Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um vökvahólf líkamans?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Líkaminn er um 60% vatn og er oft talað um að vatnið sé í hólfum. Hér er í raun ekki um áþreifanleg hólf að ræða heldur er þessi skipting einungis til þæginda.

Í grófum dráttum má skipta vökvahólfum í líkama spendýra, og þar með okkar mannanna, í tvö meginhólf sem hvort um sig skiptast í undirhólf. Annars vegar er innanfrumuvökvinn, í honum er 60-65% af vatni líkamans, og hins vegar utanfrumuvökvinn sem 35-40% af vatninu tilheyra.

Innanfrumuvökvinn er fyrir innan tvöföldu himnu frumnanna og eru frumulíffærin á sveimi í honum. Hluti af innanfrumuvökvanum er innan í frumulíffærunum. Í karlmanni sem er 70 kg þá eru að jafnaði um 28 lítrar af vatni í innanfrumuvökvanum.

Innanfrumuvökvinn er að meginuppistöðu lausn af kalkjónum og lífrænum anjónum, prótínum og fleiru. Þessi vökvi er undir eðlilegum kringumstæðum í osmótísku jafnvægi við utanfrumuvökvann. Efnasamsetning innfrumuvökvans er ekki nákvæmlega eins í öllum frumum heldur fer hún eftir starfsemi þeirra.

Allur vökvinn sem er ekki innan frumnanna telst til utanfrumuvökva. Hann er um þriðjungur af vatni líkamans. Efnasamsetning hans er að mestu leyti natrínklóríð- og natrínbíkarbónatlausn.

Fyrir utan frumuhimnuna er fruman umlukin svonefndum millifrumuvökva sem tilheyrir utanfrumuvökvanum. Milli frumu og millifrumuvökvans verða skipti á jónum, prótínum og næringarefnum. Í 70 kg manni er millifrumuvökvinn um það bil 10,5 lítrar.



Vatn er um það bil 60% af líkamsþyngd okkar. Í grófum dráttum má skipta því í vökva innan frumna og vökva sem er utan þeirra.

Millifrumuvökvinn er í sífelldri endurnýjun og er honum safnað í vessaæðar en vökvinn innan þeirra er kallaður vessi (e. lymph). Ef hringrás millifrumuvökvans í vessaæðar er ekki eðlilegur fáum við bjúg sem er óeðlilega mikið vatn í millifrumuvökvanum. Vessinn í vessaæðum er hreinsaður í svokölluðum eitlum og endar svo í enn öðru vökvahólfinu sem er blóðið.

Blóð er að jafnaði um 3,5 lítrar í um 70 kg fullorðnum manni. Í blóði eru blóðkorn á sveimi í blóðvökva sem inniheldur vatn, sölt, næringarefni, úrgangsefni og ýmis blóðprótín. Hluti af blóðvökvanum endar inni í frumum sem innanfrumuvökvi eða utan þeirra sem millifrumuvökva.

Ýmsir vökvar í líkamanum eru utan hefðbundnu hólfanna en eru þó utanfrumuvökvar. Hér er um að ræða meltingarsafa, heila- og mænuvökva, slím og fleira en samtals er þetta um 1-2 lítrar í 70 kg manni.

Ef hægt væri að fylgja einni vatnssameind eftir um tíma kæmi í ljós að hún flakkar á milli allra hólfanna; fer úr blóði í millifrumuvökva, inn í frumur, út úr þeim í millifrumuvökvann, þaðan í æðavessa og að lokum þaðan aftur í blóðið.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

29.4.2010

Spyrjandi

Sesselja Sigurðardóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað getið þið sagt mér um vökvahólf líkamans?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54754.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2010, 29. apríl). Hvað getið þið sagt mér um vökvahólf líkamans? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54754

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað getið þið sagt mér um vökvahólf líkamans?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54754>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um vökvahólf líkamans?
Líkaminn er um 60% vatn og er oft talað um að vatnið sé í hólfum. Hér er í raun ekki um áþreifanleg hólf að ræða heldur er þessi skipting einungis til þæginda.

Í grófum dráttum má skipta vökvahólfum í líkama spendýra, og þar með okkar mannanna, í tvö meginhólf sem hvort um sig skiptast í undirhólf. Annars vegar er innanfrumuvökvinn, í honum er 60-65% af vatni líkamans, og hins vegar utanfrumuvökvinn sem 35-40% af vatninu tilheyra.

Innanfrumuvökvinn er fyrir innan tvöföldu himnu frumnanna og eru frumulíffærin á sveimi í honum. Hluti af innanfrumuvökvanum er innan í frumulíffærunum. Í karlmanni sem er 70 kg þá eru að jafnaði um 28 lítrar af vatni í innanfrumuvökvanum.

Innanfrumuvökvinn er að meginuppistöðu lausn af kalkjónum og lífrænum anjónum, prótínum og fleiru. Þessi vökvi er undir eðlilegum kringumstæðum í osmótísku jafnvægi við utanfrumuvökvann. Efnasamsetning innfrumuvökvans er ekki nákvæmlega eins í öllum frumum heldur fer hún eftir starfsemi þeirra.

Allur vökvinn sem er ekki innan frumnanna telst til utanfrumuvökva. Hann er um þriðjungur af vatni líkamans. Efnasamsetning hans er að mestu leyti natrínklóríð- og natrínbíkarbónatlausn.

Fyrir utan frumuhimnuna er fruman umlukin svonefndum millifrumuvökva sem tilheyrir utanfrumuvökvanum. Milli frumu og millifrumuvökvans verða skipti á jónum, prótínum og næringarefnum. Í 70 kg manni er millifrumuvökvinn um það bil 10,5 lítrar.



Vatn er um það bil 60% af líkamsþyngd okkar. Í grófum dráttum má skipta því í vökva innan frumna og vökva sem er utan þeirra.

Millifrumuvökvinn er í sífelldri endurnýjun og er honum safnað í vessaæðar en vökvinn innan þeirra er kallaður vessi (e. lymph). Ef hringrás millifrumuvökvans í vessaæðar er ekki eðlilegur fáum við bjúg sem er óeðlilega mikið vatn í millifrumuvökvanum. Vessinn í vessaæðum er hreinsaður í svokölluðum eitlum og endar svo í enn öðru vökvahólfinu sem er blóðið.

Blóð er að jafnaði um 3,5 lítrar í um 70 kg fullorðnum manni. Í blóði eru blóðkorn á sveimi í blóðvökva sem inniheldur vatn, sölt, næringarefni, úrgangsefni og ýmis blóðprótín. Hluti af blóðvökvanum endar inni í frumum sem innanfrumuvökvi eða utan þeirra sem millifrumuvökva.

Ýmsir vökvar í líkamanum eru utan hefðbundnu hólfanna en eru þó utanfrumuvökvar. Hér er um að ræða meltingarsafa, heila- og mænuvökva, slím og fleira en samtals er þetta um 1-2 lítrar í 70 kg manni.

Ef hægt væri að fylgja einni vatnssameind eftir um tíma kæmi í ljós að hún flakkar á milli allra hólfanna; fer úr blóði í millifrumuvökva, inn í frumur, út úr þeim í millifrumuvökvann, þaðan í æðavessa og að lokum þaðan aftur í blóðið.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...