Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?

Jón Már Halldórsson

Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi haft áhuga á að fá hund með ákveðna eiginleika til varnar óánægðum skattgreiðendum. Þar sem hann var hundafangari var hægt um vik fyrir hann að gera ýmsar tilraunir í ræktun. Hann leitaðist við að ná fram hundakyni sem hafði yfir að ráða styrk, trygglyndi, gáfum og grimmd.

Ekki eru til neinar ljósmyndir og fáar teikningar af þeim hundum sem Dobermann ræktaði fram og hafði með sér á ferðum sínum um héraðið, en hann hefur sennilega náð langt í markmiði sínu því þessir hundar vöktu athygli. Síðar meir tóku tveir menn, Otto Göller og Philip Grüning, við þessu ræktunarstarfi og náðu fram því afbrigði sem við þekkjum í dag sem doberman pinshcer. Teikningin af dobermann-hundi hér til hliðar er úr bók frá árinu 1909.

Ekki er vitað fyrir víst hvaða hundakyn voru notuð til að fá fram dobermann-hundinn en talið að hann hafi verið ræktaður út frá nokkrum afbrigðum. Flestir hundaræktendur eru sammála því að gamla þýska fjárhundakynið eigi stærstan hluta af núverandi genamengi dobermann-hunda. Önnur kyn sem talin eru hafa komið við sögu eru meðal annars þýski pinscher, rottweiler, beuaceron, stórdani, weimaraner, greyhound, manchester terrier og stutthærði pointer.

Dobermann pinscher eru meðalstórir hundar. Samkvæmt ræktunarstöðlum eiga karlhundarnir að vera á bilinu 66-72 cm á hæð yfir herðakamb og tíkurnar á bilinu 61-67 cm. Staðlarnir segja lítið um líkamsþyngd en kjörþyngd heilbrigðra hunda er á bilinu 34-45 kg og 27-41 kg hjá tíkunum.

Dobermann-hundar eru venjulega svartir eða brúnir með gulbrúnum flekkjum á trýni, kinnum, hálsi, bringu, leggjum og þófum.



Brúnn (stundum kallaður rauður) dobermann.

Meðalaldur dobermann-hunda er 10-14 ár. Helstu heilsufarsvandamál eru meðal annars svonefnt DCM (e. dilated cardiomyopathy) sem hefur í för með sér að hjartavöðvinn stækkar og veikist. Við það á hjartavöðvinn sífellt erfiðara með að dæla blóði til vefja líkamanns. Einnig er wobbler-sjúkdómur kunnur erfðasjúkdómur í dobermann-hundum. Hann veldur óstöðugleika í hálsliðum. Afleiðingarnar eru þrenging á mænu og máttleysi, meðal annars í útlimum. Aðrir alvarlegir sjúkdómar sem hrjá dobermann-hunda eru sjúkdómar í blöðruhálskirtli (hjá hundundum) og sjúkdómur sem nefnist von Willebrand-sjúkdómur sem framkallar óeðlilegar blæðingar.

Flestir tengja dobermann-hunda við grimmd en það er ekki að öllu leyti sanngjarnt. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á persónueiginleikum hinna ýmsu hundakynja og hvort árásarhneigð þeirra sé mismunandi. Í nýlegri rannsókn skiptu rannsakendur árásarhneigðinni í fjóra flokka. Fyrsti flokkurinn var árásarhneigð gagnvart ókunnugu fólki, annar flokkur gagnvart ókunnum hundum, þriðji flokkurinn gagnvart hundum sem hundurinn þekkti svo sem hundi nágrannans og fjórði flokkurinn gagnvart fólki sem hundurinn þekkti.

Dobermann-hundar sýndu töluverða árásarhneigð gagnvart ókunnugu fólki en voru þó neðar á lista en mörg smáhundakyn svo sem dachshund og chihuahua. Þeir fengu fá stig í fjórða flokki, árásarhneigð gagnvart fólki sem þeir þekkja, sem sýnir þá verndandi eiginleika sem dobermann-búa yfir. Mörg hundakyn sem ekki eru talin árásargjörn fengu fleiri stig í þessum flokki, svo sem border collie, cocker spaniel og stórdani. Ef litið er á niðurstöðurnar í heild þá teljast dobermann-hundar ekkert sérstaklega grimmir. En óneitanlega þarf að hafa varann á því þeir eru stórir og geta auðveldlega stórskaðað fólk.



Sakleysislegt útlit. Ókunna hunda á þó alltaf að umgangast með varúð.

Í Bandaríkjunum látast að jafnaði 15-25 manns á ári vegna hundabits. Um 800 þúsund tilkynningar berast þar á ári um bit hunda á mönnum og þar af er eitt af hverjum sex það slæmt að leita þarf aðstoðar læknis. Á árunum 1979 til 1998 létust 238 manns af völdum hundabits. Þar af átti pit bull sökina í 66 tilvikum eða 28% og rottweiler í 39 tilvikum eða 16%. Saman eru þessi kyn með 44% þeirra tilvika þar sem hundsbit hefur leitt til dauða.

Dobermann pincher eru í sjötta sæti og hafa níu mannslíf á samviskunni. Margir kynblandaðir hundar reynast hættulegir og undantekningalaust er blendingur hunds og úlfs áberandi hættulegastur í þeim flokki. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á þessa tölfræði, bæði fjöldi hunda og einnig félagslegt umhverfi þeirra. Pit bull og rottweiler hundar hafa verið mikið notaðar í undirheimum og þýskir fjárhundar, sem eru í þriðja sæti á lista yfir manndráp, eru mjög margir í Bandaríkjunum. Hundar eins og malamute og husky eru einnig ofarlega á þessum lista.

Það skal tekið fram að hvaða hundur sem er sem sætt hefur illri meðferð eða verið þjálfaður til að ráðast á manneskju getur bitið. Árásir hunda eru því ávallt á ábyrgð forráðamanns hunds. Í rannsóknum og tölfræði sem haldin er um árásir hunda á menn hefur komið í ljós að öll þekkt hundakyn hafa bitið, en aðeins stórir og kröftugir hundar eru færir um að drepa mann.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.11.2010

Spyrjandi

Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir? “ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2010. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54473.

Jón Már Halldórsson. (2010, 4. nóvember). Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54473

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir? “ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2010. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54473>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?
Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi haft áhuga á að fá hund með ákveðna eiginleika til varnar óánægðum skattgreiðendum. Þar sem hann var hundafangari var hægt um vik fyrir hann að gera ýmsar tilraunir í ræktun. Hann leitaðist við að ná fram hundakyni sem hafði yfir að ráða styrk, trygglyndi, gáfum og grimmd.

Ekki eru til neinar ljósmyndir og fáar teikningar af þeim hundum sem Dobermann ræktaði fram og hafði með sér á ferðum sínum um héraðið, en hann hefur sennilega náð langt í markmiði sínu því þessir hundar vöktu athygli. Síðar meir tóku tveir menn, Otto Göller og Philip Grüning, við þessu ræktunarstarfi og náðu fram því afbrigði sem við þekkjum í dag sem doberman pinshcer. Teikningin af dobermann-hundi hér til hliðar er úr bók frá árinu 1909.

Ekki er vitað fyrir víst hvaða hundakyn voru notuð til að fá fram dobermann-hundinn en talið að hann hafi verið ræktaður út frá nokkrum afbrigðum. Flestir hundaræktendur eru sammála því að gamla þýska fjárhundakynið eigi stærstan hluta af núverandi genamengi dobermann-hunda. Önnur kyn sem talin eru hafa komið við sögu eru meðal annars þýski pinscher, rottweiler, beuaceron, stórdani, weimaraner, greyhound, manchester terrier og stutthærði pointer.

Dobermann pinscher eru meðalstórir hundar. Samkvæmt ræktunarstöðlum eiga karlhundarnir að vera á bilinu 66-72 cm á hæð yfir herðakamb og tíkurnar á bilinu 61-67 cm. Staðlarnir segja lítið um líkamsþyngd en kjörþyngd heilbrigðra hunda er á bilinu 34-45 kg og 27-41 kg hjá tíkunum.

Dobermann-hundar eru venjulega svartir eða brúnir með gulbrúnum flekkjum á trýni, kinnum, hálsi, bringu, leggjum og þófum.



Brúnn (stundum kallaður rauður) dobermann.

Meðalaldur dobermann-hunda er 10-14 ár. Helstu heilsufarsvandamál eru meðal annars svonefnt DCM (e. dilated cardiomyopathy) sem hefur í för með sér að hjartavöðvinn stækkar og veikist. Við það á hjartavöðvinn sífellt erfiðara með að dæla blóði til vefja líkamanns. Einnig er wobbler-sjúkdómur kunnur erfðasjúkdómur í dobermann-hundum. Hann veldur óstöðugleika í hálsliðum. Afleiðingarnar eru þrenging á mænu og máttleysi, meðal annars í útlimum. Aðrir alvarlegir sjúkdómar sem hrjá dobermann-hunda eru sjúkdómar í blöðruhálskirtli (hjá hundundum) og sjúkdómur sem nefnist von Willebrand-sjúkdómur sem framkallar óeðlilegar blæðingar.

Flestir tengja dobermann-hunda við grimmd en það er ekki að öllu leyti sanngjarnt. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á persónueiginleikum hinna ýmsu hundakynja og hvort árásarhneigð þeirra sé mismunandi. Í nýlegri rannsókn skiptu rannsakendur árásarhneigðinni í fjóra flokka. Fyrsti flokkurinn var árásarhneigð gagnvart ókunnugu fólki, annar flokkur gagnvart ókunnum hundum, þriðji flokkurinn gagnvart hundum sem hundurinn þekkti svo sem hundi nágrannans og fjórði flokkurinn gagnvart fólki sem hundurinn þekkti.

Dobermann-hundar sýndu töluverða árásarhneigð gagnvart ókunnugu fólki en voru þó neðar á lista en mörg smáhundakyn svo sem dachshund og chihuahua. Þeir fengu fá stig í fjórða flokki, árásarhneigð gagnvart fólki sem þeir þekkja, sem sýnir þá verndandi eiginleika sem dobermann-búa yfir. Mörg hundakyn sem ekki eru talin árásargjörn fengu fleiri stig í þessum flokki, svo sem border collie, cocker spaniel og stórdani. Ef litið er á niðurstöðurnar í heild þá teljast dobermann-hundar ekkert sérstaklega grimmir. En óneitanlega þarf að hafa varann á því þeir eru stórir og geta auðveldlega stórskaðað fólk.



Sakleysislegt útlit. Ókunna hunda á þó alltaf að umgangast með varúð.

Í Bandaríkjunum látast að jafnaði 15-25 manns á ári vegna hundabits. Um 800 þúsund tilkynningar berast þar á ári um bit hunda á mönnum og þar af er eitt af hverjum sex það slæmt að leita þarf aðstoðar læknis. Á árunum 1979 til 1998 létust 238 manns af völdum hundabits. Þar af átti pit bull sökina í 66 tilvikum eða 28% og rottweiler í 39 tilvikum eða 16%. Saman eru þessi kyn með 44% þeirra tilvika þar sem hundsbit hefur leitt til dauða.

Dobermann pincher eru í sjötta sæti og hafa níu mannslíf á samviskunni. Margir kynblandaðir hundar reynast hættulegir og undantekningalaust er blendingur hunds og úlfs áberandi hættulegastur í þeim flokki. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á þessa tölfræði, bæði fjöldi hunda og einnig félagslegt umhverfi þeirra. Pit bull og rottweiler hundar hafa verið mikið notaðar í undirheimum og þýskir fjárhundar, sem eru í þriðja sæti á lista yfir manndráp, eru mjög margir í Bandaríkjunum. Hundar eins og malamute og husky eru einnig ofarlega á þessum lista.

Það skal tekið fram að hvaða hundur sem er sem sætt hefur illri meðferð eða verið þjálfaður til að ráðast á manneskju getur bitið. Árásir hunda eru því ávallt á ábyrgð forráðamanns hunds. Í rannsóknum og tölfræði sem haldin er um árásir hunda á menn hefur komið í ljós að öll þekkt hundakyn hafa bitið, en aðeins stórir og kröftugir hundar eru færir um að drepa mann.

Heimildir og myndir:

...