Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er hægt að temja ljón?

Jón Már Halldórsson

Með tamningu er átt við að menn hafi náð því næst fullkominni stjórn á viðkomandi dýri og geti treyst því. Sem dæmi þá geta flestir verið sammála um að vel tamdir hundar teljist hættulausir og tugmilljónum hunda er treyst til þess að vera innan um börn.

Þetta á hins vegar ekki við um ljón eða önnur stór kattardýr eins og fjölmörg dæmi sýna. Það er hægt að kenna þeim ýmislegt en hins vegar verða þau ekki tamin í þeim skilningi að hægt sé að treysta þeim enda um villt dýr að ræða. Þau dýr sem mannskepnan hefur tamið og haft í kringum sig hafa verið ræktuð í árþúsundir. Ræktunarstarfið hefur ekki aðeins náð til útlits heldur einnig lundafars viðkomandi tegunda.

Ljónatamning, sem kannski ætti frekar að kalla ljónaþjálfun, byggir á því að ljónaþjálfarinn gerir sig að svokölluðu alfa-dýri og kennir ljónunum að líta á sig sem leiðtoga. Stórkattaþjálfun gerir mjög miklar faglegar og andlegar kröfur til þjálfarans. Menn þurfa að þekkja til sálarfræði dýranna auk þess sem starfið krefst mikils hugrekkis því hlutirnir geta farið illa. Ljón eru ekki aðeins gríðarlega sterk heldur hafa þau 15 cm langar klær, geta opnað kjaftinn um 30 cm og hafa bitkraft sem getur molað hrygg á nauti. Ef illa fer á manneskjan vart mikla möguleika gegn ljóni.

Ljónaþjálfarinn Kevin Richardson, sem kallaður er ljónahvíslarinn (e. lion whisperer), í góðum félagsskap.

Á 18. öld voru tamdir hestar og sjálfsagt fleiri húsdýr í sirkusum. Stór kattardýr ásamt bjarndýrum og fílum voru aðeins höfð í þröngum búrum þar sem almenningur gat borgað sig inn til að sjá þau í návígi. Þessi villidýr sýndu engar listir. Þetta breytist allt með hinum franska Henri Martin árið 1819. Henri hafði starfað í áraraðir við hestatamningar fyrir sirkus í Frakklandi en kom öllum á óvart þegar hann steig inn í búr tígrisdýrs og lét það hlýða nokkrum einföldum skipunum. Hann tók síðar ljón inn í sýningar sínar og segir sagan að hann hafi auðgast verulega á þessum sýningum.

Bandaríkjamaðurinn Isaac Van Amburgh er ein mesta goðsögn í sögu stórkattaþjálfunar. Hann er talinn hafa verið fyrsti maðurinn til að stinga höfðinu í gin ljóns í orðsins fyllstu merkingu. Hann fór á ystu mörk þess sem siðlegt er í slíkum sirkussýningum, meðal annars fékk hann barn úr hópi áhorfenda inn í ljónabúrið og lét það setjast á bak dýrsins.

Ljónasýningar og þjálfun hafa þróast mikið í tímans rás. Van Amburgh beitti ýmsum ofbeldisfullum aðferðum og annar frægur tamningamaður, Clyde Beatty, var ávallt með skammbyssu og svipu sem hann beitti óspart til að brjóta niður mótþróa kattanna. Í dag eru aðferðirnar að jafnaði mun mannúðlegri þótt vissulega komi upp mál þar sem dýrin hafa verið beitt ýmsum ofbeldisfullum aðferðum við þjálfun. Slíkt heyrir þó sem betur fer til undantekninga.

Það skal tekið fram að stórkettir sem notaðir eru í sirkusum eru fæddir í haldi og hafa aldrei lifað villtir í náttúrunni. Samt koma upp tilvik, og þau ófá, þar sem kötturinn hefur ráðist á þjálfara sinn og veitt honum alvarlega áverka. Eitt slíkt atvik átti sér stað árið 2003 þegar kunnur þjálfari, Roy Horn að nafni, varð fyrir árás tígrisdýrs sem hann hafði þjálfað frá því að það var hvolpur. Ekki er vitað hvers vegna dýrið réðst á Horn og því mun seint verða svarað.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.12.2009

Spyrjandi

Aron Vilberg Einarsson, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að temja ljón?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54590.

Jón Már Halldórsson. (2009, 7. desember). Er hægt að temja ljón? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54590

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að temja ljón?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54590>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að temja ljón?
Með tamningu er átt við að menn hafi náð því næst fullkominni stjórn á viðkomandi dýri og geti treyst því. Sem dæmi þá geta flestir verið sammála um að vel tamdir hundar teljist hættulausir og tugmilljónum hunda er treyst til þess að vera innan um börn.

Þetta á hins vegar ekki við um ljón eða önnur stór kattardýr eins og fjölmörg dæmi sýna. Það er hægt að kenna þeim ýmislegt en hins vegar verða þau ekki tamin í þeim skilningi að hægt sé að treysta þeim enda um villt dýr að ræða. Þau dýr sem mannskepnan hefur tamið og haft í kringum sig hafa verið ræktuð í árþúsundir. Ræktunarstarfið hefur ekki aðeins náð til útlits heldur einnig lundafars viðkomandi tegunda.

Ljónatamning, sem kannski ætti frekar að kalla ljónaþjálfun, byggir á því að ljónaþjálfarinn gerir sig að svokölluðu alfa-dýri og kennir ljónunum að líta á sig sem leiðtoga. Stórkattaþjálfun gerir mjög miklar faglegar og andlegar kröfur til þjálfarans. Menn þurfa að þekkja til sálarfræði dýranna auk þess sem starfið krefst mikils hugrekkis því hlutirnir geta farið illa. Ljón eru ekki aðeins gríðarlega sterk heldur hafa þau 15 cm langar klær, geta opnað kjaftinn um 30 cm og hafa bitkraft sem getur molað hrygg á nauti. Ef illa fer á manneskjan vart mikla möguleika gegn ljóni.

Ljónaþjálfarinn Kevin Richardson, sem kallaður er ljónahvíslarinn (e. lion whisperer), í góðum félagsskap.

Á 18. öld voru tamdir hestar og sjálfsagt fleiri húsdýr í sirkusum. Stór kattardýr ásamt bjarndýrum og fílum voru aðeins höfð í þröngum búrum þar sem almenningur gat borgað sig inn til að sjá þau í návígi. Þessi villidýr sýndu engar listir. Þetta breytist allt með hinum franska Henri Martin árið 1819. Henri hafði starfað í áraraðir við hestatamningar fyrir sirkus í Frakklandi en kom öllum á óvart þegar hann steig inn í búr tígrisdýrs og lét það hlýða nokkrum einföldum skipunum. Hann tók síðar ljón inn í sýningar sínar og segir sagan að hann hafi auðgast verulega á þessum sýningum.

Bandaríkjamaðurinn Isaac Van Amburgh er ein mesta goðsögn í sögu stórkattaþjálfunar. Hann er talinn hafa verið fyrsti maðurinn til að stinga höfðinu í gin ljóns í orðsins fyllstu merkingu. Hann fór á ystu mörk þess sem siðlegt er í slíkum sirkussýningum, meðal annars fékk hann barn úr hópi áhorfenda inn í ljónabúrið og lét það setjast á bak dýrsins.

Ljónasýningar og þjálfun hafa þróast mikið í tímans rás. Van Amburgh beitti ýmsum ofbeldisfullum aðferðum og annar frægur tamningamaður, Clyde Beatty, var ávallt með skammbyssu og svipu sem hann beitti óspart til að brjóta niður mótþróa kattanna. Í dag eru aðferðirnar að jafnaði mun mannúðlegri þótt vissulega komi upp mál þar sem dýrin hafa verið beitt ýmsum ofbeldisfullum aðferðum við þjálfun. Slíkt heyrir þó sem betur fer til undantekninga.

Það skal tekið fram að stórkettir sem notaðir eru í sirkusum eru fæddir í haldi og hafa aldrei lifað villtir í náttúrunni. Samt koma upp tilvik, og þau ófá, þar sem kötturinn hefur ráðist á þjálfara sinn og veitt honum alvarlega áverka. Eitt slíkt atvik átti sér stað árið 2003 þegar kunnur þjálfari, Roy Horn að nafni, varð fyrir árás tígrisdýrs sem hann hafði þjálfað frá því að það var hvolpur. Ekki er vitað hvers vegna dýrið réðst á Horn og því mun seint verða svarað.

Heimild:

Mynd:...