fækkað mjög í Noregi á síðustu öld sennilega vegna hlýnunar. Við hlýnun sækir rauðrefurinn (Canis) mun norðar og melrakkinn (Vulpes lagopus) á lítið roð í hann í harðri samkeppni.

Dýralífið Í greniskógunum er svipað og annars staðar á víðáttum greniskóga austar í Evrasíu. Stofn skógarbjarna (Ursus arctos) hefur vaxið með friðun undanfarin ár og stórir stofnar rándýra (Carnivora) og elga lifa í skógunum. Alls lifa 77 spendýrategundir í og við Noreg að meðtöldum sjávarspendýrum.

Fuglalíf Noregs ber nokkuð svipmót harðrar náttúru. Flestar fuglategundir sem teljast til fuglafánu Noregs eru farfuglar. Harðgerðar tegundir eins og hrafninn (Corvus) og rjúpa (Lagopus mutus) eru dæmi um tegundir sem þreyja þorrann í kaldri vetrartíðinni. Sumar fuglategundir fara langt suður á boginn á meðan aðrar leita aðeins niður á ströndina.

Fuglalífið í Noregi er afar fjölbreytt enda eru þar gjöful hafsvæði sem nærir milljónir sjófugla, skógar sem hýsa milljónir fugla og heiðarnar sem eru heimkynni rjúpu og annarra tegunda. Í kjarrlendi eru akurhænur áberandi og í skógunum má sjá spætur, þiður, orra auk fjölda tegunda ugla og smærri ránfugla sem veiða þessa fugla auk urmul smárra spendýra sem lifa í skógunum.

Í Noregi eru fjöldi tegunda vatna- og votlendisfugla sem tilheyra fuglafánunni svo sem andfuglar (Anatidae) og rellur (Rallidae) auk þess sem svartfuglar eru algengir meðfram ströndinni. Áberandi fugl sem lifir meðfram langri strandlengju Noregs er haförninn (Haliaeetus albicilla). Líkt og á Íslandi var hann lengi ofsóttur en var ekki friðaður fyrr en 1968 eða rúmri hálfri öld eftir að hann var friðaður á Íslandi. Langstærsti hluti heimsstofns hafarnarins lifir í Noregi eða á milli 3.500 og 4.000 fuglar en heimsstofninn er vel innan við 5.000 fuglar. Friðun hans í Noregi er áhrifaríkt dæmi um hvað friðun getur skilað sér í náttúruvernd. Á undanförnum árum hafa norskir hafernir verið fluttir til Bretlandseyja og Danmerkur til að hjálpa til við uppbyggingu þarlendra stofna.


Haförn veiðir sér til matar.

Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var algengur við strendur Noregs fyrr á öldum og setti eflaust svip sinn á dýralífið en ofveiði þar líkt og annars staðar leiddi til aldauða í Noregi um miðja 18. öld eða nokkuð áður en við strendur Íslands og Bretlands.

Þegar listi yfir varpfugla í Noregi er skoðaður sést klárlega hvaðan íslenska fuglafánan er ættuð að mestu því fjöldi fuglategunda í Noregi verpa einnig á Íslandi.

Heimildir:
  • Isaksen, K., Syvertsen, P. O., Koojl, J. Van Der & Rinden, H. (ritstj.) 1998. Threatened mammals in Norway: fact sheets and proposed Red List. Norsk Zoologisk Forening. Rapport 5. 182 pp. (ISBN 82–7857–004–3).
  • Nordic nature - trends towards 2010. Nordic council of ministers.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.8.2010

Spyrjandi

Guðmundur Emil Jóhannsson, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54762.

Jón Már Halldórsson. (2010, 26. ágúst). Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54762

Jón Már Halldórsson. „Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54762>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?
Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur sínar af landinu en hann hafði mótað mjög landslag Noregs; meðal annars höfðu geysimiklir skriðjöklar grafið upp og mótað hina miklu firði Noregs. Með hopun ísaldarjökulsins námu plöntur meira og meira land og dýr fylgdu á eftir. Meðal annars komu birnir (Ursus), gaupur (Lynx), elgir (Alces alces), hérar (Lepus) og otrar (Lutra lutra) sunnar úr álfunni.

Vísindamenn telja að landnám þessara suðrænni tegunda hafi náð hámarki fyrir um fimm þúsund árum síðan. Á þessu tímabili hækkaði trjálínan um mörg hundruð metra og framvinda eikarskóga sem við þekkjum í dag í Mið-Evrópu var einkar hröð og voru þeir útbreiddir á þessu skeiði. Þetta hlýskeið stóð í um 2.500 ár og virðist hafa kólnað um 500 f.kr. og hefur haldist nokkurn veginn næstu árþúsundin. Þetta hefur vissulega haft áhrif á dreifingu dýrastofna í landinu, meðal annars með útbreiðslu hreindýra (Rangifer Trandorous) og heimskautarefs (Alopex lagopus) sem í dag finnst upp á fjöllum og heiðum, enda kalla Norðmenn hann fjallref. Grenitrjám (Picea) fjölgaði einnig með kólnandi loftslagi á kostnað furu og annarra sumargrænna lauftrjáa. Þó eru leifar af þessum hlýskógum bronsaldar að finna í suðvesturhluta landsins, vestan Óslóarfjarðar og er þar mestur tegundafjölbreytileiki dýralífs, hvort sem um spendýr, fugla eða skordýr er að ræða.


Hreindýr í Noregi um vetur.

Dýralífið í dag er vissulega fátæklegra eftir mörg þúsund ára búsetu manna á svæðinu. Eftir ísaldartímabilið herjuðu úlfar (Lupus) og jarfar (Gulo gulo) á stóra stofna hreindýra á túndrunum en stofnar þessara þriggja tegunda eru í dag ekki svipur hjá sjón eftir gegndarlausa ofveiði og ofsóknir. Í dag telja líffræðingar að aðeins 80-100 úlfar finnist í norsku óbyggðunum og er jarfastofninn litlu stærri. Upp á heiðunum finnast læmingjar en þeir ganga í gegnum miklar stofnsveiflur með reglulegu millibili, þannig að stofninn nær hámarki reglulega á 11-12 ára fresti. Í slíkum „læmingjaárum“ er ógrynni af fæðu fyrir ránfugla og -dýr. Meiri fæða þýðir betri afkoma fyrir þessa afræningja og þeim fjölgar þar sem meira en helmingi fleiri ungviði komast á legg en á árum sem læmingjastofninn er í lægð. Læmingjaárin eru kærkomin gleðitíðindi fyrir veiðimenn vegna þess að á þessum árum snúa afræningjar sér að læmingjunum frekar en rjúpu og öðrum veiðifuglum þar sem auðveldara er að hremma þá en fugla.

Við fjallagarðinn Hardangervidda og í aðliggjandi fjöllum finnst síðasti villti stofn hreindýra (Rangifer trandorous) í Evrópu. Hann telur nú um 15 þúsund dýr. Elg hefur fjölgað mjög í Noregi á undanförnum 50 árum og er stofninn geysistór þrátt fyrir að 40-50 þúsund dýr séu felld á ári. Bjórnum hefur einnig farnast vel í skjóli friðunar en eftir seinni heimsstyrjöld var heildarstofn hans í gjörvallri Evrópu aðeins rúmlega 500 dýr en nú hefur hann bæði í Noregi og víðar numið gömul vatnasvæði að nýju.

Samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndasamtökunum (e. International Union for Conservation of Nature) teljast þrjú landspendýr vera í hættu á að hverfa úr norskri náttúru. Þetta eru skógarbjörn, úlfur og fjallarefurinn en honum hefur fækkað mjög í Noregi á síðustu öld sennilega vegna hlýnunar. Við hlýnun sækir rauðrefurinn (Canis) mun norðar og melrakkinn (Vulpes lagopus) á lítið roð í hann í harðri samkeppni.

Dýralífið Í greniskógunum er svipað og annars staðar á víðáttum greniskóga austar í Evrasíu. Stofn skógarbjarna (Ursus arctos) hefur vaxið með friðun undanfarin ár og stórir stofnar rándýra (Carnivora) og elga lifa í skógunum. Alls lifa 77 spendýrategundir í og við Noreg að meðtöldum sjávarspendýrum.

Fuglalíf Noregs ber nokkuð svipmót harðrar náttúru. Flestar fuglategundir sem teljast til fuglafánu Noregs eru farfuglar. Harðgerðar tegundir eins og hrafninn (Corvus) og rjúpa (Lagopus mutus) eru dæmi um tegundir sem þreyja þorrann í kaldri vetrartíðinni. Sumar fuglategundir fara langt suður á boginn á meðan aðrar leita aðeins niður á ströndina.

Fuglalífið í Noregi er afar fjölbreytt enda eru þar gjöful hafsvæði sem nærir milljónir sjófugla, skógar sem hýsa milljónir fugla og heiðarnar sem eru heimkynni rjúpu og annarra tegunda. Í kjarrlendi eru akurhænur áberandi og í skógunum má sjá spætur, þiður, orra auk fjölda tegunda ugla og smærri ránfugla sem veiða þessa fugla auk urmul smárra spendýra sem lifa í skógunum.

Í Noregi eru fjöldi tegunda vatna- og votlendisfugla sem tilheyra fuglafánunni svo sem andfuglar (Anatidae) og rellur (Rallidae) auk þess sem svartfuglar eru algengir meðfram ströndinni. Áberandi fugl sem lifir meðfram langri strandlengju Noregs er haförninn (Haliaeetus albicilla). Líkt og á Íslandi var hann lengi ofsóttur en var ekki friðaður fyrr en 1968 eða rúmri hálfri öld eftir að hann var friðaður á Íslandi. Langstærsti hluti heimsstofns hafarnarins lifir í Noregi eða á milli 3.500 og 4.000 fuglar en heimsstofninn er vel innan við 5.000 fuglar. Friðun hans í Noregi er áhrifaríkt dæmi um hvað friðun getur skilað sér í náttúruvernd. Á undanförnum árum hafa norskir hafernir verið fluttir til Bretlandseyja og Danmerkur til að hjálpa til við uppbyggingu þarlendra stofna.


Haförn veiðir sér til matar.

Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var algengur við strendur Noregs fyrr á öldum og setti eflaust svip sinn á dýralífið en ofveiði þar líkt og annars staðar leiddi til aldauða í Noregi um miðja 18. öld eða nokkuð áður en við strendur Íslands og Bretlands.

Þegar listi yfir varpfugla í Noregi er skoðaður sést klárlega hvaðan íslenska fuglafánan er ættuð að mestu því fjöldi fuglategunda í Noregi verpa einnig á Íslandi.

Heimildir:
  • Isaksen, K., Syvertsen, P. O., Koojl, J. Van Der & Rinden, H. (ritstj.) 1998. Threatened mammals in Norway: fact sheets and proposed Red List. Norsk Zoologisk Forening. Rapport 5. 182 pp. (ISBN 82–7857–004–3).
  • Nordic nature - trends towards 2010. Nordic council of ministers.

Myndir: