Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er íslenska notuð í geimnum?

Sævar Helgi Bragason

Já, íslenska er notuð í geimnum! Ekki þó í þeim skilningi að þar tali menn almennt íslensku heldur eru til nokkrir staðir í sólkerfinu sem bera íslensk heiti. Frá árinu 1919 hefur það verið í verkahring nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Þegar myndir berast af yfirborði reikistjörnu eða tungls er sérstakt nafnaþema valið og nokkur mikilvæg kennileiti nefnd. Nöfnin eru valin af meðlimum nafnanefndarinnar. Síðar þegar fleiri myndir í hærri upplausn og kort eru til af stöðunum, eru öðrum stöðum gefin nöfn. Örnefnið verður fyrst opinbert þegar Alþjóðasamband stjarnfræðinga hefur samþykkt það á allsherjarþingi sínu.

Sú hefð hefur skapast að nefna gíga á Merkúríusi eftir látnum listamönnum – tónlistarmönnum, listmálurum og rithöfundum – sem skarað hafa fram úr á sínu sviði. Á þessari innstu reikistjörnu sólkerfisins eru tveir gígar nefndir eftir íslenskum listamönnum, gígarnir Sveinsdóttir eftir listakonunni Júlíönu Sveinsdóttur og Snorri eftir sagnaritaranum Snorra Sturlusyni.



Gígurinn Sveinsdóttir á Merkúríusi er um 220 km í þvermál. Í gegnum hann liggur hamraveggurinn Beagle Rupes sem dregur nafn sitt af skipinu sem Charles Darwin sigldi með frá 1831 til 1836.

Gígurinn Snorri fannst á myndum sem Mariner 10 tók af Merkúríusi árið 1974. Gígurinn er fremur smár, aðeins 19 km í þvermál, á suðurhveli Merkúríusar. Væri gígurinn á jörðinni væri hann hér um bil í miðju Indlandshafi. Tillöguna að nafninu má rekja til þeirra stjörnufræðinga sem störfuðu við Mariner 10 leiðangurinn og birtist fyrst í grein eftir stjörnufræðinginn David Morrison í ágúst 1976 í 28. hefti Íkarusar, sem er fræðirit um reikistjörnufræði. Einhver stjörnufræðingurinn í hópnum hefur flett upp á nafni Snorra í Encyclopaedia Britannica og lagt til að gígurinn bæri nafn hans. Nafnatillagan var samþykkt af nafnanefnd Alþjóðsambands stjarnfræðinga sama ár.

Gígurinn sem er kenndur við Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) er talsvert stærri en sá sem kenndur er við Snorra, eða 220 km að þvermáli. Hann er einnig að finna á suðurhveli Merkúríusar, á svipuðum stað og Indónesía er á jörðinni. Júlíana Sveinsdóttir var brautryðjandi í íslenskri myndlist á fyrri hluta 20. aldar og ein fárra kvenna sem gerðu myndlistina að ævistarfi á þeim tíma. Gígurinn fannst á myndum sem Messenger geimfarið tók í janúar 2008. Svo virðist sem einhver stjörnufræðingurinn í hópnum hafi flett upp á nafni Júlíönu í bókinni Dictionary of Women Artists og lagt til að gígurinn bæri nafn hennar. Nafnið var samþykkt af Alþjóðasambandi stjarnfræðinga í apríl 2008.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um íslensk örnefni í sólkerfinu á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

27.11.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Er íslenska notuð í geimnum?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54572.

Sævar Helgi Bragason. (2009, 27. nóvember). Er íslenska notuð í geimnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54572

Sævar Helgi Bragason. „Er íslenska notuð í geimnum?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54572>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er íslenska notuð í geimnum?
Já, íslenska er notuð í geimnum! Ekki þó í þeim skilningi að þar tali menn almennt íslensku heldur eru til nokkrir staðir í sólkerfinu sem bera íslensk heiti. Frá árinu 1919 hefur það verið í verkahring nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Þegar myndir berast af yfirborði reikistjörnu eða tungls er sérstakt nafnaþema valið og nokkur mikilvæg kennileiti nefnd. Nöfnin eru valin af meðlimum nafnanefndarinnar. Síðar þegar fleiri myndir í hærri upplausn og kort eru til af stöðunum, eru öðrum stöðum gefin nöfn. Örnefnið verður fyrst opinbert þegar Alþjóðasamband stjarnfræðinga hefur samþykkt það á allsherjarþingi sínu.

Sú hefð hefur skapast að nefna gíga á Merkúríusi eftir látnum listamönnum – tónlistarmönnum, listmálurum og rithöfundum – sem skarað hafa fram úr á sínu sviði. Á þessari innstu reikistjörnu sólkerfisins eru tveir gígar nefndir eftir íslenskum listamönnum, gígarnir Sveinsdóttir eftir listakonunni Júlíönu Sveinsdóttur og Snorri eftir sagnaritaranum Snorra Sturlusyni.



Gígurinn Sveinsdóttir á Merkúríusi er um 220 km í þvermál. Í gegnum hann liggur hamraveggurinn Beagle Rupes sem dregur nafn sitt af skipinu sem Charles Darwin sigldi með frá 1831 til 1836.

Gígurinn Snorri fannst á myndum sem Mariner 10 tók af Merkúríusi árið 1974. Gígurinn er fremur smár, aðeins 19 km í þvermál, á suðurhveli Merkúríusar. Væri gígurinn á jörðinni væri hann hér um bil í miðju Indlandshafi. Tillöguna að nafninu má rekja til þeirra stjörnufræðinga sem störfuðu við Mariner 10 leiðangurinn og birtist fyrst í grein eftir stjörnufræðinginn David Morrison í ágúst 1976 í 28. hefti Íkarusar, sem er fræðirit um reikistjörnufræði. Einhver stjörnufræðingurinn í hópnum hefur flett upp á nafni Snorra í Encyclopaedia Britannica og lagt til að gígurinn bæri nafn hans. Nafnatillagan var samþykkt af nafnanefnd Alþjóðsambands stjarnfræðinga sama ár.

Gígurinn sem er kenndur við Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) er talsvert stærri en sá sem kenndur er við Snorra, eða 220 km að þvermáli. Hann er einnig að finna á suðurhveli Merkúríusar, á svipuðum stað og Indónesía er á jörðinni. Júlíana Sveinsdóttir var brautryðjandi í íslenskri myndlist á fyrri hluta 20. aldar og ein fárra kvenna sem gerðu myndlistina að ævistarfi á þeim tíma. Gígurinn fannst á myndum sem Messenger geimfarið tók í janúar 2008. Svo virðist sem einhver stjörnufræðingurinn í hópnum hafi flett upp á nafni Júlíönu í bókinni Dictionary of Women Artists og lagt til að gígurinn bæri nafn hennar. Nafnið var samþykkt af Alþjóðasambandi stjarnfræðinga í apríl 2008.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um íslensk örnefni í sólkerfinu á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi....