Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Ef systkini eignast börn verða þá börnin fötluð?

EDS

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk er fatlað. Fólk getur verið fatlað frá fæðingu og einnig getur fötlun verið afleiðing veikinda eða slysa. Þegar um fötlun vegna slyss er að ræða þá skiptir engu hvort foreldarnir séu skyldir eða ekki – það geta allir lent í slysi burtséð frá ættartengslum foreldranna.

Hins vegar getur annað gilt þegar fötlunin er meðfædd eða tilkomin seinna á lífsleiðinni vegna einhverra sjúkdóma sem rekja má til erfða. Erfðasjúkdóma má rekja til stökkbreytinga í genum. Oft eru þetta víkjandi stökkbreytingar og sjúkdómseinkenni koma þá einungis fram þegar barnið hefur fengið víkjandi genið bæði frá föður og móður og er arfhreint um það.

Um þetta er fjallað í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er það satt að ef fólk sem er skylt eignast börn þá geti börnin orðið þroskaheft eða fötluð? Þar segir meðal annars:

Það segir sig sjálft að ef báðir foreldrar eru úr sömu fjölskyldu þar sem einhver arfgengur sjúkdómur eða kvilli kemur fyrir eru meiri líkur á að barn erfi hann en ef foreldrarnir eru óskyldir. Ef ekkert slíkt er hins vegar í fjölskyldunni eru líkurnar á erfðasjúkdómi eða kvilla ekkert aðrar en hjá börnum óskyldra einstaklinga.

Snæbjörns Pálssonar kemur einnig inn á það sama í við spurningunni Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn? en þar segir:

Hættan við skyldleikaæxlun er sú að líkurnar aukast á að sjaldgæfar víkjandi stökkbreytingar séu sameiginlegar foreldrum og geti því orðið arfhreinar. Sem dæmi má taka víkjandi stökkbreytingu sem er í 0,1% tíðni innan stofns. Ef einstaklingar eignast afkvæmi óháð arfgerðum hver annars, má búast við að aðeins einn af milljón einstaklingum í næstu kynslóð sé arfhreinn fyrir breytingunni og líði fyrir skaðleg áhrif hennar, og að 0,2% séu arfblendnir. Ef einstaklingur er arfblendinn fyrir stökkbreytingu eru líkurnar 0,05% á að barn hans verði arfhreint ef hitt foreldrið er slembivalið úr stofninum, en ef hann hinsvegar eignast barn með systkini sínu eru líkurnar miklu meiri eða 12,5%. Ef hann eignast barn með systkinabarni eru líkurnar hinsvegar 3,125% á því að barnið verði arfhreint.

Niðurstaðan er sem sagt sú að það er langt frá því að skyldleiki foreldar sé ávísun á fötluð börn eða að alla fötlun megi rekja til þess að foreldrar séu náskyldir. Ef hins vegar er um einhverja stökkbreytingu er að ræða í fjölskyldunni sem getur valdið fötlun þá er líklegra að barn verði fatlað ef foreldrar þess eru mikið skyldir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Ef systkini eignast börn verða þá börnin fötluð? Eru allir sem eru fatlaðir í heiminum, fatlaðir af því að mamma þeirra og pabbi eru skyld?

Höfundur

Útgáfudagur

4.3.2010

Spyrjandi

Júlía Bríet Baldursdóttir

Tilvísun

EDS. „Ef systkini eignast börn verða þá börnin fötluð?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54478.

EDS. (2010, 4. mars). Ef systkini eignast börn verða þá börnin fötluð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54478

EDS. „Ef systkini eignast börn verða þá börnin fötluð?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54478>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef systkini eignast börn verða þá börnin fötluð?
Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk er fatlað. Fólk getur verið fatlað frá fæðingu og einnig getur fötlun verið afleiðing veikinda eða slysa. Þegar um fötlun vegna slyss er að ræða þá skiptir engu hvort foreldarnir séu skyldir eða ekki – það geta allir lent í slysi burtséð frá ættartengslum foreldranna.

Hins vegar getur annað gilt þegar fötlunin er meðfædd eða tilkomin seinna á lífsleiðinni vegna einhverra sjúkdóma sem rekja má til erfða. Erfðasjúkdóma má rekja til stökkbreytinga í genum. Oft eru þetta víkjandi stökkbreytingar og sjúkdómseinkenni koma þá einungis fram þegar barnið hefur fengið víkjandi genið bæði frá föður og móður og er arfhreint um það.

Um þetta er fjallað í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er það satt að ef fólk sem er skylt eignast börn þá geti börnin orðið þroskaheft eða fötluð? Þar segir meðal annars:

Það segir sig sjálft að ef báðir foreldrar eru úr sömu fjölskyldu þar sem einhver arfgengur sjúkdómur eða kvilli kemur fyrir eru meiri líkur á að barn erfi hann en ef foreldrarnir eru óskyldir. Ef ekkert slíkt er hins vegar í fjölskyldunni eru líkurnar á erfðasjúkdómi eða kvilla ekkert aðrar en hjá börnum óskyldra einstaklinga.

Snæbjörns Pálssonar kemur einnig inn á það sama í við spurningunni Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn? en þar segir:

Hættan við skyldleikaæxlun er sú að líkurnar aukast á að sjaldgæfar víkjandi stökkbreytingar séu sameiginlegar foreldrum og geti því orðið arfhreinar. Sem dæmi má taka víkjandi stökkbreytingu sem er í 0,1% tíðni innan stofns. Ef einstaklingar eignast afkvæmi óháð arfgerðum hver annars, má búast við að aðeins einn af milljón einstaklingum í næstu kynslóð sé arfhreinn fyrir breytingunni og líði fyrir skaðleg áhrif hennar, og að 0,2% séu arfblendnir. Ef einstaklingur er arfblendinn fyrir stökkbreytingu eru líkurnar 0,05% á að barn hans verði arfhreint ef hitt foreldrið er slembivalið úr stofninum, en ef hann hinsvegar eignast barn með systkini sínu eru líkurnar miklu meiri eða 12,5%. Ef hann eignast barn með systkinabarni eru líkurnar hinsvegar 3,125% á því að barnið verði arfhreint.

Niðurstaðan er sem sagt sú að það er langt frá því að skyldleiki foreldar sé ávísun á fötluð börn eða að alla fötlun megi rekja til þess að foreldrar séu náskyldir. Ef hins vegar er um einhverja stökkbreytingu er að ræða í fjölskyldunni sem getur valdið fötlun þá er líklegra að barn verði fatlað ef foreldrar þess eru mikið skyldir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Ef systkini eignast börn verða þá börnin fötluð? Eru allir sem eru fatlaðir í heiminum, fatlaðir af því að mamma þeirra og pabbi eru skyld?
...